• Íslenska
  • English (UK)

Sidebar

  • Heim
  • Um Útlendingastofnun
    • Útlendingastofnun
    • Fréttir
    • Greinar
    • Tölfræði
      • Tölfræði leyfasviðs
      • Tölfræði verndarsviðs
    • Ársskýrslur
    • Stefnur Útlendingastofnunar
      • Stefna Útlendingastofnunar til ársins 2023
      • Launastefna
      • Jafnlaunastefna
      • Tungumálastefna
      • Persónuverndarstefna
    • Skipurit
    • Gjaldskrá
    • Eyðublöð
    • Afgreiðslutími
    • Samstarfssamningar
    • Lög og reglugerðir
    • Algengar spurningar
      • Dvalarleyfi
      • Alþjóðleg vernd
      • Vegabréfsáritanir
      • Íslenskur ríkisborgararéttur
      • Túlkanir og þýðingar
      • Upplýsingar fyrir ríkisborgara Úkraínu
    • Hafa samband
  • Eyðublöð
  • Afgreiðslutími
  • Tímabókanir
  • Hafa samband
  • Algengar spurningar
  • Tölfræði
    • Tölfræði leyfasviðs
    • Tölfræði verndarsviðs
  1. Heim
  2. Um Útlendingastofnun
  3. Greinar

Um endursendingar

Details
05 Feb. 2016

Flóttamanna- og hæliskerfið er neyðarkerfi, ætlað fólki sem óttast um líf sitt og frelsi. Á liðnu ári veitti Útlendingastofnun 82 hælisleitendum hæli eða aðra alþjóðlega vernd hér á landi samkvæmt umsókn. Þar er ekki meðtalið kvótaflóttafólk sem fékk útgefin dvalarleyfi en fjöldi þeirra hljóp á tugum.

 
Sjá einnig Metfjöldi umsókna um vernd árið 2015 og Hæli og alþjóðleg vernd 
 
Þegar ekki er fallist á umsókn um hæli, þegar umsækjandi hefur þegar fengið veitta alþjóðlega vernd í öðru öruggu ríki og þegar umsóknir eru afgreiddar á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar lýkur máli almennt með endursendingu til annars ríkis. Er þar, eftir atvikum, um að ræða heimaríki viðkomandi, ríki þar sem viðkomandi hefur löglega heimild til dvalar, ríki sem þegar hefur veitt umsækjanda alþjóðlega vernd eða það ríki sem ber ábyrgð á efnislegri meðferð umsóknar.
 

Fólk ekki sent í hættu

Sé ástæða til að ætla að umsækjandi yrði í hættu eða hans bíði á annan hátt óviðunandi aðstæður í því landi sem hann skal endursendur til eða ef ekki er talið öruggt að hann verði sendur áfram þaðan í slíkar aðstæður kemur ekki til greina að vísa umsækjanda til viðkomandi ríkis. 
 
Um þetta er fjallað í 45. gr. útlendingalaga og í framkvæmd Útlendingastofnunar er gætt að aðstæðum í því ríki sem umsækjandi skal sendur til og aðstæður hvers umsækjanda athugaðar sérstaklega. Á það við hvort sem um er að ræða synjanir um hæli, mál þar sem umsækjanda hefur þegar verið veitt alþjóðleg vernd í öðru ríki eða umsóknir sem afgreiddar eru á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar.
 

Aðstæður á Ítalíu og endursendingar

Síðastliðið haust kvað Hæstiréttur Íslands upp dóma í málum tveggja hælisleitenda þar sem staðfest var sú niðurstaða Útlendingastofnunar og innanríkisráðuneytisins að ekki væri raunveruleg hætta á að umsækjendur sættu illri meðferð sem hælisleitendur á Ítalíu. Í dómum héraðsdóms Reykjavíkur í málinu, sem Hæstiréttur staðfesti, kom fram að aðstæður á Ítalíu hefðu verið rannsakaðar með fullnægjandi hætti af hálfu Útlendingastofnunar og innanríkisráðuneytisins.
 
Sjá dóma Hæstaréttar í máli 114/2015, dags. 1. október 2015, og máli 164/2015, dags. 8. október.
 
Í kjölfar dómanna kannaði innanríkisráðuneytið að nýju aðstæður hælisleitenda á Ítalíu. Ráðuneytið aflaði gagna sem varða ástand hælismála, meðferð hælisumsókna og aðstæður hælisleitenda á Ítalíu, þar á meðal upplýsingar frá Sameinuðu þjóðunum, Evrópuráðinu og frá öðrum Norðurlöndum. Þá kannaði ráðuneytið dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu um endursendingar hælisleitenda. 
 
Var það niðurstaða ráðuneytisins að endursendingar til Ítalíu brytu almennt ekki gegn alþjóðlegum skuldbindingum íslenska ríkisins. Þá hefðu ítölsk stjórnvöld komið á góðri almennri framkvæmd í málefnum sérstaklega viðkvæmra einstaklinga.
 
Í ljósi þess að úrbóta væri að einhverju leyti enn þörf og ítölsk yfirvöld tækjust nú á við margvíslegar áskoranir í málaflokknum var það aftur á móti niðurstaða ráðuneytisins að, í samræmi við almenna framkvæmd síðan í maí 2014, skyldi hvert mál athugað sérstaklega þegar fólk teldist í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Væri endursending til Ítalíu talin varhugaverð með hliðsjón af viðkvæmri stöðu umsækjanda og einstaklingsbundinna aðstæðna skyldi ekki senda viðkomandi þangað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Er framkvæmd Útlendingastofnunar undanfarin misseri í samræmi við þetta og mun stofnunin halda áfram að aðgæta sérstaklega aðstæður fólks sem snýr aftur til Ítalíu.
 
Sjá frétt og greinargerð á vefsíðu innanríkisráðuneytisins 
 
Eins og áður segir eru ítölsk yfirvöld almennt talin vel í stakk búin til að takast á við verkefni tengd sérstaklega viðkvæmum hælisleitendum. 
 
Á liðnu ári sendi ítalska innanríkisráðuneytið frá sér bréf þess efnis að yfirvöld ábyrgðust að móttaka og aðstæður hælisleitenda með börn í ítalska hæliskerfinu væru fullnægjandi. Í bréfinu var einnig fjallað um SPRAR-verkefnið (ít. Servizio centrale del sistema di protezione per richiedenti asilo e rifugiati) sem ætlað er að tryggja aðbúnað og þjónustu við hælisleitendur, þar á meðal fjölskyldufólk.
 
Sjá vefsíðu SPRAR-verkefnisins og bréf ítalska innanríkisráðuneytisins. 
 
Þá benda fyrirliggjandi heimildir til þess að ítölsk yfirvöld séu vel í stakk búin til að veita þolendum mansals meðal hælisleitenda aðstoð. Hælisleitendur sem hafa verið orðið fyrir mansali eru meðal þeirra sem talist geta sérstaklega viðkvæmir. Miklu fjármagni hefur á undanförnum árum verið varið til að aðstoða fórnarlömb mansals og bregðast við hættu á að hælisleitendur og flóttamenn verði fyrir slíku. Ítalía er ennfremur meðal þeirra ríkja sem uppfylla öll viðmið í baráttunni gegn mansali að mati utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna.
 
Sjá t.d. bls. 195 og áfram í Trafficking in Persons Report 2015, á vefsíðu bandaríska utanríkisráðuneytisins. 
 

Endursendingum hælisleitenda hætt til Grikklands og Ungverjalands

Endursendingum hælisleitenda til Grikklands frá Íslandi var hætt árið 2010 vegna þess að aðstæður í gríska hæliskerfinu voru taldar ófullnægjandi. Enn sem komið er hefur ekki verið talin ástæða til að endurskoða þá afstöðu.
 
Hinn 15. október 2015 ákvað Útlendingastofnun að eigin frumkvæði að láta í bili af endursendingum hælisleitenda til Ungverjalands. Var það gert í ljósi mikils og skyndilegs álags sem er á hæliskerfi landsins og vegna gagnrýni á aðstæður hælisleitenda þar í landi. Hyggst innanríkisráðuneytið fara sérstaklega yfir aðstæður í Ungverjalandi eins fljótt og kostur er.
 
Mikilvægt er að athuga að endursendingum þeirra sem fengið hafa alþjóðlega vernd í löndunum tveimur hefur ekki verið hætt enda hafa þeir fengið útgefin dvalarleyfi og fara ekki inn í hæliskerfi ríkjanna.
 
Sjá um nánar Dyflinnarreglugerðina og málsmeðferð samkvæmt henni.
 

Fleiri greinar...

  1. Samantekt um hælisumsóknir fólks frá Albaníu
  2. Heilbrigðiskerfið í Albaníu
  3. Flóttamannahugtakið og aðstæður í Albaníu
Síða 5 af 8
  • Fyrsta
  • Fyrri
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • Næsta
  • Síðasta
  • Útlendingastofnun
  • Fréttir
  • Greinar
  • Tölfræði
    • Tölfræði leyfasviðs
    • Tölfræði verndarsviðs
  • Ársskýrslur
  • Stefnur Útlendingastofnunar
    • Stefna Útlendingastofnunar til ársins 2023
    • Launastefna
    • Jafnlaunastefna
    • Tungumálastefna
    • Persónuverndarstefna
  • Skipurit
  • Gjaldskrá
  • Eyðublöð
  • Afgreiðslutími
  • Samstarfssamningar
  • Lög og reglugerðir
  • Algengar spurningar
    • Dvalarleyfi
    • Alþjóðleg vernd
    • Vegabréfsáritanir
    • Íslenskur ríkisborgararéttur
    • Túlkanir og þýðingar
    • Upplýsingar fyrir ríkisborgara Úkraínu
  • Hafa samband

Tenglar

  • Dómsmálaráðuneytið
  • Kærunefnd útlendingamála
  • New in Iceland
  • Fjölmenningarsetur
  • Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna
  • Mannréttindaskrifstofa
  • Vinnumálastofnun
  • Þjóðskrá
  • Persónuvernd

Upplýsingar

  • Útlendingastofnun
  • Dvalarleyfi
  • Áritanir
  • Ríkisborgararéttur
  • Alþjóðleg vernd
  • Persónuverndarstefna

OPNUNARTÍMI

Mánudaga til föstudaga 9 - 14

Símaþjónusta:
Mánudaga til fimmtudaga 9 - 14
Föstudaga 9 - 12

444 0900

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Staðsetning

Útlendingastofnun | Dalvegi 18 | 201 Kópavogi | 444 0900 | utl@utl.is

Kt. 670269-6399 | Rkn. 0515-26-410424 

Jafnlaunavottun adalmerki 2020 2023 f ljosan grunn hrmonitor 2021