Af ófyrirsjáanlegum orsökum mun innleiðing nýrrar tegundar dvalarleyfiskorta tefjast.
Útlendingastofnun þarf þess vegna að takmarka útgáfu dvalarleyfiskorta enn frekar en þegar hafði verið tilkynnt.
Aðeins verða gefin út dvalarleyfiskort til einstaklinga sem geta sýnt fram á að þeir þurfi á þeim að halda vegna ferðalaga erlendis. Leggja þarf fram gild ferðagögn s.s. flugmiða til staðfestingar.
Í stað dvalarleyfiskorta munu umsækjendur fá send bréf frá Útlendingastofnun til staðfestingar á útgáfu dvalarleyfis, með upplýsingum um gildistíma og atvinnuréttindi.
Útlendingastofnun biðst innilegrar velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta veldur og bendir þeim sem hafa frekari spurningar á að hafa samband við stofnunina gegnum This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..