Lengri frestur til að sækja um námsmannaleyfi
Útlendingastofnun mun nú sem fyrr leggja sig fram um að afgreiða allar umsóknir um dvalarleyfi fyrir námsmenn áður en kennsla á haustönn hefst. Í ljósi óvissuástands vegna COVID-19 hefur frestur til að sækja um námsmannaleyfi verið lengdur um mánuð.
Skilyrði fyrir því að stofnunin geti ábyrgist að umsókn verði afgreidd í tæka tíð er að hún berist fyrir 1. júlí og að henni fylgi öll nauðsynleg fylgigögn á réttu formi.
Umsóknir sem berast eftir umsóknarfrest er ekki hægt að tryggja að verði afgreiddar áður en skólahald hefst, jafnvel þótt öll gögn séu fullnægjandi.
Hvað getur þú gert til að flýta fyrir afgreiðslu umsóknar?
- Gættu þess að láta öll nauðsynleg fylgigögn fylgja með umsókn. Lista yfir þau gögn sem þurfa að fylgja er að finna hér.
- Gættu þess að fylgigögnin uppfylli gagnakröfur stofnunarinnar.
Einkum þarftu að gæta þess að sakavottorðið sem þú leggur fram hafi verið gefið út af æðsta yfirvaldi sem heimilt er að gefa út slíkt vottorð í viðkomandi landi. Vottorðið þarf að sýna að leitað hafi verið í gagnagrunnum alls landsins en ekki einungis á ákveðnum svæðum (t.d. ríkjum eða fylkjum). Fyrir nema frá Bandaríkjunum þýðir þetta að þeir þurfa að skila inn FBI sakavottorði, Kanadabúar þurfa að skila inn RCMP vottorði og nemar frá Taílandi þurfa að skila inn vottorði sem gefið er út af Royal Thai Police.
- Gættu þess að þú uppfyllir skilyrði um trygga sjálfstæða framfærslu og að þú sýnir fram á trygga framfærslu þína með fullnægjandi hætti.