Próf í íslensku fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt
Íslenskupróf vegna umsóknar um íslenskan ríkisborgararétt verða næst haldin í desember á vegum Námsmatsstofnunar og er nú opið fyrir innritun í prófið. Skráningu lýkur 10. nóvember.
Prófin verða haldin á höfuðborgarsvæðinu 8.-12. desember og á eftirtöldum stöðum á landsbyggðinni: Akureyri 2. desember, Egilsstöðum 4. desember og Ísafirði 5. desember.
Sjá nánar á vefnum www.namsmat.is.