• Íslenska
  • English (UK)

Sidebar

  • Heim
  • Um Útlendingastofnun
    • Útlendingastofnun
    • Fréttir
    • Greinar
    • Tölfræði
      • Tölfræði leyfasviðs
      • Tölfræði verndarsviðs
    • Ársskýrslur
    • Stefnur Útlendingastofnunar
      • Stefna Útlendingastofnunar til ársins 2023
      • Launastefna
      • Jafnlaunastefna
      • Tungumálastefna
      • Persónuverndarstefna
    • Skipurit
    • Gjaldskrá
    • Eyðublöð
    • Afgreiðslutími
    • Samstarfssamningar
    • Lög og reglugerðir
    • Algengar spurningar
      • Dvalarleyfi
      • Alþjóðleg vernd
      • Vegabréfsáritanir
      • Íslenskur ríkisborgararéttur
      • Túlkanir og þýðingar
    • Hafa samband
    • COVID-19
  • Eyðublöð
  • Afgreiðslutími
  • Tímabókanir
  • Hafa samband
  • Algengar spurningar
  • Tölfræði
    • Tölfræði leyfasviðs
    • Tölfræði verndarsviðs
  1. Heim
  2. Um Útlendingastofnun
  3. Fréttir

Umsækjendur um makaleyfi geta sótt um kerfiskennitölu

Details
07 Sept. 2020

Makar Íslendinga og annarra EES/EFTA-borgara mega vinna á Íslandi á meðan umsókn þeirra um dvalarleyfi er í vinnslu. Í ljósi þess að afgreiðsla umsókna um dvalarleyfi getur tekið nokkra mánuði og að einstaklingar fá ekki kennitölu fyrr en við útgáfu dvalarleyfis hafa þessi réttindi þó ekki nýst sem skyldi, enda er kennitala nauðsynleg til að einstaklingur geti stofnað hér bankareikning fyrir laun sín og forsenda þess að launagreiðandi geti staðið skil á staðgreiðslu af launum.

Til lausnar á þessum vanda hefur verið ákveðið að makar Íslendinga og annarra EES/EFTA-borgara geti fengið útgefna kerfiskennitölu á meðan dvalarleyfisumsókn er í vinnslu.

Skilyrði þess eru að viðkomandi hafi:

  1. lagt inn og greitt fyrir umsókn um dvalarleyfi á grundvelli hjúskapar hjá Útlendingastofnun og
  2. sé kominn með launað starf.

Hvernig sækirðu um kerfiskennitölu?

Makar Íslendinga og annarra EES/EFTA-borgara geta sótt um kerfiskennitölu til Skattsins með því að:

  • Fylla út Umsókn erlends ríkisborgara um kerfiskennitölu
  • Umsóknin þarf að vera undirrituð bæði af umsækjanda og launagreiðanda
  • Umsækjandi þarf að koma með umsóknina ásamt vegabréfi/ferðaskilríki í afgreiðslu Skattsins.

Við vonum að þetta nýja fyrirkomulag verði til hagræðis fyrir maka sem bíða eftir afgreiðslu dvalaleyfis en hafa rétt til að stunda hér atvinnu.


Telji einstaklingur sig hafa einhverja aðra hagsmuni af því að fá útgefna kerfiskennitölu er viðkomandi bent á að hafa samband við Þjóðskrá.

Viðmið um lágmarksframfærslu hækka

Details
31 Ágúst 2020

Eitt grunnskilyrða dvalarleyfis og ríkisborgararéttar á Íslandi er að umsækjandi geti sýnt fram á að framfærsla sín hér á landi sé trygg.

Lágmarksframfærsluupphæðin sem Útlendingastofnun miðar við samsvarar grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar Reykjavíkurborgar.

Frá og með 1. september 2020 mun stofnunin taka mið af þeirri fjárhæð sem samþykkt var af velferðarráði Reykjavíkurborgar í janúar 2020.

Lágmarksframfærsla einstaklings 18 ára og eldri verður þá 207.709 kr. á mánuði og 332.333 kr. á mánuði fyrir hjón. Upphæðir miðast við tekjur fyrir skatt.

Skráning einstaklinga sem komast ekki heim vegna Covid-19

Details
27 Ágúst 2020

Erlendir ríkisborgarar, sem voru í löglegri dvöl hér á landi fyrir 20. mars síðastliðinn og hafa ekki komist til síns heima vegna ferðatakmarkana, sóttkvíar eða einangrunar, mega dvelja hér án dvalarleyfis eða vegabréfsáritunar til og með 10. september 2020 samkvæmt núgildandi reglum.

Einstaklingum, sem munu ekki komast til síns heima fyrir 10. september næstkomandi, verður heimilt að dvelja hér á landi til 10. nóvember 2020, án dvalarleyfis eða vegabréfsáritunar, að lokinni skráningu hjá Útlendingastofnun. Þetta kemur fram í nýrri reglugerð dómsmálaráðherra. 

Vinsamlegast athugið að ákvæðið nær aðeins til þeirra sem komast ekki til síns heima vegna ferðatakmarkana, sóttkvíar eða einangrunar. Skortur á beinum flugsamgöngum til heimalands, hár kostnaður við ferðalög eða annað óhagræði af því að ferðast um þessar mundir eru ekki ástæður sem heimila dvöl án dvalarleyfis eða áritunar.

Beiðni um skráningu

  1. Beiðni um skráningu skal send með tölvupósti á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Vinsamlegast merkið innihald póstsins (subject) með fullu nafni.

  2. Eftirfarandi upplýsingar/gögn þurfa að fylgja beiðni um skráningu:

    - Afrit af vegabréfi.
    - Afrit af vegabréfsáritun.
    - Staðfesting á komu til lands fyrir 20. mars síðastliðinn, ef við á t.d. með öllum komu- og brottfararstimplum úr vegabréfi.
    - Ástæða þess að viðkomandi getur ekki farið aftur til búseturíkis fyrir 10. september.

  3. Frestur til að senda inn beiðni um skráningu er til 10. september 2020. 

Fréttin var uppfærð 4. september 2020.

323 fengið vernd eða mannúðarleyfi það sem af er ári

Details
18 Ágúst 2020

Útlendingastofnun hefur veitt 323 einstaklingum alþjóðlega vernd, viðbótarvernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum það sem af er árinu 2020. Til samanburðar fengu 376 einstaklingar jákvæða niðurstöðu í efnismeðferð hjá stofnuninni á síðasta ári. Langflestir þeirra sem fengið hafa vernd á þessu ári eru ríkisborgarar Venesúela (125) en næst koma ríkisborgarar Írak (36) og Afganistan (25), sjá nánar hér.

Á fyrstu sjö mánuðum ársins bárust stofnuninni 368 umsóknir um vernd en ferðatakmarkanir vegna Covid-19 faraldursins og áhrif sóttvarnaráðstafana á flugframboð til landsins höfðu greinileg áhrif á fjölda umsókna, eins og myndin hér að neðan sýnir.

Umsækjendur um vernd eftir mánuðum 2018 til 2020

Fyrir upphaf faraldursins komu flestir umsækjendur um vernd frá Venesúela en frá því umsóknum fjölgaði á nýjan leik eftir miðjan júní hefur stærstur hluti umsókna komið frá ríkisborgurum Íraks og Sýrlands, sjá nánar hér. Tæp 80% umsækjenda um vernd í júlí njóta nú þegar alþjóðlegrar verndar í öðru Evrópuríki, flestir í Grikklandi og Ungverjalandi.

Þegar í mars sl. ákvað Útlendingastofnun að taka tillit til afleiðinga Covid-19 faraldursins við mat sitt á því hvort taka skyldi Dyflinnarmál (mál þar sem annað Evrópuríki ber ábyrgð á umsókn um vernd) og verndarmál (mál þar sem umsækjandi hefur þegar hlotið alþjóðlega vernd í öðru Evrópuríki) til efnismeðferðar hér á landi (sjá nánar hér).

Fram til þessa hefur stofnunin ákveðið að 124 Dyflinnar- og verndarmál skuli fá efnislega meðferð hér, með hliðsjón af áhrifum faraldursins á tímafresti annars vegar og einstaklingsbundið mat á aðstæðum í viðkomandi ríki hins vegar. Í 61 þessara mála höfðu þegar verið teknar ákvarðanir ýmist á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar eða verndar í öðru ríki og voru þær afturkallaðar. 35 af umsóknunum 124 hafa þegar verið afgreiddar í efnislegri meðferð; átta einstaklingar fengu dvalarleyfi af mannúðarástæðum, 24 var veitt vernd eða viðbótarvernd og þremur var synjað.

Heimild til dvalar án dvalarleyfis eða áritunar framlengd til 10. september

Details
10 Ágúst 2020

Erlendir ríkisborgarar sem staddir eru hér á landi og komast ekki til síns heima vegna ferðatakmarkana, sóttkvíar eða einangrunar mega dvelja hér á landi án dvalarleyfis eða vegabréfsáritunar til og með 10. september 2020, samkvæmt tilkynningu dómsmálaráðuneytisins.

Um er að ræða framlengingu á heimild sem bætt var við reglugerð um útlendinga með bráðabirgðaákvæði í byrjun apríl.

Um hverja gildir bráðabirgðaákvæðið?

Ákvæðið gildir um útlendinga sem dvöldu hér á landi fyrir innleiðingu ferðatakmarkana þann 20. mars 2020 á grundvelli:

  • dvalarleyfis, sem nú er útrunnið eða rennur út áður en viðkomandi getur yfirgefið landið,
  • áritunar, sem nú er útrunnin eða rennur út áður en viðkomandi getur yfirgefið landið,
  • áritunarfrelsis, en mun hafa dvalið lengur en 90 daga á Schengen svæðinu áður en viðkomandi getur yfirgefið landið.

Vinsamlegast athugið að ákvæðið nær aðeins til þeirra sem komast ekki til síns heima vegna ferðatakmarkana, sóttkvíar eða einangrunar.

Um hverja gildir bráðabirgðaákvæðið ekki?

Ákvæðið gildir ekki um útlendinga sem voru í ólögmætri dvöl fyrir 20. mars 2020 og kemur ekki í veg fyrir frávísun eða brottvísun á þeim grundvelli eða öðrum grundvelli samkvæmt ákvæðum útlendingalaga.

Vinsamlegast athugið að skortur á beinum flugsamgöngum til heimalands, hár kostnaður við ferðalög eða annað óhagræði af því að ferðast um þessar mundir eru ekki ástæður sem heimila dvöl án dvalarleyfis eða áritunar.

Fleiri greinar...

  1. Ferðatakmörkunum aflétt gagnvart íbúum nokkurra ríkja utan Schengen svæðisins
  2. Ferðalög til Íslands og ferðatakmarkanir
  3. Heimild til dvalar án dvalarleyfis eða áritunar framlengd til 10. ágúst
  4. Dvalarleyfi fyrir námsmenn
Síða 5 af 42
  • Fyrsta
  • Fyrri
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • Næsta
  • Síðasta
  • Útlendingastofnun
  • Fréttir
  • Greinar
  • Tölfræði
    • Tölfræði leyfasviðs
    • Tölfræði verndarsviðs
  • Ársskýrslur
  • Stefnur Útlendingastofnunar
    • Stefna Útlendingastofnunar til ársins 2023
    • Launastefna
    • Jafnlaunastefna
    • Tungumálastefna
    • Persónuverndarstefna
  • Skipurit
  • Gjaldskrá
  • Eyðublöð
  • Afgreiðslutími
  • Samstarfssamningar
  • Lög og reglugerðir
  • Algengar spurningar
    • Dvalarleyfi
    • Alþjóðleg vernd
    • Vegabréfsáritanir
    • Íslenskur ríkisborgararéttur
    • Túlkanir og þýðingar
  • Hafa samband
  • COVID-19

Tenglar

  • Dómsmálaráðuneytið
  • Kærunefnd útlendingamála
  • New in Iceland
  • Fjölmenningarsetur
  • Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna
  • Mannréttindaskrifstofa
  • Vinnumálastofnun
  • Þjóðskrá
  • Persónuvernd

Upplýsingar

  • Útlendingastofnun
  • Dvalarleyfi
  • Áritanir
  • Ríkisborgararéttur
  • Alþjóðleg vernd

OPNUNARTÍMI

Mánudaga til fimmtudaga 9 - 14
Föstudaga 9 - 12

Sími: 444 0900

Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Staðsetning

Útlendingastofnun | Dalvegi 18 | 201 Kópavogi | 444 0900 | utl@utl.is

Kt. 670269-6399 | Rkn. 0515-26-410424 

Jafnlaunavottun adalmerki 2020 2023 f ljosan grunn hr monitor 2020