• Íslenska
  • English (UK)

Sidebar

  • Heim
  • Um Útlendingastofnun
    • Útlendingastofnun
    • Fréttir
    • Greinar
    • Tölfræði
      • Tölfræði leyfasviðs
      • Tölfræði verndarsviðs
    • Ársskýrslur
    • Stefnur Útlendingastofnunar
      • Stefna Útlendingastofnunar til ársins 2023
      • Launastefna
      • Jafnlaunastefna
    • Skipurit
    • Gjaldskrá
    • Eyðublöð
    • Afgreiðslutími
    • Samstarfssamningar
    • Lög og reglugerðir
    • Algengar spurningar
    • Hafa samband
    • COVID-19
  • Eyðublöð
  • Afgreiðslutími
  • Tímabókanir
  • Algengar spurningar
  • Lög og reglugerðir
  • Tölfræði
    • Tölfræði leyfasviðs
    • Tölfræði verndarsviðs
  1. Heim
  2. Um Útlendingastofnun
  3. Fréttir

Heimild til dvalar án dvalarleyfis eða áritunar framlengd til 10. september

Details
10 Ágúst 2020

Erlendir ríkisborgarar sem staddir eru hér á landi og komast ekki til síns heima vegna ferðatakmarkana, sóttkvíar eða einangrunar mega dvelja hér á landi án dvalarleyfis eða vegabréfsáritunar til og með 10. september 2020, samkvæmt tilkynningu dómsmálaráðuneytisins.

Um er að ræða framlengingu á heimild sem bætt var við reglugerð um útlendinga með bráðabirgðaákvæði í byrjun apríl.

Um hverja gildir bráðabirgðaákvæðið?

Ákvæðið gildir um útlendinga sem dvöldu hér á landi fyrir innleiðingu ferðatakmarkana þann 20. mars 2020 á grundvelli:

  • dvalarleyfis, sem nú er útrunnið eða rennur út áður en viðkomandi getur yfirgefið landið,
  • áritunar, sem nú er útrunnin eða rennur út áður en viðkomandi getur yfirgefið landið,
  • áritunarfrelsis, en mun hafa dvalið lengur en 90 daga á Schengen svæðinu áður en viðkomandi getur yfirgefið landið.

Vinsamlegast athugið að ákvæðið nær aðeins til þeirra sem komast ekki til síns heima vegna ferðatakmarkana, sóttkvíar eða einangrunar.

Um hverja gildir bráðabirgðaákvæðið ekki?

Ákvæðið gildir ekki um útlendinga sem voru í ólögmætri dvöl fyrir 20. mars 2020 og kemur ekki í veg fyrir frávísun eða brottvísun á þeim grundvelli eða öðrum grundvelli samkvæmt ákvæðum útlendingalaga.

Vinsamlegast athugið að skortur á beinum flugsamgöngum til heimalands, hár kostnaður við ferðalög eða annað óhagræði af því að ferðast um þessar mundir eru ekki ástæður sem heimila dvöl án dvalarleyfis eða áritunar.

Ferðatakmörkunum aflétt gagnvart íbúum nokkurra ríkja utan Schengen svæðisins

Details
15 Júlí 2020

Uppfært 4. nóvember 2020

Athugið að nýjustu upplýsingar um ferðatakmarkanir til Íslands vegna covid-19 verður héðan í frá að finna á vef lögreglunnar:

Um ferðatakmarkanir til Íslands vegna COVID-19






Upplýsingarnar hér að neðan hafa verið uppfærðar í samræmi við reglugerð um breytingu á reglugerð um för yfir landamæri frá 10. ágúst sl.


Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að framlengja ferðatakmarkanir ESB og Schengen ótímabundið en afnema jafnframt takmarkanir gagnvart íbúum tiltekinna ríkja í samræmi við lista aðildarríkja ESB. 

Erlendum ríkisborgurum öðrum en þeim sem taldir eru upp hér að neðan er áfram óheimilt að koma til Íslands nema þeir geti sýnt fram á að för þeirra sé vegna brýnna erinda.

 

Til hverra ná ferðatakmarkanirnar ekki?

Ferðatakmarkanir gilda ekki um:

  1. Ríkisborgara aðildarríkja EES og EFTA (þ.m.t. Bretland) sem og ríkisborgara Andorra, Mónakó, San Marínó og Vatíkansins.

  2. Erlenda ríkisborgara með gilt dvalarleyfi eða annars konar dvalar- eða búseturétt á Íslandi eða í öðru EES/EFTA ríki (þ.m.t. Bretlandi), Andorra, Mónakó, San Marínó eða Vatíkaninu.

  3. Aðstandendur Íslendinga, EES/EFTA-borgara (þ.m.t. breskir ríkisborgarar), ríkisborgara Andorra, Mónakó, San Marínó eða Vatíkansins sem og aðstandendur dvalarleyfishafa á Íslandi eða í öðru EES/EFTA ríki (þ.m.t. Bretlandi), Andorra, Mónakó, San Marínó eða Vatíkaninu. Með aðstandendum er átt við maka, sambúðarmaka, afkomendur og ættingja í beinan legg.

  4. Erlenda ríkisborgara sem eru í nánu parasambandi, sem staðið hefur um lengri tíma, með einstaklingi sem er löglega búsettur hér á landi. Athugið að ákvæðið nær ekki til aðila sem eru í nánu parasambandi við íslenska ríkisborgara sem búsettir eru erlendis.

  5. Erlenda ríkisborgara sem hafa sannanlega búsetu í og eru að koma til landsins frá einu af eftirtöldum ríkjum:

    Ástralíu, Georgíu, Japan, Kanada, Nýja Sjálandi, Rúanda, Suður Kóreu, Tælandi, Túnis og Úrúgvæ.


Vinsamlegast athugið að áritunarskyldir einstaklingar þurfa eftir sem áður að fá útgefna vegabréfsáritun til að mega ferðast til Íslands. Reglur um vegabréfsáritanir geta því takmarkað rétt einstaklinga til að koma til landsins jafnvel þótt ferðatakmarkanirnar nái ekki til þeirra.

Hvaða gögnum þarf að framvísa til að mega koma inn í landið?

1. Ríkisborgarar aðildarríkja EES og EFTA (þ.m.t. Bretland) sem og ríkisborgarar Andorra, Mónakó, San Marínó og Vatíkansins Gildum ferðaskilríkjum

2. Erlendir ríkisborgarar með gilt dvalarleyfi eða annars konar dvalar- eða búseturétt á Íslandi eða í öðru EES/EFTA ríki (þ.m.t. Bretlandi), Andorra, Mónakó, San Marínó eða Vatíkaninu

Gildum ferðaskilríkjum og gildu dvalarleyfiskorti 

3. Makar Íslendinga, EES/EFTA-borgara (þ.m.t. Bretar), ríkisborgara Andorra, Mónakó, San Marínó eða Vatíkansins sem og makar dvalarleyfishafa á Íslandi eða í öðru EES/EFTA ríki (þ.m.t. Bretlandi), Andorra, Mónakó, San Marínó eða Vatíkaninu

Gildum ferðaskilríkjum og staðfestu hjónavígsluvottorði*

3. Afkomendur og ættingjar Íslendinga, EES/EFTA-borgara (þ.m.t. Bretar), ríkisborgara Andorra, Mónakó, San Marínó eða Vatíkansins í beinan legg sem og afkomendur og ættingjar dvalarleyfishafa á Íslandi eða í öðru EES/EFTA ríki (þ.m.t. Bretlandi), Andorra, Mónakó, San Marínó eða Vatíkaninu í beinan legg

Gildum ferðaskilríkjum og staðfestu fæðingarvottorði* sem sýnir fram á tengsl

3. Sambúðarmakar Íslendinga, EES/EFTA-borgara (þ.m.t. Bretar), ríkisborgara Andorra, Mónakó, San Marínó eða Vatíkansins sem og sambúðarmakar dvalarleyfishafa á Íslandi eða í öðru EES/EFTA ríki (þ.m.t. Bretlandi), Andorra, Mónakó, San Marínó eða Vatíkaninu

Gildum ferðaskilríkjum og staðfestu sambúðarvottorði*
4. Aðilar í nánu parasambandi, sem staðið hefur um lengri tíma, með einstaklingi sem er löglega búsettur hér á landi. Gildum ferðaskilríkjum og staðfestingu á löglegri búsetu kærasta/kærustu hér á landi (búsetuvottorð frá Þjóðskrá).
Athugið að til þess getur komið að staðfestingar á nánu parasambandi sé óskað á landamærum.

5. Erlendir ríkisborgarar sem hafa sannanlega búsetu í og eru að koma til landsins frá einu af eftirtöldum ríkjum: 
Ástralíu, Georgíu, Japan, Kanada, Nýja Sjálandi, Rúanda, Suður Kóreu, Tælandi, Túnis, Úrúgvæ.

Gildum ferðaskilríkjum, gögnum sem staðfesta búsetu í einu þessara ríkja (t.d. dvalarleyfi, atvinnuleyfi, nafnskírteini eða ökuskírteini sem útgefin eru af viðkomandi búseturíki) og gögnum sem staðfesta að farþegi sé að koma til Íslands frá viðkomandi ríki (gögn sem staðfesta ferðaleið).


* Með staðfestu vottorði er átt við að opinbert stjórnvald sem til þess hefur heimild hafi vottað útgáfu skjalsins. Vottorðum á öðrum tungumálum en ensku eða norðurlandamáli þarf að fylgja þýðing á ensku.

Skilyrðin hér að ofan gilda um alla þá sem koma inn á Schengen svæðið á Íslandi óháð því hvort þeir ætli sér að ferðast héðan áfram til annarra aðildarríkja Schengen samstarfsins.

Frá og með 15. júní eiga ofan taldir einstaklingar þess kost að fara í sýnatöku vegna COVID-19 við komuna til landsins í stað 14 daga sóttkvíar, sjá nánari upplýsingar á covid.is.

Undanþágur vegna brýnna erinda

Erlendir ríkisborgarar aðrir en þeir sem taldir eru upp hér að ofan eru undanþegnir ferðatakmörkununum ef þeir koma til landsins í brýnum erindagjörðum, þ. á m.:

  1. farþegar í gegnumferð,
  2. starfsfólk á sviði heilbrigðisþjónustu og öldrunarþjónustu,
  3. starfsfólk sem sinnir flutningum á vöru og þjónustu,
  4. einstaklingar sem hafa þörf á alþjóðlegri vernd,
  5. einstaklingar sem þurfa að ferðast vegna brýnna aðstæðna í fjölskyldu sinni,
  6. diplómatar, starfsmenn alþjóðastofnana, meðlimir herliðs og starfsmenn sem sinna mannúðaraðstoð,
  7. námsmenn, athugið að sýna þarf fram á að tilgangur ferðar sé að sækja skipulagt nám/námskeið,
  8. einstaklingar sem þurfa nauðsynlega að ferðast vegna starfa sem teljast efnahagslega mikilvæg og störf þeirra geta ekki verið framkvæmd síðar eða erlendis.

Athugið að ekki eru veittar undanþágur fyrir ferðamennsku af neinu tagi.

Vinsamlegast athugið að námsmönnum sem eru skráðir í háskólanám á Íslandi nægir að framvísa staðfestingu á skólavist við íslenskan háskóla ásamt gildum ferðaskilríkjum til að mega koma inn í landið.

Einstaklingar sem þurfa nauðsynlega að ferðast vegna starfa geta óskað eftir staðfestingu á undanþágu frá ferðatakmörkunum með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Takmörkuð útgáfa vegabréfsáritana

Þar sem útgáfa vegabréfsáritana liggur niðri í mörgum löndum sem gefa út áritanir fyrir Íslands hönd gætu einstaklingar sem þurfa áritun til að ferðast til Íslands þurft að fresta för sinni þar til útgáfa áritana hefst á nýjan leik.

Einstaklingar sem þurfa áritun til að mega ferðast til Íslands geta haft samband við utanríkisráðuneytið sem veitir upplýsingar um útgáfu áritana, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Ferðalög til Íslands og ferðatakmarkanir

Details
24 Júní 2020

Vegna mikils fjölda fyrirspurna sem berast stofnuninni á hverjum degi viljum við koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri.

Ferðatakmarkanir til Íslands

Erlendum ríkisborgurum, sem eru ekki ríkisborgarar EES/EFTA eða Bretlands, er almennt óheimilt að koma til Íslands. Þetta á þó ekki við um þá sem eru með gilt dvalarleyfi á Íslandi eða einhverju öðru EES/EFTA ríki eða eru fjölskyldumeðlimir íslenskra eða EES/EFTA ríkisborgara. Nánari upplýsingar um undanþágur frá ferðatakmörkunum til Íslands.

Ef þú telur að þú eða fjölskylda þín sé undanþegin ferðatakmörkunum, má senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Fastur á Íslandi

Erlendir ríkisborgarar, sem staddir eru hér á landi og komast ekki til síns heima vegna ferðatakmarkana, sóttkvíar eða einangrunar, mega dvelja hér á landi án dvalarleyfis eða vegabréfsáritunar til og með 10. ágúst 2020. Nánari upplýsingar um heimild til dvalar án dvalarleyfis.

Ferðalög til Íslands

Upplýsingar um ferðalög til Íslands, aðgerðir stjórnvalda vegna Covid-19 s.s. um sóttkví og skimun eru á covid.is. 

Frekari spurningar varðandi ferðalög til Íslands, má senda í gegnum spurningagátt á covid.is en vegna fjölda fyrirspurna getur tekið nokkra daga að svara fyrirspurn þinni.

Heimild til dvalar án dvalarleyfis eða áritunar framlengd til 10. ágúst

Details
22 Júní 2020

Erlendir ríkisborgarar sem staddir eru hér á landi og komast ekki til síns heima vegna ferðatakmarkana, sóttkvíar eða einangrunar mega dvelja hér á landi án dvalarleyfis eða vegabréfsáritunar til og með 10. ágúst 2020.

Um er að ræða framlengingu á heimild sem bætt var við reglugerð um útlendinga með bráðabirgðaákvæði í byrjun apríl.

Um hverja gildir bráðabirgðaákvæðið?

Ákvæðið gildir um útlendinga sem dvöldu hér á landi fyrir innleiðingu ferðatakmarkana þann 20. mars 2020 á grundvelli:

  • dvalarleyfis, sem nú er útrunnið eða rennur út áður en viðkomandi getur yfirgefið landið,
  • áritunar, sem nú er útrunnin eða rennur út áður en viðkomandi getur yfirgefið landið,
  • áritunarfrelsis, en mun hafa dvalið lengur en 90 daga á Schengen svæðinu áður en viðkomandi getur yfirgefið landið.

Vinsamlegast athugið að ákvæðið nær aðeins til þeirra sem komast ekki til síns heima vegna ferðatakmarkana, sóttkvíar eða einangrunar.

Um hverja gildir bráðabirgðaákvæðið ekki?

Ákvæðið gildir ekki um útlendinga sem voru í ólögmætri dvöl fyrir 20. mars 2020 og kemur ekki í veg fyrir frávísun eða brottvísun á þeim grundvelli eða öðrum grundvelli samkvæmt ákvæðum útlendingalaga.

Vinsamlegast athugið að skortur á beinum flugsamgöngum til heimalands, hár kostnaður við ferðalög eða annað óhagræði af því að ferðast um þessar mundir eru ekki ástæður sem heimila dvöl án dvalarleyfis eða áritunar.

Þarf ég að óska eftir heimild til að dvelja lengur á landinu?

Nei, ekki þarf að óska eftir heimild til að dvelja lengur á landinu. Ákvæðið veitir þeim sem hún nær til sjálfkrafa heimild til að dvelja lengur á landinu án dvalarleyfis eða vegabréfsáritunar.

Hvað má ég dvelja lengi á landinu?

Erlendir ríkisborgarar í þessari stöðu eru beðnir um að yfirgefa landið eins fljótt og ferðatakmarkanir, sóttkví eða einangrun koma ekki í veg fyrir að þeir komist til síns heima eða í síðasta lagi 10. ágúst 2020.

Dvalarleyfi fyrir námsmenn

Details
18 Júní 2020

Dvalarleyfateymi Útlendingastofnunar er nú önnum kafið við að afgreiða umsóknir um dvalarleyfi fyrir námsmenn fyrir komandi skólaár.

Hvað tekur langan tíma að afgreiða umsóknina þína?

Stofnunin reynir eftir fremsta megni að afgreiða allar umsóknir fyrir upphaf haustannar en við getum aðeins ábyrgst að umsóknir sem berast með fullnægjandi fylgigögnum fyrir 1. júlí verði afgreiddar í tæka tíð.

Vinsamlegast athugið að Útlendingastofnun getur ekki tekið á móti umsóknum um rafrænum hætti. Umsóknir þarf að senda með bréfpósti eða skila í póstkassa í anddyri stofnunarinnar (frá 8 til 16 virka daga).

Þú getur athugað hvaða umsóknir hafa verið teknar til vinnslu á upplýsingasíðu vefsins um afgreiðslutíma. Ef þú lagðir inn umsókn þína eða greiddir fyrir hana síðar en dagsetningin sem fram kemur í töflunni, hefur umsókn þín ekki verið tekin til afgreiðslu.

Tölvupóstar og símtöl til stofnunarinnar með fyrirspurnum um stöðu umsóknar flýta ekki fyrir afgreiðslunni. Við munum hafa samband við þig ef umsókn þín eða fylgigögn eru ófullnægjandi og þegar leyfið hefur verið veitt.

Hvað getur þú gert til að flýta fyrir afgreiðslu umsóknar?

  • Gættu þess að láta öll nauðsynleg fylgigögn fylgja með umsókn, lista yfir þau gögn sem þurfa að fylgja er að finna hér.
  • Gættu þess að fylgigögnin uppfylli gagnakröfur stofnunarinnar.

Einkum þarftu að gæta þess að sakavottorðið sem þú leggur fram hafi verið gefið út af æðsta yfirvaldi sem heimilt er að gefa út slíkt vottorð í viðkomandi landi. Vottorðið þarf að sýna að leitað hafi verið í gagnagrunnum alls landsins en ekki einungis á ákveðnum svæðum (t.d. ríkjum eða fylkjum). Fyrir nema frá Bandaríkjunum þýðir þetta að þeir þurfa að skila inn FBI sakavottorði, Kanadabúar þurfa að skila inn RCMP vottorði og nemar frá Taílandi þurfa að skila inn vottorði sem gefið er út af Royal Thai Police.

  • Gættu þess að þú uppfyllir skilyrði um trygga sjálfstæða framfærslu og að þú sýnir fram á trygga framfærslu þína með fullnægjandi hætti.

Fleiri greinar...

  1. Upplýsingar til komufarþega til Íslands eftir 15. júní
  2. Tímapantanir áfram nauðsynlegar í afgreiðslu
  3. Flýtimeðferð umsókna á grundvelli atvinnuþátttöku hafin á ný
  4. Heimild til dvalar án dvalarleyfis eða áritunar framlengd til 1. júlí
Síða 5 af 41
  • Fyrsta
  • Fyrri
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • Næsta
  • Síðasta
  • Útlendingastofnun
  • Fréttir
  • Greinar
  • Tölfræði
    • Tölfræði leyfasviðs
    • Tölfræði verndarsviðs
  • Ársskýrslur
  • Stefnur Útlendingastofnunar
    • Stefna Útlendingastofnunar til ársins 2023
    • Launastefna
    • Jafnlaunastefna
  • Skipurit
  • Gjaldskrá
  • Eyðublöð
  • Afgreiðslutími
  • Samstarfssamningar
  • Lög og reglugerðir
  • Algengar spurningar
  • Hafa samband
  • COVID-19

Tenglar

  • Dómsmálaráðuneytið
  • Kærunefnd útlendingamála
  • Rauði krossinn
  • Fjölmenningarsetur
  • Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna
  • Mannréttindaskrifstofa
  • Vinnumálastofnun
  • Þjóðskrá
  • Persónuvernd

Upplýsingar

  • Útlendingastofnun
  • Dvalarleyfi
  • Áritanir
  • Ríkisborgararéttur
  • Alþjóðleg vernd

OPNUNARTÍMI

Mánudaga til fimmtudaga 9 - 14
Föstudaga 9 - 12

Sími: 444 0900

Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Staðsetning

Útlendingastofnun | Dalvegi 18 | 201 Kópavogi | 444 0900 | utl@utl.is

Kt. 670269-6399 | Rkn. 0515-26-410424 

Jafnlaunavottun adalmerki 2020 2023 f ljosan grunn hr monitor 2020