• Íslenska
  • English (UK)

Sidebar

  • Heim
  • Um Útlendingastofnun
    • Útlendingastofnun
    • Fréttir
    • Greinar
    • Tölfræði
      • Tölfræði leyfasviðs
      • Tölfræði verndarsviðs
    • Ársskýrslur
    • Stefnur Útlendingastofnunar
      • Stefna Útlendingastofnunar til ársins 2023
      • Launastefna
      • Jafnlaunastefna
      • Tungumálastefna
      • Persónuverndarstefna
    • Skipurit
    • Gjaldskrá
    • Eyðublöð
    • Afgreiðslutími
    • Samstarfssamningar
    • Lög og reglugerðir
    • Algengar spurningar
      • Dvalarleyfi
      • Alþjóðleg vernd
      • Vegabréfsáritanir
      • Íslenskur ríkisborgararéttur
      • Túlkanir og þýðingar
      • Upplýsingar fyrir ríkisborgara Úkraínu
    • Hafa samband
  • Eyðublöð
  • Afgreiðslutími
  • Tímabókanir
  • Hafa samband
  • Algengar spurningar
  • Tölfræði
    • Tölfræði leyfasviðs
    • Tölfræði verndarsviðs
  1. Heim
  2. Um Útlendingastofnun
  3. Fréttir
  4. 800 umsóknir um vernd og 790 lokin mál 2018

800 umsóknir um vernd og 790 lokin mál 2018

Details
21 Jan. 2019

Árið 2018 voru umsóknir um alþjóðlega vernd á Íslandi 800. Stærstu hópar umsækjenda komu frá Írak og Albaníu. Umsóknum frá ríkisborgurum ríkja á lista yfir örugg upprunaríki fækkaði um tvo þriðju milli ára en umsóknum frá ríkisborgurum annarra ríkja fjölgaði. 

Meðalmálsmeðferðartími allra umsókna sem afgreiddar voru með ákvörðun á árinu var 156 dagar en mál í forgangsmeðferð voru að jafnaði afgreidd á fimm dögum. 160 einstaklingum var veitt vernd, viðbótarvernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum með ákvörðun Útlendingastofnunar. Að meðtöldum þeim sem fengu veitingu hjá kærunefnd útlendingamála og vernd sem aðstandendur eða í boði stjórnvalda er heildarfjöldinn 288.

Umsóknir um vernd frá 70 ríkjum

Umsækjendur um alþjóðlega vernd árið 2018 voru af 70 þjóðernum. Heildarfjöldi umsókna (800) var lægri en undanfarin tvö ár (2017: 1096 og 2016: 1133), samsetning hópsins var önnur og dreifing umsókna milli mánaða enn fremur jafnari en verið hefur, eins og sjá má á myndunum hér að neðan.

ums 2015 20182


Um fjórðungur umsækjenda kom frá ríkjum á lista yfir örugg upprunaríki (193) en það er mikil fækkun borið saman við undanfarin tvö ár þegar rúmur helmingur umsækjenda kom frá öruggum upprunaríkjum. Umsóknum frá öðrum en öruggum upprunaríkjum fjölgaði hins vegar um 16% milli áranna 2017 og 2018 en meirihluti þeirra barst á síðari helmingi ársins.

Stærstu hópar umsækjenda komu frá Írak (112) og Albaníu (108) en fjölmennastir þar á eftir voru Sómalar (53), Afganar (46) og Pakistanar (45). 73% umsækjenda voru karlkyns og 27% kvenkyns; 77% umsækjenda voru fullorðnir og 23% yngri en 18 ára.

thjod kyn 2018


Af heildarfjölda umsækjenda voru 60 að sækja um alþjóðlega vernd hér á landi öðru sinni og átta umsóknir komu frá börnum sem fæddust hér á landi á meðan mál foreldra þeirra voru til meðferðar hjá stjórnvöldum. 18 umsækjendur kváðust vera fylgdarlaus ungmenni.

Frekari upplýsingar um skiptingu umsækjenda um alþjóðlega vernd eftir þjóðerni, kyni og aldri er að finna á tölfræðisíðu vefsins.

Í upphafi ársins 2019 biðu 430 einstaklingar eftir niðurstöðu umsókna sinna hjá Útlendingastofnun. Flestir þeirra eru ríkisborgarar Írak, Sómalíu og Nígeríu.


Lyktir afgreiddra mála á árinu

Útlendingastofnun afgreiddi 790 umsóknir um alþjóðlega vernd árið 2018, samanborið við 976 afgreidd mál árið 2017. Fækkun afgreiddra mála skýrist fyrst og fremst af fækkun bersýnilega tilhæfulausra umsókna frá öruggum upprunaríkjum, svokölluðum forgangsmálum.

406 umsóknir voru teknar til efnislegrar meðferðar en þar af voru 111 mál afgreidd með ákvörðun í forgangsmeðferð. 152 mál voru afgreidd með ákvörðun um endursendingu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, 70 mál voru afgreidd með synjun á grundvelli þess að viðkomandi höfðu þegar fengið alþjóðlega vernd í öðru ríki og 162 umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka eða hurfu frá þeim.

Lyktir mála 2018


Af þeim 406 málum sem Útlendingastofnun tók til efnislegrar meðferðar lauk 160 með ákvörðun um veitingu alþjóðlegrar verndar (109), viðbótarverndar (40) eða dvalarleyfis af mannúðarástæðum (11) og 246 með ákvörðun um synjun.

niðurst efnis 2018


Flestar veitingar voru til umsækjenda frá Írak (47), Afganistan (14) og Sýrlandi (14) en flestir þeirra sem var synjað komu frá Georgíu (65) og Albaníu (56). Nánari upplýsingar um niðurstöður afgreiddra mála eftir ríkisfangi er að finna á tölfræðisíðu vefsins.


Heildarfjöldi veitinga 2018

Auk þeirra 160 einstaklinga sem var veitt alþjóðleg vernd, viðbótarvernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum með ákvörðun Útlendingastofnunar fengu 35 alþjóðlega vernd eða mannúðarleyfi hjá kærunefnd útlendingamála, 41 einstaklingur fékk alþjóðlega vernd og dvalarleyfi hér á landi sem aðstandandi flóttamanns og 52 einstaklingar komu hingað til lands og fengu alþjóðlega vernd í boði íslenskra stjórnvalda (kvótaflóttamenn). Samtals fengu því 288 einstaklingar alþjóðlega vernd, viðbótarvernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum hér á landi árið 2018.

veitingar heild 2018 leidr



Málsmeðferðartími

Afgreiðslutími umsókna um alþjóðlega vernd hjá Útlendingastofnun lengdist úr 121 degi í 156 daga að meðaltali milli áranna 2017 og 2018 þegar borin eru saman öll mál áranna. Ein af ástæðum þessa er sú þunga áhersla sem lögð hefur verið á afgreiðslu umsókna frá öruggum upprunaríkjum í forgangsmeðferð, sem óhjákvæmilega hafði neikvæð áhrif á afgreiðslu annarra mála. Samhliða því varð sú breyting á samsetningu umsækjendahópsins að bersýnilega tilhæfulausum umsóknum frá ríkisborgurum öruggra upprunaríkja fækkaði verulega á meðan öðrum umsóknum, sem eru þyngri í vinnslu, fjölgaði.

Mikill árangur náðist á árinu við afgreiðslu umsókna með ákvörðun í forgangsmeðferð en afgreiðslutími þeirra styttist úr 69 dögum að meðtaltali árið 2017 í fimm daga að meðaltali árið 2018. Umsækjendur frá öruggum upprunaríkjum sem drógu umsóknir sínar til baka áður en ákvörðun hafði verið tekin gerðu það enn fremur að jafnaði innan við þremur dögum frá umsókn.

mmmt 2016 2018
Afgreiðslutími umsókna sem afgreiddar voru með ákvörðun um endursendingu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar lengdist úr 88 dögum í 115 daga að meðaltali og afgreiðslutími umsókna í hefðbundinni efnismeðferð lengdist úr 191 degi í 220 daga að meðaltali. Eins og áður sagði skýrist það annars vegar af fjölgun slíkra mála og hins vegar áherslunni á afgreiðslu forgangsmála frá því í lok ársins 2017. Eins og sjá má á myndinni hér að neðan lengdist málsmeðferðartíminn í upphafi ársins en hefur farið lækkandi síðan um mitt ár.

mmmt 2018


Fjöldi umsækjenda í þjónustu

Einstaklingum í þjónustu í verndarkerfinu fækkaði framan af árinu 2018 en fjölgaði aftur á síðari helmingi ársins, samhliða fjölgun umsókna ríkisborgara frá öðrum en öruggum upprunaríkjum.

fjoldi i thjonustu 2018b


Í upphafi árs 2019 nutu um 570 einstaklingar þjónustu hjá ríki og sveitarfélögum. Um 290 einstaklingar voru í þjónustu hjá félagsþjónustu Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðarkaupstaðar og Reykjanesbæjar á grundvelli þjónustusamninga við Útlendingastofnun. Móttöku- og þjónustuteymi Útlendingastofnunar veittu um 280 einstaklingum þjónustu.

Uppfært 23.9.2019

  • Útlendingastofnun
  • Fréttir
  • Greinar
  • Tölfræði
    • Tölfræði leyfasviðs
    • Tölfræði verndarsviðs
  • Ársskýrslur
  • Stefnur Útlendingastofnunar
    • Stefna Útlendingastofnunar til ársins 2023
    • Launastefna
    • Jafnlaunastefna
    • Tungumálastefna
    • Persónuverndarstefna
  • Skipurit
  • Gjaldskrá
  • Eyðublöð
  • Afgreiðslutími
  • Samstarfssamningar
  • Lög og reglugerðir
  • Algengar spurningar
    • Dvalarleyfi
    • Alþjóðleg vernd
    • Vegabréfsáritanir
    • Íslenskur ríkisborgararéttur
    • Túlkanir og þýðingar
    • Upplýsingar fyrir ríkisborgara Úkraínu
  • Hafa samband

Tenglar

  • Dómsmálaráðuneytið
  • Kærunefnd útlendingamála
  • New in Iceland
  • Fjölmenningarsetur
  • Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna
  • Mannréttindaskrifstofa
  • Vinnumálastofnun
  • Þjóðskrá
  • Persónuvernd

Upplýsingar

  • Útlendingastofnun
  • Dvalarleyfi
  • Áritanir
  • Ríkisborgararéttur
  • Alþjóðleg vernd
  • Persónuverndarstefna

OPNUNARTÍMI

Mánudaga til föstudaga 9 - 14

Símaþjónusta:
Mánudaga til fimmtudaga 9 - 14
Föstudaga 9 - 12

444 0900

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Staðsetning

Útlendingastofnun | Dalvegi 18 | 201 Kópavogi | 444 0900 | utl@utl.is

Kt. 670269-6399 | Rkn. 0515-26-410424 

Jafnlaunavottun adalmerki 2020 2023 f ljosan grunn hrmonitor 2021