Takmörkunum sem verið hafa á útgáfu dvalarleyfiskorta að undanförnu hefur nú verið aflétt.
Til að fá útgefið dvalarleyfiskort þarf Útlendingastofnun að eiga mynd af dvalarleyfishafa í kerfum sínum sem var tekin innan síðustu sex mánaða.
Hægt er að bóka tíma í myndatöku á noona.is. Nauðsynlegt er að gefa upp íslenskt símanúmer ásamt nafni og fæðingardegi/kennitölu við bókun.
Þegar mætt er í myndatöku er mikilvægt að framvísa vegabréfi. Vinsamlegast munið að segja starfsfólki á hvaða heimilisfang skuli senda kortið til að tryggja að það berist á réttan stað þegar það er tilbúið.