New in Iceland - Ráðgjafarstofa fyrir innflytjendur hefur tekið til starfa.
Ráðgjafarstofan hefur það hlutverk að veita innflytjendum leiðbeiningar og upplýsingar um hvernig er að búa á Íslandi. Þjónustan er ókeypis og veitt í trúnaði.
Meðal annars eru veitt svör við spurningum varðandi vinnumarkaðinn, heilbrigðiskerfið, menntun, sjúkratryggingar, löglega skráningu, húsnæðismál, heimilisofbeldi, félagsþjónustu, skattamál, fjármál, fjölskyldumál og margt fleira.
Á Ráðgjafarstofunni er töluð enska, pólska, spænska, portúgalska, arabíska, litáíska, rússneska og íslenska og símatúlkun er í boði fyrir önnur tungumál.
Hægt er að hafa samband með því að hringja, nota netspjall eða senda tölvupóst.