Breytingar hafa verið gerðar á verklagi við afgreiðslu umsókna um dvalarleyfi. Héðan í frá verður heimilt að leggja fram afrit af sakavottorði og þarf afritið hvorki að vera vottað með apostille vottun né keðjustimplun. Vottorðið þarf að ná yfir síðustu 5 ár fyrir framlagningu umsóknar og má ekki vera eldra en 12 mánaða þegar það er lagt fram.
Athugið að í einstökum tilvikum gæti Útlendingastofnun þó þurft að óska eftir vottuðu frumriti sakavottorðs.
Verið er að vinna í því að uppfæra heimasíðuna í samræmi við þessa breytingu.