• Íslenska
  • English (UK)

Sidebar

  • Heim
  • Um Útlendingastofnun
    • Útlendingastofnun
    • Fréttir
    • Greinar
    • Tölfræði
      • Tölfræði leyfasviðs
      • Tölfræði verndarsviðs
    • Ársskýrslur
    • Stefnur Útlendingastofnunar
      • Stefna Útlendingastofnunar til ársins 2023
      • Launastefna
      • Jafnlaunastefna
    • Skipurit
    • Gjaldskrá
    • Eyðublöð
    • Afgreiðslutími
    • Samstarfssamningar
    • Lög og reglugerðir
    • Algengar spurningar
    • Hafa samband
    • COVID-19
  • Eyðublöð
  • Afgreiðslutími
  • Tímabókanir
  • Algengar spurningar
  • Lög og reglugerðir
  • Tölfræði
    • Tölfræði leyfasviðs
    • Tölfræði verndarsviðs
  1. Heim
  2. Um Útlendingastofnun
  3. Fréttir
  4. Íslenska
  5. Útlendingastofnun

Stefna Útlendingastofnunar til ársins 2023

Á undanförnum árum hefur Útlendingastofnun tekist á við mikla fjölgun verkefna samhliða því að þróa og stækka stofnunina. Þar hefur mest munað um fjölgun umsókna um alþjóðlega vernd og stærra hlutverk stofnunarinnar í þjónustu við umsækjendur sem bíða niðurstöðu. Önnur verkefni sem tilheyra kjarnastarfsemi stofnunarinnar hafa einnig vaxið að umfangi, ekki síst útgáfa dvalarleyfa og vegabréfsáritana til landsins, og ljóst er að fjölgun innflytjenda á Íslandi mun á komandi árum leiða til fjölgunar umsókna um íslenskan ríkisborgararétt.

Ljóst er að fjöldi útlendinga sem vill heimasækja landið, setjast hér að eða leita skjóls sveiflast og sýnir reynslan að þeim getur bæði fjölgað og fækkað hratt og án fyrirvara. Brýnt er að Útlendingastofnun sé ávallt í stakk búin að bregðast skjótt við skyndilegri fjölgun umsækjenda enda er sú krafa gerð til stofnunarinnar að hún tryggi sanngjarna og skilvirka afgreiðslu umsókna og veiti jafnt einstaklingum og atvinnulífi góða þjónustu. Þetta kallar á sveigjanleika í starfsemi stofnunarinnar án þess að það megi koma niður á starfsumhverfi og samkeppnishæfni stofnunarinnar um vel þjálfað og hæft starfsfólk.

Við mörkun stefnu Útlendingastofnunar til ársins 2023 var mótuð sú framtíðarsýn að stofnunin

afgreiði á skilvirkan og faglegan hátt öll erindi í þágu umsækjenda og samfélagsins. Þannig mun stofnunin veita framúrskarandi þjónustu sem tekur mið af stefnu stjórnvalda og hagsmunum einstaklinga og atvinnulífs. Útlendingastofnun mun vinna gegn hvers kyns misnotkun með öryggi einstaklingsins að leiðarljósi. Stofnunin verður leiðandi í almennri umræðu og þróun tengdri málaflokkum stofnunarinnar.


Með stuðningi dómsmálaráðuneytisins og ráðgjöfum frá KPMG voru haldnir fundir þar sem öllu starfsfólki var boðið að taka þátt og leggja sitt af mörkum til stefnumótunarinnar. Á meðal þess sem kom út úr þeirri vinnu voru gildi stofnunarinnar: Virðing – Jafnræði – Fagmennska

Gildi UTL

Virðing

Í öllum samskiptum og málsmeðferð stofnunarinnar er einstaklingum og samstarfsaðilum sýnd kurteisi og hlustað á ólík sjónarmið og afstöðu með opnum hug.

Jafnræði

Öllum eru tryggð sömu réttindi og málsmeðferð í samræmi við lög.

Fagmennska

Fagleg og vönduð vinnubrögð sem byggja á upplýstri ákvarðanatöku og skýrum ferlum einkenni alla starfsemi stofnunarinnar. Upplýsingar og ákvarðanir eru settar fram á skýran og skilmerkilegan hátt

Stefnur Útlendingastofnunar

Stefna Útlendingastofnunar til ársins 2023

Launastefna

Jafnlaunastefna

Upplýsingar varðandi COVID-19

Fréttir

6. nóvember 2020: Ný upplýsingasíða um ferðatakmarkanir til Íslands

5. nóvember 2020: Heimild til dvalar til 10. nóvember ekki framlengd

20. október 2020: Takmarkanir á útgáfu áritana

27. ágúst 2020: Skráning einstaklinga sem komast ekki heim vegna Covid-19

10. ágúst 2020: Heimild til dvalar án dvalarleyfis eða áritunar framlengd til 10. september

15. júlí 2020: Ferðatakmörkunum aflétt gagnvart íbúum 12 ríkja utan Schengen svæðisins

22. júní 2020: Heimild til dvalar án dvalarleyfis eða áritunar framlengd til 10. ágúst

9. júní 2020: Upplýsingar til komufarþega til Íslands eftir 15. júní

20. maí 2020: Heimild til dvalar án dvalarleyfis eða áritunar framlengd til 1. júlí

14. maí 2020: Ferðatakmarkanir framlengdar til 15. júní

22. apríl 2020: Öllum sem koma til landsins skylt að fara í sóttkví

17. apríl 2020: Ferðatakmarkanir framlengdar til 15. maí

3. apríl 2020: Upplýsingar fyrir útlendinga sem komast ekki heim vegna COVID-19

31. mars 2020: Flýtimeðferð dvalarleyfa á grundvelli atvinnuþátttöku afnumin tímabundið

27. mars 2020: Tímapantanir nauðsynlegar í afgreiðslu Útlendingastofnunar frá og með 31. mars

23. mars 2020: Ferðatakmarkanir og 14 daga sóttkví fyrir alla sem koma til Íslands

11. mars 2020: Röskun á útgáfu áritana á tilteknum stöðum


Spurningar og svör

Hér að neðan eru tenglar á spurningar og svör á ensku.

Currently in Iceland: Q&A for non EU/EEA nationals

Currently not in Iceland: Q&A for non EU/EEA nationals

Launastefna

Forstjóri ber ábyrgð á launastefnu Útlendingastofnunar. Mannauðsstjóri er fulltrúi stjórnenda varðandi jafnlaunakerfi og er ábyrgur fyrir innleiðingu og viðhaldi þess í samræmi við staðalinn ÍST 85:2012.

Útlendingastofnun greiðir laun í samræmi við gildandi kjarasamninga, þar með talið stofnanasamninga.

Mannauðsstjóri, í samráði við forstjóra, ber formlega ábyrgð á öllum launaákvörðunum og gætir þess að samræmis sé gætt við alla ákvarðanatöku þar um.

Launaákvarðanir skulu byggðar á málefnalegum forsendum, í samræmi við samninga og starfslýsingar sem skulu vera til fyrir öll störf.

Í starfslýsingu komi fram þær kröfur sem gerðar eru til viðkomandi starfs.

Umfang og eðli starfs hefur áhrif á laun og ræðst af fjölmörgum þáttum, svo sem menntun, starfsreynslu, þekkingu, hæfni, ábyrgð, álagi og vinnuaðstæðum.

Starfsfólk getur óskað eftir viðtali við sinn yfirmann um endurskoðun launa. Telji yfirmaður þörf á endurskoðun vísar hann rökstuðningi þar um til mannauðsstjóra.

Jafnlaunastefna

Jafnlaunakerfi fyrir allt starfsfólk Útlendingastofnunar verður innleitt á árinu 2019 og tekur gildi 2.12.2019. Kerfið er meðal annars notað til þess að þróa og framkvæma jafnlaunastefnu stofnunarinnar.

Markmið jafnlaunastefnu UTL er að tryggja launajafnrétti kynjanna. Konum og körlum skulu greidd sömu laun fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf og þar með tryggja jafna stöðu kynjanna innan stofnunarinnar. Stefnan felur í sér skuldbindingu um stöðugar umbætur, eftirlit og viðbrögð auk skuldbindingar um að fylgja lagalegum kröfum og öðrum kröfum sem hafa áhrif á jafnlaunakerfið.

Ábyrgð

Forstjóri ber ábyrgð á jafnlaunakerfinu og að það sé í samræmi við lög nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og að fylgja lagalegum kröfum og öðrum kröfum sem hafa áhrif á jafnlaunakerfið. Mannauðsstjóri er fulltrúi æðstu stjórnenda og ber ábyrgð á innleiðingu og viðhaldi í samræmi við jafnlaunastaðalinn. Mannauðsstjóri ber ábyrgð á að skila skýrslum til æðstu stjórnenda um jafnlaunakerfi, gæði þess og skilvirkni, sem og tilmælum um úrbætur.

Útlendingastofnun skuldbindur sig til að:

  • Innleiða vottað jafnlaunakerfi, skjalfesta og halda við.
  • Fylgja viðeigandi lögum og reglum sem í gildi eru á hverjum tíma.
  • Framkvæma árlega launagreiningu þar sem borin eru saman sömu eða jafnverðmæt störf til að ganga úr skugga um hvort kynbundinn launamunur sé til staðar.
  • Kynna starfsmönnum niðurstöður launagreiningar hvað varðar kynbundinn launamun.
  • Bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugum umbótum og eftirliti.
  • Gera innri úttekt og halda rýni stjórnenda árlega.
  • Birta stefnuna á innri vef og kynna hana öllu starfsfólki.
  • Stefnan sé aðgengileg almenningi á vefsíðu sinni.

Jafnlaunastefnan er órjúfanlegur hluti af launastefnu Útlendingastofnunar.

Um ábyrgð á tölvupósti

Samstarfssamningar

Gjaldskrá

Ársskýrslur

Síða 1 af 3

  • Fyrsta
  • Fyrri
  • 1
  • 2
  • 3
  • Næsta
  • Síðasta
  • Útlendingastofnun
  • Fréttir
  • Greinar
  • Tölfræði
    • Tölfræði leyfasviðs
    • Tölfræði verndarsviðs
  • Ársskýrslur
  • Stefnur Útlendingastofnunar
    • Stefna Útlendingastofnunar til ársins 2023
    • Launastefna
    • Jafnlaunastefna
  • Skipurit
  • Gjaldskrá
  • Eyðublöð
  • Afgreiðslutími
  • Samstarfssamningar
  • Lög og reglugerðir
  • Algengar spurningar
  • Hafa samband
  • COVID-19

Tenglar

  • Dómsmálaráðuneytið
  • Kærunefnd útlendingamála
  • Rauði krossinn
  • Fjölmenningarsetur
  • Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna
  • Mannréttindaskrifstofa
  • Vinnumálastofnun
  • Þjóðskrá
  • Persónuvernd

Upplýsingar

  • Útlendingastofnun
  • Dvalarleyfi
  • Áritanir
  • Ríkisborgararéttur
  • Alþjóðleg vernd

OPNUNARTÍMI

Mánudaga til fimmtudaga 9 - 14
Föstudaga 9 - 12

Sími: 444 0900

Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Staðsetning

Útlendingastofnun | Dalvegi 18 | 201 Kópavogi | 444 0900 | utl@utl.is

Kt. 670269-6399 | Rkn. 0515-26-410424 

Jafnlaunavottun adalmerki 2020 2023 f ljosan grunn hr monitor 2020