Undanfarna mánuði hefur verið mikil röskun á útgáfu áritana í hinum ýmsu löndum m.a. vegna þess að fyrirsvarsríki hafa tímabundið stoppað útgáfu á áritunum.
Ísland reiðir sig töluvert mikið á fyrirsvarssamninga vegna útgáfu á áritunum og hefur þetta í för með sér að einhverjir einstaklingar sem hafa fengið veitt dvalarleyfi geta ekki fengið útgefna áritun. Einnig hefur þetta í för með sér að einstaklingar sem eru undanþegnir ferðatakmörkunum en eru áritunarskyldir hafa ekki alltaf haft kost á að leggja fram umsókn um áritun.
Því miður kemur þetta sér mjög illa fyrir marga en vinna er þó í fullum gangi að fá útgáfu áritana í eðlilegt horf. Sú vinna gæti þó tekið þónokkurn tíma.