Landamæri Íslands eru opin íbúum og ríkisborgurum ESB/EES og EFTA en Ísland fylgir ferðatakmörkunum á ytri landamærum Schengen-svæðisins.
Frá 15. júní munu þeir farþegar sem er heimilt að ferðast til Íslands eiga kost á að fara í sýnatöku vegna COVID-19 á landamærum í stað 14 daga sóttkvíar, samkvæmt tilkynningu stjórnvalda. Að svo stöddu verður ekki hægt að framvísa vottorði um próf erlendis til að fá undanþágu frá sóttkví.
- Áður en farþegar leggja af stað til Íslands ber þeim að fylla út forskráningaform.
- Á Keflavíkurflugvelli og annars staðar þar sem farþegar koma til landsins mun heilsugæslan sjá um sýnatökur.
- Frá og með 1. júlí greiða komufarþegar 11.000 krónur fyrir hvert próf.
- Eftir sýnatöku getur farþeginn farið á sinn áfangastað og er ráðlagt að fara varlega uns niðurstöður eru tilkynntar.
- Niðurstöðu úr prófinu er að vænta innan 24 klukkustunda.
- Ef niðurstaða sýnatöku er jákvæð fer af stað hefðbundið ferli, hringt er í viðkomandi, hann boðaður í blóðprufu m.a. til að ganga úr skugga um hvort hann sé smitandi og hvort grípa þurfi til ráðstafana varðandi smitrakningu og fjarheilbrigðisþjónustu.
- Börn, fædd 2005 og síðar, verða undanþegin kröfum um sóttkví og skimun.
- Farþegar eru hvattir til að hlaða niður smáforritinu, Rakning C-19.
Það athugist að heimilt er að vísa þeim einstaklingum frá landinu sem ekki geta eða vilja fara eftir þeim reglum sem settar hafa verið um sóttkví, einangrun og sýnatöku við landamæri vegna COVID-19 enda teljast þeir einstaklingar geta ógnað almannaheilbrigði.
Allar nánari upplýsingar er að finna á covid.is og í leiðbeiningum sóttvarnalæknis.