Vinnumálastofnun hefur tilkynnt að vegna álags verði útgáfu nýrra atvinnuleyfa frestað að hluta sem og að stofnunin muni ekki geta sinnt beiðnum um flýtimeðferð innan tilskilins tíma.
Í ljósi þess þarf Útlendingastofnunun að afnema flýtimeðferð umsókna um dvalarleyfi á grundvelli atvinnuþátttöku þar til Vinnumálastofnun hefur tök á að afgreiða slíkar beiðnir.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og munum setja út tilkynningu þegar flýtimeðferðin fer aftur í gang.