Þar sem okkur er umhugað um velferð viðskiptavina okkar og viljum geta tryggt lágmarksfjarlægð þeirra á milli, í samræmi við fyrirmæli sóttvarnalæknis, höfum við ákveðið að loka afgreiðslu stofnunarinnar á Dalvegi 18 fyrir aðra en þá sem eiga pantaðan tíma frá og með 31. mars 2020.
Boðið verður upp á tímapantanir í myndatökur sem og fyrir brýn erindi sem ekki er hægt að leysa með öðrum leiðum. Vinsamlegast hringið í 444-0900 til að panta tíma.
Viðskiptavinir eru hvattir til að hafa samband við þjónustuverið til að fá aðstoð við úrlausn sinna mála í síma 444-0900 eða senda tölvupóst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Þjónustuverið er opið mánudaga til fimmtudaga frá 9:00 til 14:00 og á föstudögum frá 9:00 til 12:00. Verði mikið álag á þjónustuverið vegna þessara breytinga verður starfsfólki við símsvörun fjölgað.
Hægt er að póstleggja umsóknir til stofnunarinnar en þá þarf að gæta þess vel að greiðslukvittun fylgi, ef ekki verður umsóknin endursend.
Skilakassi fyrir umsóknir (greiðslukvittun þarf að fylgja) og önnur gögn verður aðgengilegur í anddyri afgreiðslu Útlendingastofnunar frá 8:00 til 16:00 alla virka daga.
Við vonum að viðskiptavinir sýni þessu breytta fyrirkomulagi skilning.