Vegna viðbragða yfirvalda í Noregi, Litháen, Hollandi, Danmörku, Frakklandi, Svíþjóð og Finnlandi til að sporna við útbreiðslu COVID-19 hafa fyrrnefndar þjóðir lokað tímabundið fyrir útgáfu áritana. Á þeim stöðum sem þessi lönd eru í fyrirsvari fyrir Íslandi vegna útgáfu á áritunum munu útgáfur áritana til Íslands stöðvast tímabundið. Við biðjumst velvirðingar á því ónæði sem þetta kann að hafa í för með sér.