Ef frestur til heimfarar er ekki tilgreindur í ákvörðun stjórnvalda verður umsækjanda fylgt úr landi af stoðdeild ríkislögreglustjóra.
- Umsækjandi þarf að framvísa gildum farseðli til heimaríkis innan tiltekins tímafrests til að fá vegabréf sitt afhent.
- Eftir heimkomu þarf umsækjandi að senda Útlendingastofnun staðfestingu á heimkomu með stimplum í vegabréfi.
- Umsækjandi sem er skilríkjalaus eða þarf áritun til ferða á Schengen-svæðinu á ekki kost á að fara heim á eigin kostnað og þarf að sækja um aðstoð IOM til heimfarar.
- Umsækjendum um vernd sem fá málsmeðferð á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar er ekki heimilt að fara heim á eigin kostnað.
- Umsókn um aðstoð við heimför skal berast áður en frestur til heimfarar, sem tilgreindur er í ákvörðun stjórnvalda, rennur út.
- Umsækjandi um vernd sem kemur frá öruggu upprunaríki á almennt ekki rétt á aðstoð við heimför en getur eftir atvikum farið til heimaríkis á eigin kostnað. Umsækjandi í sérstaklega viðkvæmri stöðu getur verið undanþeginn þeirri reglu.
- Umsækjandi um vernd sem fær málsmeðferð á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar á ekki rétt á aðstoð við heimför nema viðkomandi dragi til baka umsókn sína um vernd áður en ákvörðun Útlendingastofnunar liggur fyrir. Umsækjandi í sérstaklega viðkvæmri stöðu getur verið undanþeginn þeirri reglu.
- Ráðgjöf og upplýsingar um aðstoð í heimaríki
- Flugfar og samgöngur til og frá flugvelli til lokaáfangastaðar í heimaríki
- Aðstoð við öflun ferðaskilríkja
- Aðstoð við brottför, gegnumferð og komu til heimaríkis
- Þjónusta og læknisaðstoð sem umsækjandi gæti þurft á að halda meðan á ferðalagi stendur
- Farareyrir og enduraðlögunarstyrkur í samræmi við reglugerð um enduraðlögunarstyrk og ferðastyrk til umsækjenda um alþjóðlega vernd.
Upprunaríki |
Umsækjandi |
Ferðastyrkur, til greiðslu |
Enduraðlögunarstyrkur, greiddur í heimaríki - allt að |
Heildarupphæð á hvern einstakling - allt að |
Afganistan |
Fullorðinn |
200 € |
800 € | 1.000 € |
Barn | 100 € | 500 € | 600 € | |
Fylgdarlaust barn | 200 € | 800 € | 1.000 € | |
Alsír |
Fullorðinn | 200 € | 500 € | 700 € |
Barn | 100 € | 200 € | 300 € | |
Fylgdarlaust barn | 200 € | 800 € | 1.000 € | |
|
Fullorðinn | 200 € | 200 € | |
Barn | 100 € | 100 € | ||
Fylgdarlaust barn | 200 € | 200 € |
Staða máls | Skilyrði |
Umsókn hefur verið dregin til baka |
|
Ákvörðun er unað | |
Kæra hefur verið dregin til baka | |
Úrskurði kærunefndar er unað | |
Beiðni um frestun réttaráhrifa hefur verið send kærunefnd útlendingamála |
|
Beiðni um endurupptöku hefur verið send kærunefnd útlendingamála |