• Íslenska
  • English (UK)

Sidebar

  • Heim
  • Um Útlendingastofnun
    • Útlendingastofnun
    • Fréttir
    • Greinar
    • Tölfræði
      • Tölfræði leyfasviðs
      • Tölfræði verndarsviðs
    • Ársskýrslur
    • Stefnur Útlendingastofnunar
      • Stefna Útlendingastofnunar til ársins 2023
      • Launastefna
      • Jafnlaunastefna
      • Tungumálastefna
      • Persónuverndarstefna
    • Skipurit
    • Gjaldskrá
    • Eyðublöð
    • Afgreiðslutími
    • Samstarfssamningar
    • Lög og reglugerðir
    • Algengar spurningar
      • Dvalarleyfi
      • Alþjóðleg vernd
      • Vegabréfsáritanir
      • Íslenskur ríkisborgararéttur
      • Túlkanir og þýðingar
      • Upplýsingar fyrir ríkisborgara Úkraínu
    • Hafa samband
  • Eyðublöð
  • Afgreiðslutími
  • Tímabókanir
  • Hafa samband
  • Algengar spurningar
  • Tölfræði
    • Tölfræði leyfasviðs
    • Tölfræði verndarsviðs
  1. Heim
  2. Sjálfviljug heimför

Sjálfviljug heimför

Hvenær ber umsækjanda um vernd að yfirgefa landið?

Umsækjanda um vernd ber að yfirgefa landið þegar hann hefur hlotið endanlega synjun á umsókn sinni um vernd eða dregið umsókn sína til baka og á ekki annan rétt til dvalar á Íslandi lögum samkvæmt.

Getur umsækjandi um vernd yfirgefið landið sjálfur án aðkomu lögreglu?

Umsækjanda sem er synjað um vernd eða dregur umsókn sína til baka er almennt veittur frestur til þess að yfirgefa landið sjálfur. Fresturinn er tilgreindur í ákvörðun stjórnvalda. 

Ef frestur til heimfarar er ekki tilgreindur í ákvörðun stjórnvalda verður umsækjanda fylgt úr landi af stoðdeild ríkislögreglustjóra.

Getur umsækjandi um vernd yfirgefið landið og farið hvert sem er?

Umsækjandi um alþjóðlega vernd, sem fær frest til að yfirgefa landið sjálfur, getur aðeins farið til heimaríkis eða til ríkis þar sem hann er með varanlegan búseturétt.

Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að fara heim á eigin kostnað?

  • Umsækjandi þarf að framvísa gildum farseðli til heimaríkis innan tiltekins tímafrests til að fá vegabréf sitt afhent.
  • Eftir heimkomu þarf umsækjandi að senda Útlendingastofnun staðfestingu á heimkomu með stimplum í vegabréfi.
  • Umsækjandi sem er skilríkjalaus eða þarf áritun til ferða á Schengen-svæðinu á ekki kost á að fara heim á eigin kostnað og þarf að sækja um aðstoð IOM til heimfarar.
  • Umsækjendum um vernd sem fá málsmeðferð á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar er ekki heimilt að fara heim á eigin kostnað.

Er hægt að fá aðstoð við sjálfviljuga heimför?

Umsækjandi um alþjóðlega vernd sem fær frest til að yfirgefa landið sjálfur getur farið heim á eigin kostnað eða eftir atvikum fengið aðstoð við sjálfviljuga heimför frá Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni (IOM, International Organization for Migration).

Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að fá aðstoð IOM við sjálfviljuga heimför?

  • Umsókn um aðstoð við heimför skal berast áður en frestur til heimfarar, sem tilgreindur er í ákvörðun stjórnvalda, rennur út.
  • Umsækjandi um vernd sem kemur frá öruggu upprunaríki á almennt ekki rétt á aðstoð við heimför en getur eftir atvikum farið til heimaríkis á eigin kostnað. Umsækjandi í sérstaklega viðkvæmri stöðu getur verið undanþeginn þeirri reglu.
  • Umsækjandi um vernd sem fær málsmeðferð á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar á ekki rétt á aðstoð við heimför nema viðkomandi dragi til baka umsókn sína um vernd áður en ákvörðun Útlendingastofnunar liggur fyrir. Umsækjandi í sérstaklega viðkvæmri stöðu getur verið undanþeginn þeirri reglu.

Hvað felst í aðstoð IOM?

  • Ráðgjöf og upplýsingar um aðstoð í heimaríki
  • Flugfar og samgöngur til og frá flugvelli til lokaáfangastaðar í heimaríki
  • Aðstoð við öflun ferðaskilríkja
  • Aðstoð við brottför, gegnumferð og komu til heimaríkis
  • Þjónusta og læknisaðstoð sem umsækjandi gæti þurft á að halda meðan á ferðalagi stendur
  • Farareyrir og enduraðlögunarstyrkur í samræmi við reglugerð um enduraðlögunarstyrk og ferðastyrk til umsækjenda um alþjóðlega vernd.

Hverjir eiga rétt á ferða- og enduraðlögunarstyrkjum IOM og hvað eru þeir háir?


Upprunaríki  

Umsækjandi
Ferðastyrkur, til greiðslu   
á Keflavíkurflugvelli
Enduraðlögunarstyrkur,   
greiddur í heimaríki 
- allt að
Heildarupphæð   
á hvern einstakling   
- allt að

Afganistan
Íran
Írak
Nígería
Sómalía
Palestína
Pakistan

 Fullorðinn

 200 €

 3.000 €
(1.500 € í reiðufé)

 3.200 €
(1.700 € í reiðufé)
 Barn  100 €  1.000 €  1.100 €
 Fylgdarlaust barn  200 €  2.000 €
(1.000 € í reiðufé)
 2.200 €
(1.200 € í reiðufé)


Önnur ríki (fyrir
utan örugg
upprunaríki)

 Fullorðinn  200 €  2.000 €
(1.000 € í reiðufé)
 2.200 €
(1.200 € í reiðufé)
 Barn  100 €  500 €  600 €
 Fylgdarlaust barn  200 €  2.000 €  2.200 €


Enduraðlögunarstyrkur er greiddur út að hluta í reiðufé og að hluta í enduraðlögunarverkefni sem umsækjandi getur nýtt til að fjármagna enduraðlögun sína í heimaríki. Styrkur til sérstakra endur­aðlögunarverkefna getur nýst t.d. í húsaleigu, nám, atvinnu eða önnur verkefni í samstarfi við IOM eða önnur sambærileg samtök. Kjósi umsækjandi ekki að nýta styrkinn í sérstök enduraðlög­unar­verkefni getur hann óskað eftir því að fá hann greiddan í reiðufé. Ekki er heimilt að afhenda hærri fjárhæð í reiðufé en sem nemur helmingi af heildarupphæðinni eins og fram kemur í töflunni að ofan.

Þegar sérstaklega stendur á og um er að ræða umsækjanda sem fellur utan töflunnar að ofan er Útlendingastofnun heimilt að veita styrk til greiðslu fargjalda til þess ríkis þar sem umsækjanda hefur áður verið veitt alþjóðleg vernd eða hefur löglega heimild til dvalar á öðrum grundvelli. Slíkur styrkur kæmi einkum til skoðunar í tilvikum barnafjölskyldna þar sem allir fjölskyldumeðlimir hafa óskað eftir styrk. Það sama getur átt við um einstaklinga sem taldir eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu að mati Útlendingastofnunar eða ef stofnunin telur umsækjanda af öðrum ástæðum hafa þörf fyrir sérstaka aðstoð í tengslum við flutning. Við mat á því hvort umsækjandi eigi rétt á styrk skal m.a. höfð hliðsjón af heilsufari og félagslegri stöðu umsækjanda.

Hvenær í málsmeðferðinni getur umsækjandi yfirgefið landið sjálfur?

 Staða máls  Skilyrði

Umsókn hefur verið dregin til baka


Hafi umsækjanda verið veittur frestur til þess að yfirgefa landið, getur umsækjandi eftir atvikum farið heim á eigin kostnað eða óskað eftir aðstoð IOM við sjálfviljuga heimför innan þess frests.

Ákvörðun er unað
Kæra hefur verið dregin til baka
Úrskurði kærunefndar er unað
Beiðni um frestun réttaráhrifa hefur verið send kærunefnd útlendingamála


Hafi umsækjanda verið veittur frestur til þess að yfirgefa landið skal umsækjandi upplýsa Útlendingastofnun, áður en fresturinn rennur út, um að hann vilji fara heim sjálfviljugur ef til þess komi að kærunefnd hafni beiðni um frestun réttaráhrifa eða beiðni um endurupptöku.

Beiðni um endurupptöku hefur verið send kærunefnd útlendingamála


Hvað gerist ef umsækjandi fer ekki sjálfviljugur úr landi?

Ef umsækjandi um alþjóðlega vernd nýtir sér ekki veittan frest til að yfirgefa landið sjálfur óskar Útlendingastofnun eftir því að stoðdeild ríkislögreglustjóra fylgi viðkomandi úr landi.
  • Alþjóðleg vernd
  • Helstu hugtök og skilgreiningar
  • Ferill umsókna
  • - Hvernig er sótt um?
  • - Meðferð umsókna
  • - Afturköllun umsóknar
  • - Máli lokið með ákvörðun ÚTL
  • Fylgd úr landi eftir synjun
  • Sjálfviljug heimför
  • Réttindi og þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd
  • Talsmannaþjónusta
  • Bráðabirgðadvalar- og atvinnuleyfi
  • Listi yfir örugg ríki
  • Dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða
  • Fjölskyldusameining flóttamanna
    • Alþjóðleg vernd fyrir maka flóttamanns
    • Alþjóðleg vernd fyrir barn flóttamanns
    • Alþjóðleg vernd fyrir foreldri fylgdarlauss barns
    • Alþjóðleg vernd fyrir systkini fylgdarlauss flóttabarns
  • Vegabréf fyrir útlendinga
  • Ferðaskírteini fyrir flóttamenn
  • Algengar spurningar

Tenglar

  • Dómsmálaráðuneytið
  • Kærunefnd útlendingamála
  • New in Iceland
  • Fjölmenningarsetur
  • Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna
  • Mannréttindaskrifstofa
  • Vinnumálastofnun
  • Þjóðskrá
  • Persónuvernd

Upplýsingar

  • Útlendingastofnun
  • Dvalarleyfi
  • Áritanir
  • Ríkisborgararéttur
  • Alþjóðleg vernd
  • Persónuverndarstefna

OPNUNARTÍMI

Mánudaga til föstudaga 9 - 14

Símaþjónusta:
Mánudaga til fimmtudaga 9 - 14
Föstudaga 9 - 12

444 0900

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Staðsetning

Útlendingastofnun | Dalvegi 18 | 201 Kópavogi | 444 0900 | utl@utl.is

Kt. 670269-6399 | Rkn. 0515-26-410424 

Jafnlaunavottun adalmerki 2020 2023 f ljosan grunn hrmonitor 2021