Ef frestur til heimfarar er ekki tilgreindur í ákvörðun stjórnvalda verður umsækjanda fylgt úr landi af stoðdeild ríkislögreglustjóra.
- Umsækjandi þarf að framvísa gildum farseðli til heimaríkis innan tiltekins tímafrests til að fá vegabréf sitt afhent.
- Eftir heimkomu þarf umsækjandi að senda Útlendingastofnun staðfestingu á heimkomu með stimplum í vegabréfi.
- Umsækjandi sem er skilríkjalaus eða þarf áritun til ferða á Schengen-svæðinu á ekki kost á að fara heim á eigin kostnað og þarf að sækja um aðstoð IOM til heimfarar.
- Umsækjendum um vernd sem fá málsmeðferð á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar er ekki heimilt að fara heim á eigin kostnað.
- Umsókn um aðstoð við heimför skal berast áður en frestur til heimfarar, sem tilgreindur er í ákvörðun stjórnvalda, rennur út.
- Umsækjandi um vernd sem kemur frá öruggu upprunaríki á almennt ekki rétt á aðstoð við heimför en getur eftir atvikum farið til heimaríkis á eigin kostnað. Umsækjandi í sérstaklega viðkvæmri stöðu getur verið undanþeginn þeirri reglu.
- Umsækjandi um vernd sem fær málsmeðferð á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar á ekki rétt á aðstoð við heimför nema viðkomandi dragi til baka umsókn sína um vernd áður en ákvörðun Útlendingastofnunar liggur fyrir. Umsækjandi í sérstaklega viðkvæmri stöðu getur verið undanþeginn þeirri reglu.
- Ráðgjöf og upplýsingar um aðstoð í heimaríki
- Flugfar og samgöngur til og frá flugvelli til lokaáfangastaðar í heimaríki
- Aðstoð við öflun ferðaskilríkja
- Aðstoð við brottför, gegnumferð og komu til heimaríkis
- Þjónusta og læknisaðstoð sem umsækjandi gæti þurft á að halda meðan á ferðalagi stendur
- Farareyrir og enduraðlögunarstyrkur í samræmi við reglugerð um enduraðlögunarstyrk og ferðastyrk til umsækjenda um alþjóðlega vernd.
Upprunaríki |
Umsækjandi |
Ferðastyrkur, til greiðslu á Keflavíkurflugvelli |
Enduraðlögunarstyrkur, greiddur í heimaríki - allt að |
Heildarupphæð á hvern einstakling - allt að |
Afganistan |
Fullorðinn |
200 € |
3.000 € |
3.200 € (1.700 € í reiðufé) |
Barn | 100 € | 1.000 € | 1.100 € | |
Fylgdarlaust barn | 200 € | 2.000 € (1.000 € í reiðufé) |
2.200 € (1.200 € í reiðufé) |
|
|
Fullorðinn | 200 € | 2.000 € (1.000 € í reiðufé) |
2.200 € (1.200 € í reiðufé) |
Barn | 100 € | 500 € | 600 € | |
Fylgdarlaust barn | 200 € | 2.000 € | 2.200 € |
Enduraðlögunarstyrkur er greiddur út að hluta í reiðufé og að hluta í enduraðlögunarverkefni sem umsækjandi getur nýtt til að fjármagna enduraðlögun sína í heimaríki. Styrkur til sérstakra enduraðlögunarverkefna getur nýst t.d. í húsaleigu, nám, atvinnu eða önnur verkefni í samstarfi við IOM eða önnur sambærileg samtök. Kjósi umsækjandi ekki að nýta styrkinn í sérstök enduraðlögunarverkefni getur hann óskað eftir því að fá hann greiddan í reiðufé. Ekki er heimilt að afhenda hærri fjárhæð í reiðufé en sem nemur helmingi af heildarupphæðinni eins og fram kemur í töflunni að ofan.
Þegar sérstaklega stendur á og um er að ræða umsækjanda sem fellur utan töflunnar að ofan er Útlendingastofnun heimilt að veita styrk til greiðslu fargjalda til þess ríkis þar sem umsækjanda hefur áður verið veitt alþjóðleg vernd eða hefur löglega heimild til dvalar á öðrum grundvelli. Slíkur styrkur kæmi einkum til skoðunar í tilvikum barnafjölskyldna þar sem allir fjölskyldumeðlimir hafa óskað eftir styrk. Það sama getur átt við um einstaklinga sem taldir eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu að mati Útlendingastofnunar eða ef stofnunin telur umsækjanda af öðrum ástæðum hafa þörf fyrir sérstaka aðstoð í tengslum við flutning. Við mat á því hvort umsækjandi eigi rétt á styrk skal m.a. höfð hliðsjón af heilsufari og félagslegri stöðu umsækjanda.
Staða máls | Skilyrði |
Umsókn hefur verið dregin til baka |
|
Ákvörðun er unað | |
Kæra hefur verið dregin til baka | |
Úrskurði kærunefndar er unað | |
Beiðni um frestun réttaráhrifa hefur verið send kærunefnd útlendingamála |
|
Beiðni um endurupptöku hefur verið send kærunefnd útlendingamála |