Danskur, finnskur, norskur eða sænskur ríkisborgari sem hefur verið búsettur á Íslandi í að minnsta kosti 3 ár, getur í mörgum tilfellum fengið veitt íslenskt ríkisfang með tilkynningu til Útlendingastofnunar. Tilkynning er einfaldari og kostnaðarminni en almenn umsókn.
Ef norrænn ríkisborgari uppfyllir ekki skilyrði fyrir tilkynningu um íslenskan ríkisborgararétt, getur hann lagt inn almenna umsókn og þarf þá að hafa verið búsettur hér á landi í 4 ár. Sjá nánar hér.
Norrænn ríkisborgari, sem áður hefur verið íslenskur ríkisborgari, getur í flestum tilvikum lagt fram tilkynningu um að öðlast íslenskt ríkisfang að nýju þegar hann hefur skráð lögheimili sitt hér á landi.