• Íslenska
  • English (UK)

Sidebar

  • Heim
  • Um Útlendingastofnun
    • Útlendingastofnun
    • Fréttir
    • Greinar
    • Tölfræði
      • Tölfræði leyfasviðs
      • Tölfræði verndarsviðs
    • Ársskýrslur
    • Stefnur Útlendingastofnunar
      • Stefna Útlendingastofnunar til ársins 2023
      • Launastefna
      • Jafnlaunastefna
      • Tungumálastefna
    • Skipurit
    • Gjaldskrá
    • Eyðublöð
    • Afgreiðslutími
    • Samstarfssamningar
    • Lög og reglugerðir
    • Algengar spurningar
      • Dvalarleyfi
      • Alþjóðleg vernd
      • Vegabréfsáritanir
      • Íslenskur ríkisborgararéttur
      • Túlkanir og þýðingar
    • Hafa samband
    • COVID-19
  • Eyðublöð
  • Afgreiðslutími
  • Tímabókanir
  • Hafa samband
  • Algengar spurningar
  • Tölfræði
    • Tölfræði leyfasviðs
    • Tölfræði verndarsviðs
  1. Heim
  2. -Ríkisborgararéttur fyrir barn íslensks ríkisborgara

Ríkisborgararéttur fyrir barn íslensks ríkisborgara

Útlendingastofnun er heimilt að veita íslenskan ríkisborgararétt samkvæmt umsókn sem borin er fram af umsækjanda sjálfum eða forsjármanni hafi umsækjandi ekki náð 18 ára aldri, sbr. 7. gr. laga um íslenskan ríkisborgararétt. Til að umsækjandi eigi rétt á ríkisborgararétti þarf hann að fullnægja a.m.k. einu búsetuskilyrðanna sem sett eru í 8. gr. laganna og öllum sérstöku skilyrðunum í 9. og 9. gr. a sömu laga.


Eftirfarandi búsetuskilyrði gilda, en miðað er við fasta búsetu og samfellda löglega dvöl hér á landi síðustu ár áður en umsókn er lögð fram (sjá ítarlega umfjöllun hér)

  • Lögheimili á Íslandi í 2 ár og foreldri hefur verið íslenskur ríkisborgari í a.m.k. 5 ár.


Sérstök skilyrði

Fjallað er ítarlega um sérstök skilyrði sem uppfylla þarf til viðbótar búsetuskilyrðum hér.


Afgreiðslugjald

Það athugist að umsókn er ekki tekin til vinnslu fyrr en greiðsla hefur borist. Upplýsingar um afgreiðslugjald og bankaupplýsingar má finna hér.


Nauðsynleg fylgigögn umsóknar fyrir umsækjanda 18 ára og eldri (sjá hér fyrir yngri en 18 ára)

Upplýsingar um ‚apostille‘ vottun og tvöfalda staðfestingu, löggilta þýðingu og staðfest afrit má finna hér. Það athugist að ekki þarf vottun á íslensk vottorð.

  1. Gátlisti fyrir umsókn um íslenskan ríkisborgararétt fyrir barn íslensks ríkisborgara. Vinsamlegast prentið gátlistann út og látið fylgja með umsókn. Merkja skal við þau gögn sem fylgja og þeim raðað í sömu röð og í gátlista.
  2. Umsókn um ríkisborgararétt. Í frumriti, vel útfyllt og undirrituð af umsækjanda.
  3. Vottorðið Lögheimilissaga – án heimilisfanga, en lönd tilgreind frá Þjóðskrá Íslands. Vottorðið tilgreinir í hvaða landi eða löndum umsækjandi hefur átt lögheimili frá upphafi lögheimilisskráningar á Íslandi til dagsins í dag.
  4. Afrit úr vegabréfi og öllum stimpluðum síðum vegabréfs.
  5. Afrit úr vegabréfi foreldris með íslenskan ríkisborgararétt.
  6. Staðfest afrit af frumriti fæðingarvottorðs. Frumritið skal vera vottað með ‚apostille‘ vottun eða tvöfaldri staðfestingu, og síðan tekið af því staðfest afrit.
  7. Staðfest afrit eða frumrit þýðingar löggilts skjalaþýðanda á fæðingarvottorði. Á aðeins við ef erlend vottorð eru á öðru tungumáli en ensku eða Norðurlandamáli.
  8. Staðfest afrit af frumriti fæðingarvottorðs foreldris með íslenskan ríkisborgararétt. Frumritið skal vera vottað með ‚apostille‘ vottun eða tvöfaldri staðfestingu, og síðan tekið af því staðfest afrit.
  9. Staðfest afrit eða frumrit þýðingar löggilts skjalaþýðanda á fæðingarvottorði foreldris með íslenskan ríkisborgararétt. Á aðeins við ef erlend vottorð eru á öðru tungumáli en ensku eða Norðurlandamáli.
  10. Staðfest frumrit erlends sakavottorðs. Frumritið skal vera vottað með ‚apostille‘ vottun eða tvöfaldri staðfestingu. Athugið að í einhverjum tilfellum kann sakavottorð fyrir ríkisborgara utan EES að vera til staðar hjá Útlendingastofnun, en umsækjandi þarf að kanna það áður en umsókn er lögð fram með því að senda tölvupóst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
  11. Staðfest afrit eða frumrit þýðingar löggilts skjalaþýðanda á sakavottorði. Á aðeins við ef erlend vottorð eru á öðru tungumáli en ensku eða Norðurlandamáli.
  12. Afrit vottorðs um að hafa staðist íslenskupróf hjá Menntamálastofnun. Ef umsækjandi telur sig vera undanþeginn skilyrðinu skal hann skila gögnum þess til stuðnings.
  13. Yfirlýsing frá innheimtumanni ríkissjóðs um að umsækjandi sé skuldlaus við ríkissjóð. Yfirlýsingin má ekki vera eldri en 30 daga gömul þegar umsókn er lögð fram. Yfirlýsingin skal berast í frumriti og vera staðfest af viðkomandi innheimtumanni ríkissjóðs.
  14. Staðgreiðsluyfirlit launa frá Ríkisskattstjóra fyrir a.m.k. síðustu 12 mánuði eða önnur staðfesting á framfærslu. Athugið að senda má staðfest afrit staðgreiðsluyfirlits á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
  15. Vottorð frá sveitarfélagi varðandi framfærslustyrk síðastliðin þrjú ár. Vottorðið má ekki vera eldra en 30 daga gamalt þegar umsókn er lögð fram. Vottorðið skal berast í frumriti.
  16. Staðfest afrit skattframtala síðustu þriggja ára. Athugið að senda má staðfest afrit skattframtala á netfangið skatturThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..


Nauðsynleg fylgigögn umsóknar fyrir umsækjanda yngri en 18 ára

Upplýsingar um ‚apostille‘ vottun og tvöfalda staðfestingu, löggilta þýðingu og staðfest afrit má finna hér. Það athugist að ekki þarf vottun á íslensk vottorð.

  1. Gátlisti fyrir umsókn um íslenskan ríkisborgararétt fyrir barn íslensks ríkisborgara. Vinsamlegast prentið gátlistann út og látið fylgja með umsókn. Merkja skal við þau gögn sem fylgja og þeim raðað í sömu röð og í gátlista.
  2. Umsókn um ríkisborgararétt. Í frumriti, vel útfyllt og undirrituð af umsækjanda.
  3. Vottorðið Lögheimilissaga – án heimilisfanga, en lönd tilgreind frá Þjóðskrá Íslands. Vottorðið tilgreinir í hvaða landi eða löndum barnið hefur átt lögheimili frá upphafi lögheimilisskráningar á Íslandi til dagsins í dag.
  4. Afrit úr vegabréfi barns og öllum stimpluðum síðum vegabréfs.
  5. Afrit úr vegabréfi foreldris með íslenskan ríkisborgararétt.
  6. Staðfest afrit af frumriti fæðingarvottorðs barns. Frumritið skal vera vottað með ‚apostille‘ vottun eða tvöfaldri staðfestingu, og síðan tekið af því staðfest afrit.
  7. Staðfest afrit eða frumrit þýðingar löggilts skjalaþýðanda á fæðingarvottorði barns. Á aðeins við ef erlend vottorð eru á öðru tungumáli en ensku eða Norðurlandamáli.
  8. Staðfest afrit af frumriti fæðingarvottorðs foreldris með íslenskan ríkisborgararétt. Frumritið skal vera vottað með ‚apostille‘ vottun eða tvöfaldri staðfestingu, og síðan tekið af því staðfest afrit.
  9. Staðfest afrit eða frumrit þýðingar löggilts skjalaþýðanda á fæðingarvottorði foreldris með íslenskan ríkisborgararétt. Á aðeins við ef erlend vottorð eru á öðru tungumáli en ensku eða Norðurlandamáli.
  10. Staðfest frumrit erlends sakavottorðs, ef barnið var 15 ára eða eldra þegar það fluttist til landsins. Frumritið skal vera vottað með ‚apostille‘ vottun eða tvöfaldri staðfestingu. Athugið að í einhverjum tilfellum kann sakavottorð fyrir ríkisborgara utan EES að vera til staðar hjá Útlendingastofnun, en umsækjandi þarf að kanna það áður en umsókn er lögð fram með því að senda tölvupóst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
  11. Staðfest afrit eða frumrit þýðingar löggilts skjalaþýðanda á sakavottorði. Á aðeins við ef erlend vottorð eru á öðru tungumáli en ensku eða Norðurlandamáli.
  12. Vottorð um skólagöngu barns á Íslandi.
  13. Samþykki forsjáraðila. Á aðeins við ef báðir foreldrar fara með forsjá barns.
  14. Afrit vegabréfs þess forsjárforeldris sem ekki leggur fram umsókn. Rithandarsýnishorn vegabréfs fylgi.
  15. Vottorð frá sveitarfélagi varðandi framfærslustyrk foreldra síðastliðin þrjú ár. Vottorðið má ekki vera eldra en 30 daga gamalt þegar umsókn er lögð fram. Vottorðið skal berast í frumriti.
  16. Forsjárgögn. Á aðeins við ef annað foreldri fer með forsjá barns. Frumrit gagna skulu vera vottuð með ‚apostille‘ vottun eða tvöfaldri staðfestingu, og síðan tekið af þeim staðfest afrit. Ef gögnin eru á öðru máli en ensku eða Norðurlandamáli skal fylgja staðfest afrit eða frumrit þýðingar löggilts skjalaþýðanda.
  17. Samþykki barns á aldrinum 12-18 ára.
  • Íslenskur ríkisborgararéttur
  • Grunnskilyrði
  • -Þeir sem eru undanþegnir dvalarleyfi
  • Ferill umsókna
  • Ríkisborgararéttur fyrir fullorðna
  • Ríkisborgararéttur fyrir norræna ríkisborgara
  • -Tilkynning um íslenskan ríkisborgararétt fyrir norrænan ríkisborgara
  • -Tilkynning norræns ríkisborgara, sem áður var íslenskur ríkisborgari, um að öðlast íslenskan ríkisborgararétt að nýju
  • Ríkisborgararéttur fyrir börn íslenskra ríkisborgara
  • -Ríkisborgararéttur fyrir barn íslensks ríkisborgara
  • -Barn ókvænts íslensks föður fætt erlendis 1998-2018
  • - Barn fætt í hjúskap íslenskrar móður og erlends föður 1964-1982
  • Missa eða halda ríkisborgararétti
  • - Endurveiting ríkisfangs
  • - Halda ríkisfangi
  • - Lausn frá ríkisfangi
  • Ríkisborgararéttur fyrir 18 – 21 árs
  • Algengar spurningar

Tenglar

  • Dómsmálaráðuneytið
  • Kærunefnd útlendingamála
  • New in Iceland
  • Fjölmenningarsetur
  • Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna
  • Mannréttindaskrifstofa
  • Vinnumálastofnun
  • Þjóðskrá
  • Persónuvernd

Upplýsingar

  • Útlendingastofnun
  • Dvalarleyfi
  • Áritanir
  • Ríkisborgararéttur
  • Alþjóðleg vernd

OPNUNARTÍMI

Mánudaga til fimmtudaga 9 - 14
Föstudaga 9 - 12

Sími: 444 0900

Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Staðsetning

Útlendingastofnun | Dalvegi 18 | 201 Kópavogi | 444 0900 | utl@utl.is

Kt. 670269-6399 | Rkn. 0515-26-410424 

Jafnlaunavottun adalmerki 2020 2023 f ljosan grunn hr monitor 2020