• Íslenska
  • English (UK)

Sidebar

  • Heim
  • Um Útlendingastofnun
    • Útlendingastofnun
    • Fréttir
    • Greinar
    • Tölfræði
      • Tölfræði leyfasviðs
      • Tölfræði verndarsviðs
    • Ársskýrslur
    • Stefnur Útlendingastofnunar
      • Stefna Útlendingastofnunar til ársins 2023
      • Launastefna
      • Jafnlaunastefna
    • Skipurit
    • Gjaldskrá
    • Eyðublöð
    • Afgreiðslutími
    • Samstarfssamningar
    • Lög og reglugerðir
    • Algengar spurningar
    • Hafa samband
    • COVID-19
  • Eyðublöð
  • Afgreiðslutími
  • Tímabókanir
  • Algengar spurningar
  • Lög og reglugerðir
  • Tölfræði
    • Tölfræði leyfasviðs
    • Tölfræði verndarsviðs
  1. Heim
  2. - Máli lokið með ákvörðun ÚTL

Máli lokið með ákvörðun ÚTL

Útlendingastofnun lýkur málsmeðferð sinni með ákvörðun. Ákvörðun í máli umsækjanda um alþjóðlega vernd er kynnt honum við birtingu ákvörðunar. 
 

Framkvæmd ákvörðunar

Ef alþjóðleg vernd, viðbótarvernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum er veitt er viðeigandi dvalarleyfi gefið út og viðkomandi leiðbeint um framhaldið. Ef niðurstaða er synjun um alþjóðlega vernd, viðbótarvernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum er umsækjanda vísað frá landinu eða brottvísað. Ef niðurstaða Dyflinnarmeðferðar er sú að mál umsækjandi skuli ekki hljóta efnismeðferð hér á landi er honum vísað úr landi og til þess ríkis sem hefur tekið ábyrgð á umsókn hans.
 

Rökstuðningur skv. 21. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993

Útlendingastofnun veitir almennt ítarlegan rökstuðning samhliða ákvörðun. Þegar ekki fylgir ítarlegur rökstuðningur getur umsækjandi um alþjóðlega vernd óskað eftir frekari skriflegum rökstuðningi ef umsókn hans hefur ekki verið tekin til greina að öllu leyti. Beiðni um rökstuðning skal leggja fram innan 14 daga frá því að ákvörðun Útlendingastofnunar er birt umsækjanda.
 

Kæra til kærunefndar útlendingamála

Telji umsækjandi um alþjóðlega vernd að málsmeðferð Útlendingastofnunar hafi ekki farið fram með réttum hætti, mat stofnunarinnar á aðstæðum hans sé rangt eða ef hann er ósáttur að öðru leyti við ákvörðun Útlendingastofnunar getur hann kært ákvörðunina til kærunefndar útlendingamála. Umsækjanda um alþjóðlega vernd er gefinn kostur á að kæra ákvörðun Útlendingastofnunar strax á þeim fundi sem hún er birt honum eða taka sér umhugsunarfrest sem er 15 dagar í hefðbundnum efnismeðferðarmálum en fimm dagar þegar mál umsækjanda hefur verið tekið til forgangsmeðferðar.
 

Endurupptaka skv. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993

Ef umsækjandi um alþjóðlega vernd er ekki sáttur við niðurstöðuna og telur hana byggja á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik eða byggða á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin getur hann óskað eftir því að mál hans verði endurupptekið.

Endurupptökubeiðni þarf að leggja fram skriflega og í henni þarf að koma fram af hverju óskað er endurupptöku, t.d. hvaða upplýsingar hann telji rangar, ófullnægjandi eða hvaða atvik hafa breyst. Hafi umsækjandinn nýjar upplýsingar lætur hann þær fylgja endurupptökubeiðni.

Ef umsækjandi um alþjóðlega vernd hefur kært ákvörðun Útlendingastofnunar til kærunefndar útlendingamála er stofnuninni óheimilt að taka endurupptökubeiðni viðkomandi til meðferðar. Berist stofnuninni endurupptökubeiðni í máli sem er til meðferðar hjá kærunefndinni vísar stofnunin henni frá.

  • Alþjóðleg vernd
  • Helstu hugtök og skilgreiningar
  • Ferill umsókna
  • - Hvernig er sótt um?
  • - Meðferð umsókna
  • - Afturköllun umsóknar
  • - Máli lokið með ákvörðun ÚTL
  • Fylgd úr landi eftir synjun
  • Sjálfviljug heimför
  • Réttindi og þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd
    • Reglur um gestakomur í búsetuúrræðum Útlendingastofnunar
  • - Bráðabirgðadvalar- og atvinnuleyfi
  • Listi yfir örugg ríki
  • Algengar spurningar

Tenglar

  • Dómsmálaráðuneytið
  • Kærunefnd útlendingamála
  • Rauði krossinn
  • Fjölmenningarsetur
  • Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna
  • Mannréttindaskrifstofa
  • Vinnumálastofnun
  • Þjóðskrá
  • Persónuvernd

Upplýsingar

  • Útlendingastofnun
  • Dvalarleyfi
  • Áritanir
  • Ríkisborgararéttur
  • Alþjóðleg vernd

OPNUNARTÍMI

Mánudaga til fimmtudaga 9 - 14
Föstudaga 9 - 12

Sími: 444 0900

Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Staðsetning

Útlendingastofnun | Dalvegi 18 | 201 Kópavogi | 444 0900 | utl@utl.is

Kt. 670269-6399 | Rkn. 0515-26-410424 

Jafnlaunavottun adalmerki 2020 2023 f ljosan grunn hr monitor 2020