• Íslenska
  • English (UK)

Sidebar

  • Heim
  • Um Útlendingastofnun
    • Útlendingastofnun
    • Fréttir
    • Greinar
    • Tölfræði
      • Tölfræði leyfasviðs
      • Tölfræði verndarsviðs
    • Ársskýrslur
    • Stefnur Útlendingastofnunar
      • Stefna Útlendingastofnunar til ársins 2023
      • Launastefna
      • Jafnlaunastefna
      • Tungumálastefna
      • Persónuverndarstefna
    • Skipurit
    • Gjaldskrá
    • Eyðublöð
    • Afgreiðslutími
    • Samstarfssamningar
    • Lög og reglugerðir
    • Algengar spurningar
      • Dvalarleyfi
      • Alþjóðleg vernd
      • Vegabréfsáritanir
      • Íslenskur ríkisborgararéttur
      • Túlkanir og þýðingar
      • Upplýsingar fyrir ríkisborgara Úkraínu
    • Hafa samband
  • Eyðublöð
  • Afgreiðslutími
  • Tímabókanir
  • Hafa samband
  • Algengar spurningar
  • Tölfræði
    • Tölfræði leyfasviðs
    • Tölfræði verndarsviðs
  1. Heim
  2. Hverjir þurfa vegabréfsáritun til gegnumferðar?

Hverjir þurfa vegabréfsáritun til gegnumferðar?

I. Hvað þýðir gegnumferð samkvæmt reglum Schengen samstarfsins?

II. Hverjum ber skylda til þess að hafa vegabréfsáritun til gegnumferðar um flughöfn á Íslandi?

III. Hvaða dvalarleyfi veita handhöfum rétt til gegnumferðar um flughafnir aðildarríkja án vegabréfsáritunar til gegnumferðar um flughöfn?


I. Hvað þýðir gegnumferð samkvæmt reglum Schengen samstarfsins?


Samkvæmt reglum Schengen samstarfsins þýðir gegnumferð aðeins gegnumferð úr flugi frá ríki utan Schengen-svæðisins um flughöfn á Íslandi og áfram til annars ríkis utan Schengen-svæðisins.

Dæmi:

Einstaklingur sem ferðast frá New York til Keflavíkur og áfram til London er í gegnumferð og þarf vegabréfsáritun til gegnumferðar um flughöfn til að millilenda á Íslandi, í samræmi við skilyrðin sem tilgreind eru í liðum II og III hér að neðan. 

Einstaklingur sem ferðast frá New York til Keflavíkur og áfram til Berlínar (eða annars flugvallar á Schengen-svæðinu) er ekki í gegnumferð í merkingu Schengen-reglnanna. Sá einstaklingur mun koma inn á Schengen-svæðið á Íslandi og þarf því að fá útgefna Schengen-áritun fyrir komuna til Íslands.

Það athugist að handhafar bandarískra og kanadískra ferðaskilríkja fyrir flóttamenn eru undanþegnir áritunarskyldu í sumum aðildarríkjum Schengen-samstarfsins en ekki öllum.

Handhafar slíkra ferðaskilríkja þurfa Schengen-áritun til að ferðast gegnum Ísland, jafnvel þótt þeir yfirgefi ekki flugvöllinn, ef ríkin hverra ríkisfang þeir hafa eru á lista yfir þau ríki sem þurfa áritun til Íslands.

II. Hverjum ber skylda til þess að hafa vegabréfsáritun til gegnumferðar um flughöfn á Íslandi?


Ríkisborgarar eftirtalinna ríkja skulu í gegnumferð um íslenska flughöfn, með eða án þess að skipta um flugvél, vera með gilda íslenska vegabréfsáritun til gegnumferðar um flughöfn, nema þeir séu handhafar dvalarleyfis sem getið er í lið III:

Afganistan
Bangladess
Austur-Kongó
Erítrea
Eþíópía
Gana
Íran
Írak
Nígería
Pakistan
Sómalía
Srí Lanka

III. Hvaða dvalarleyfi veita handhöfum rétt til gegnumferðar um flughafnir aðildarríkja án vegabréfsáritunar til gegnumferðar um flughöfn?


Undanþegnir skyldunni til þess að hafa vegabréfsáritun til gegnumferðar um flughöfn eru ríkisborgarar ríkjanna sem talin eru upp í lið II og eru:

  • handhafar dvalarleyfa sem gefin eru út í Schengen-ríki, 
  • handhafar eftirtalinna dvalarleyfa sem gefin eru út í:

Bretlandi:

Leave to remain in the United Kingdom for an indefinite period
Certificate of entitlement to the right of abode

Írlandi:

Residence Permit ásamt re-entry visa

Liechtenstein:

Livret pour étranger B
Livret pour étranger C

  • handhafar eftirtalinna dvalarleyfa sem gefin eru út í eftirtöldum ríkjum og viðkomandi hefur heimild til endurkomu til dvalarríkisins:

Andorra:

Tarjeta provisional de estancia y de trabajo (dvalar- og atvinnuleyfi til bráðabirgða) (hvítt). Slíkt leyfi er veitt launþegum í árstíðabundinni vinnu, gildistími fer eftir lengd ráðningar-tímans en er þó bundinn við sex mánuði að hámarki. Leyfið er ekki hægt að endurnýja.
Tarjeta provisional de estancia y de trabajo (dvalar- og atvinnuleyfi) (hvítt). Leyfið er gefið út til sex mánaða og heimilt er að endurnýja það til eins árs til viðbótar.
Tarjeta de estancia (dvalarleyfi) (hvítt). Leyfið er gefið út til sex mánaða og heimilt er að endurnýja það til eins árs til viðbótar.
Tarjeta temporal de residencia (tímabundið dvalarleyfi) (bleikt). Leyfið er gefið út til eins árs og heimilt er að endurnýja það tvisvar, til eins árs í hvort skipti.
Tarjeta ordinaria de residencia (almennt dvalarleyfi) (gult). Leyfið er gefið út til þriggja ára og heimilt er að endurnýja það til þriggja ára til viðbótar.
Tarjeta privilegiada de residencia (sérstakt dvalarleyfi) (grænt). Leyfið er gefið út til fimm ára og heimilt er að endurnýja það, til fimm ára í senn.
Autorización de residencia (dvalarheimild) (græn). Heimildin er gefin út til eins árs og heimilt er að endurnýja hana, til þriggja ára í senn.
Autorización temporal de residencia y de trabajo (tímabundin dvalar- og atvinnuheimild) (bleik). Heimildin er gefin út til tveggja ára og heimilt er að endurnýja hana til tveggja ára til viðbótar.
Autorización ordinaria de residencia y de trabajo (almenn dvalar- og atvinnuheimild) (gul). Heimildin er gefin út til fimm ára.
Autorización privilegiada de residencia y de trabajo (sérstök dvalar- og atvinnuheimild) (græn). Heimildin er gefin út til tíu ára og heimilt er að endurnýja hana, til tíu ára í senn.

Kanada:

Permanent resident card (búsetuleyfi) (plastkort).

Japan:

Re-entry permit to Japan (leyfi til endurkomu til Japans).

San Marinó:

Permesso di soggiorno ordinario (validità illimitata) (almennt dvalarleyfi (óbundinn gildistími)).
Permesso di soggiorno continuativo speciale (validità illimitata) (sérstakt dvalarleyfi (óbundinn gildistími)).
Carta d’identità de San Marino (validità illimitata) (persónuskilríki frá San Marínó (óbundinn gildistími)).

Bandaríkin:

Form I-551 Alien registration receipt card (gildistími 2-10 ár).
Form I-551 Alien registration receipt card (óbundinn gildistími).
Form I-327 Re-entry document (gildistími 2 ár – gefið út fyrir handhafa I-551).
Resident alien card (gildistími 2 eða 10 ár eða óbundinn. Þessi skilríki eru aðeins fullnægjandi ef handhafi þeirra hefur ekki dvalið utan Bandaríkjanna lengur en eitt ár).
Permit to re-enter (gildistími 2 ár. Þessi skilríki heimila endurkomu handhafa því aðeins hann hafi ekki dvalið utan Bandaríkjanna lengur en tvö ár).
Valid temporary residence stamp in a valid passport (gildistími eitt ár frá útgáfudegi).



Upplýsingarnar á þessari síðu eru í samræmi við viðauka 4 og 5 við reglugerð um vegabréfsáritanir nr. 1160/2010.

  • Vegabréfsáritanir
  • Hverjir þurfa áritun?
  • Hverjir þurfa ekki áritun?
  • Hverjir þurfa vegabréfsáritun til gegnumferðar?
  • Hvar er hægt að sækja um áritun?
  • Hvernig sæki ég um áritun?
  • Kröfur um ferðaskilríki
  • Hvað er VIS-kerfið?
  • Schengen-ríkin
  • Langtímavegabréfsáritun
  • Langtímavegabréfsáritun fyrir fólk í fjarvinnu og aðstandendur þess
  • Algengar spurningar

Tenglar

  • Dómsmálaráðuneytið
  • Kærunefnd útlendingamála
  • New in Iceland
  • Fjölmenningarsetur
  • Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna
  • Mannréttindaskrifstofa
  • Vinnumálastofnun
  • Þjóðskrá
  • Persónuvernd

Upplýsingar

  • Útlendingastofnun
  • Dvalarleyfi
  • Áritanir
  • Ríkisborgararéttur
  • Alþjóðleg vernd
  • Persónuverndarstefna

OPNUNARTÍMI

Mánudaga til föstudaga 9 - 14

Símaþjónusta:
Mánudaga til fimmtudaga 9 - 14
Föstudaga 9 - 12

444 0900

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Staðsetning

Útlendingastofnun | Dalvegi 18 | 201 Kópavogi | 444 0900 | utl@utl.is

Kt. 670269-6399 | Rkn. 0515-26-410424 

Jafnlaunavottun adalmerki 2020 2023 f ljosan grunn hrmonitor 2021