• Íslenska
  • English (UK)

Sidebar

  • Heim
  • Um Útlendingastofnun
    • Útlendingastofnun
    • Fréttir
    • Greinar
    • Tölfræði
      • Tölfræði leyfasviðs
      • Tölfræði verndarsviðs
    • Ársskýrslur
    • Stefnur Útlendingastofnunar
      • Stefna Útlendingastofnunar til ársins 2023
      • Launastefna
      • Jafnlaunastefna
      • Tungumálastefna
      • Persónuverndarstefna
    • Skipurit
    • Gjaldskrá
    • Eyðublöð
    • Afgreiðslutími
    • Samstarfssamningar
    • Lög og reglugerðir
    • Algengar spurningar
      • Dvalarleyfi
      • Alþjóðleg vernd
      • Vegabréfsáritanir
      • Íslenskur ríkisborgararéttur
      • Túlkanir og þýðingar
    • Hafa samband
    • COVID-19
  • Eyðublöð
  • Afgreiðslutími
  • Tímabókanir
  • Hafa samband
  • Algengar spurningar
  • Tölfræði
    • Tölfræði leyfasviðs
    • Tölfræði verndarsviðs
  1. Heim
  2. Helstu hugtök og skilgreiningar

Helstu hugtök og skilgreiningar

Alþjóðleg vernd

Samkvæmt 1. mgr. 37. gr. laga um útlendinga, sem endurspeglar efni flóttamannasamnings Sameinuðu þjóðanna, á sá sem sætir ofsóknum í heimalandi sínu vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, aðildar að tilteknum þjóðfélagshópi eða vegna stjórnmálaskoðana rétt á alþjóðlegri vernd sem flóttamaður hér landi.

1. mgr. 37. gr. útlendingalaga er svohljóðandi:

Flóttamaður samkvæmt lögum þessum telst vera útlendingur sem er utan heimalands síns af ástæðuríkum ótta við að vera ofsóttur vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, aðildar að tilteknum þjóðfélagshópi eða vegna stjórnmálaskoðana og getur ekki eða vill ekki vegna slíks ótta færa sér í nyt vernd þess lands; eða sá sem er ríkisfangslaus og er utan þess lands þar sem hann áður hafði reglulegt aðsetur vegna slíkra atburða og getur ekki eða vill ekki vegna slíks ótta hverfa aftur þangað, sbr. A-lið 1. gr. alþjóðasamnings um réttarstöðu flóttamanna frá 28. júlí 1951 og bókun við samninginn frá 31. janúar 1967, sbr. einnig 38. gr. laga þessara.
 

Um ofsóknir

Ekki er til nein einhlít skilgreining á hugtakinu ofsóknir. Í handbók Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna um réttarstöðu flóttamanna segir að af flóttamannasamningnum megi draga þá ályktun að sé lífi eða frelsi ógnað vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, stjórnmálaskoðana eða aðildar að tilteknum þjóðfélagshópi séu það ávallt ofsóknir. Önnur alvarleg mannréttindabrot af sömu ástæðum myndu einnig teljast ofsóknir en það ræðst af aðstæðum hverju sinni hvort aðrar athafnir sem byggjast á fordómum jafngildi ofsóknum.

Í 38. gr. útlendingalaga segir að ofsóknir geti meðal annars falist í andlegu, líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi, löggjöf og aðgerðum stjórnvalda, lögreglu og dómstóla sem fela í sér mismunun að efni eða vegna þess hvernig þær eru framkvæmdar, saksókn eða refsingu sem er óhófleg eða mismunar einstaklingum á ómálefnalegum grundvelli, synjun á notkun réttarúrræða sem leiðir til óhóflegrar mismunandi refsingar og saksókn eða refsingu fyrir að neita að gegna herþjónustu í átökum þar sem þátttaka í slíkri herþjónustu mundi fela í sér glæpi eða athafnir skv. b-lið 2. mgr. 40. gr.

Mismunun jafngildir ekki endilega ofsóknum en hafi hún verulega skaðlegar afleiðingar getur svo verið. Að auki getur meðferð sem í sjálfu sér jafngildir ekki ofsóknum (t.d. ýmis konar mismunun) sem er samtvinnuð öðru mótlæti (t.d. slæmu öryggisástandi í heimalandi) skapað lögmætt tilkall til alþjóðlegrar verndar sem flóttamaður.

Viðbótarvernd

Auk alþjóðlegrar verndar á grundvelli ofsókna í heimalandi kveður 2. mgr. 37. gr. útlendingalaga á um svonefnda viðbótarvernd. Í henni felst að sá sem á á hættu dauðarefsingu, pyndingar eða ómannúðlega eða vanvirðandi meðferð eða refsingu eða að verða fyrir alvarlegum skaða af völdum árása í vopnuðum átökum þar sem ekki er greint milli hernaðarlegra og borgaralegra skotmarka verði hann sendur aftur til heimalands síns, án þess þó að sæta eða eiga á hættu ofsóknir af einhverri af fyrrgreindum ástæðum, hefur rétt til alþjóðlegrar verndar sem flóttamaður.

Í 2. mgr 37. gr. útlendingalaga segir:

Flóttamaður samkvæmt lögum þessum er einnig útlendingur sem telst ekki flóttamaður samkvæmt ákvæði A-liðar 1. gr. alþjóðasamnings um stöðu flóttamanna ef raunhæf ástæða er til að ætla að hann eigi á hættu að sæta dauðarefsingu, pyndingum eða annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu eða hann verði fyrir alvarlegum skaða af völdum árása í vopnuðum átökum þar sem ekki er greint á milli hernaðarlegra og borgaralegra skotmarka verði hann sendur aftur til heimalands síns. Sama gildir um ríkisfangslausan einstakling.
 

Vernd ríkisfangslausra einstaklinga

Auk alþjóðlegrar verndar á grundvelli ofsókna í heimalandi og viðbótarverndar kveður 39. gr. útlendingalaga á um alþjóðlega vernd vegna ríkisfangsleysis. Í henni felst að sá sem telst ríkisfangslaus samkvæmt ákvæðinu og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttarstöðu ríkisfangslausra einstaklinga frá árinu 1954 hefur rétt til alþjóðlegrar verndar á þeim grundvelli. 

Í 1. mgr. 39. gr. útlendingalaga segir:

Ríkisfangslaus einstaklingur er sá sem ekkert ríki telur til ríkisborgara sinna samkvæmt landslögum, sbr. samning um réttarstöðu ríkisfangslausra einstaklinga frá árinu 1954. Ríkisfangslaus einstaklingur sem staddur er hér á landi en telst ekki flóttamaður skv. 37. gr. og er ekki útilokaður frá réttarstöðu ríkisfangsleysis skv. 41. gr. hefur sjálfstæðan rétt til alþjóðlegrar verndar á grundvelli ríkisfangsleysis síns samkvæmt umsókn.

Útilokunarástæður

Samkvæmt 1. gr. flóttamannasamnings Sameinuðu þjóðanna, 2. mgr. 1. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttarstöðu ríkisfangslausra einstaklinga og 2. mgr. 40. gr. og 41. gr. útlendingalaga á flóttamaður eða ríkisfangslaus einstaklingur ekki rétt á alþjóðlegri vernd ef sérstakar aðstæður eru til staðar. Þetta á til dæmis við þegar rík ástæða er til að telja að viðkomandi hafi gerst sekur um stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyni eða alvarlegan ópólitískan glæp utan Íslands.

Réttaráhrif alþjóðlegrar verndar

Réttaráhrif alþjóðlegrar verndar eru þau að útlendingur fær réttarstöðu flóttamanns eða ríkisfangslauss einstaklings og skal honum veitt dvalarleyfi skv. 73. gr. útlendingalaga. Hann hefur þá réttarstöðu sem leiðir af íslenskum lögum og alþjóðasamningi um stöðu flóttamanna, samningi um ríkisfangsleysi eða öðrum þjóðréttarsamningum um flóttamenn.

Maki eða sambúðarmaki útlendings sem nýtur alþjóðlegrar verndar, börn hans yngri en 18 ára án maka eða sambúðarmaka eiga einnig rétt á alþjóðlegri vernd nema sérstakar ástæður mæli því í mót. Um fjölskyldutengsl sem verða til eftir að umsókn um alþjóðlega vernd gilda almennar reglur um fjölskyldusameiningu.

Njóti barn yngra en 18 ára alþjóðlegrar verndar eiga foreldrar þess jafnframt rétt til verndar enda þyki sýnt að þeir hafi farið með forsjá barnsins og hyggist búa með barninu hér á landi. Ef annað foreldrið hefur farið með forsjá barns nýtur það þessa réttar. Þá njóta þessa réttar systkini barnsins sem eru yngri en 18 ára, eru án maka og búa hjá foreldrum eða foreldrinu.

Sá sem fær alþjóðlega vernd hér á landi sem flóttamaður eða ríkisfangslaus einstaklingur fær útgefið dvalarleyfi til fjögurra ára. Að þeim tíma liðnum á viðkomandi rétt á að endurnýja leyfið nema að skilyrði séu til afturköllunar eða ef synjun um endurnýjun er nauðsynleg vegna öryggis ríkisins eða almannahagsmuna.

Flóttamenn og ríkisfangslausir einstaklingar fá aðstoð við að koma undir sig fótunum hér á landi og mega stunda vinnu eða nám. Flóttamenn og ríkisfangslausir einstaklingar geta sótt um og fengið útgefin ferðaskírteini fyrir handhafa alþjóðlegrar verndar sem gilda í öllum ríkjum Evrópusambandsins og flestum öðrum ríkjum heims en ekki er hægt að nota ferðaskírteinið til ferða til heimalands. Dvalarleyfi handhafa alþjóðlegrar verndar getur skapað rétt til ótímabundins dvalarleyfis.

Heimilt er að afturkalla veitingu alþjóðlegrar verndar falli flóttamaður eða ríkisfangslaus einsaklingur ekki lengur undir skilyrði 37. og 39. gr. Í 48. gr. laganna er að finna skilyrði afturköllunar alþjóðlegrar verndar.

Dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða

Samkvæmt 74. gr. útlendingalaga er heimilt að veita umsækjanda um alþjóðlega vernd, sem ekki telst flóttamaður eða ríkisfangslaus, dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða standi til þess ríkar ástæður á borð við alvarleg veikindi eða erfiðar aðstæður í heimalandi. Einnig er heimilt að veita dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða hafi umsækjandi um alþjóðlega vernd dvalið hér á landi í að minnsta kosti 18 mánuði vegna meðferðar stjórnvalda á umsókn hans, að öðrum skilyrðum uppfylltum.

Maki hans, sambúðarmaki og börn hans undir 18 ára aldri sem ekki eru gift eða eru í sambúð geta sótt um dvalarleyfi  á grundvelli fjölskyldusameiningar skv. VIII. kafla  útlendingalaga, séu ekki skilyrði til að veita þeim dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða.

1. og 2. mgr. 74. gr. útlendingalaga eru svohljóðandi:

Í þeim tilvikum þegar útlendingur er staddur hér á landi og getur sýnt fram á ríka þörf fyrir vernd, t.d. af heilbrigðisástæðum eða vegna erfiðra félagslegra aðstæðna viðkomandi eða erfiðra almennra aðstæðna í heimaríki eða í landi sem honum yrði vísað til, má líta til almennra mannúðarsjónarmiða þó svo að skilyrði 37. gr. séu ekki uppfyllt. Ákvæði þessu skal ekki beitt nema skorið hafi verið úr um með efnismeðferð að útlendingur uppfylli ekki skilyrði alþjóðlegrar verndar skv. 37. og 39. gr. 

Heimilt er að veita útlendingi sem sótt hefur um alþjóðlega vernd og ekki fengið niðurstöðu í máli sínu á stjórnsýslustigi innan 18 mánaða eftir að hann sótti fyrst um alþjóðlega vernd hér á landi dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða samkvæmt ákvæði þessu að því tilskyldu að skorið hafi verið úr um að útlendingur uppfylli ekki skilyrði skv. 37. og 39. gr. Skilyrði fyrir veitingu dvalarleyfis í þeim tilvikum eru að:

a) tekin hafi verið skýrsla af umsækjanda um alþjóðlega vernd, 

b) ekki leiki vafi á því hver umsækjandi er, 

c) ekki liggi fyrir ástæður sem geta leitt til brottvísunar umsækjanda 

d) útlendingur hafi veitt upplýsingar og aðstoð við úrlausn máls. 

Ákvæði 2. mgr. gilda ekki um útlending sem eitt eða fleira af eftirfarandi skilyrðum á við um:

a) Útlendingur hefur framvísað fölsuðum skjölum með það að markmiði að styrkja umsókn sína um alþjóðlega vernd, 

b) útlendingur hefur dvalist á ókunnum stað í meira en tvær vikur eða hefur yfirgefið landið án leyfis, 

c) útlendingur hefur veitt rangar upplýsingar um fyrri dvöl í ríki sem tekur þátt í Dyflinnarsamstarfinu eða í ríki eða á svæði þar sem hann þurfti ekki að sæta ofsóknum og hafði ekki ástæðu til að óttast að verða sendur aftur til heimalands síns án þess að umsókn hans um alþjóðlega vernd hefði fengið fullnægjandi skoðun.

Réttaráhrif dvalarleyfis af mannúðarástæðum

Dvalarleyfi af mannúðarástæðum er veitt til eins árs í senn en við endurnýjun er heimilt að veita það til allt að tveggja ára. Dvalarleyfishafi fær, eins og handhafi alþjóðlegrar verndar, aðstoð við að koma undir sig fótunum hér á landi og getur stundað vinnu eða nám. Hann getur fengið útgefin ferðaskilríki fyrir útlending sem eru tekin gild í öllum ríkjum Evrópusambandsins og flestum öðrum ríkjum heims en hann getur þó ekki notað það til að fara til heimalands síns nema að hann fái til þess sérstaka heimild. Dvalarleyfi af mannúðarástæðum getur skapað leyfishafa rétt til ótímabundins dvalarleyfis.

Almennar reglur um fjölskyldusameiningu gilda um þá sem fá veitt dvalarleyfi af mannúðarástæðum.

Samkvæmt 59. gr. útlendingalaga er heimilt að afturkalla dvalarleyfi hafi útlendingur við umsókn, gegn betri vitund, veitt rangar upplýsingar eða leynt atvikum sem hefðu getað haft verulega þýðingu við leyfisveitinguna eða ekki eru lengur uppfyllt skilyrði fyrir veitingu dvalarleyfis eða það leiðir að öðru leyti af almennum stjórnsýslureglum.

  • Alþjóðleg vernd
  • Helstu hugtök og skilgreiningar
  • Ferill umsókna
  • - Hvernig er sótt um?
  • - Meðferð umsókna
  • - Afturköllun umsóknar
  • - Máli lokið með ákvörðun ÚTL
  • Fylgd úr landi eftir synjun
  • Sjálfviljug heimför
  • Réttindi og þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd
    • Reglur um gestakomur í búsetuúrræðum Útlendingastofnunar
  • - Bráðabirgðadvalar- og atvinnuleyfi
  • Listi yfir örugg ríki
  • Algengar spurningar
  • Vegabréf fyrir útlendinga
  • Ferðaskírteini fyrir flóttamenn

Tenglar

  • Dómsmálaráðuneytið
  • Kærunefnd útlendingamála
  • New in Iceland
  • Fjölmenningarsetur
  • Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna
  • Mannréttindaskrifstofa
  • Vinnumálastofnun
  • Þjóðskrá
  • Persónuvernd

Upplýsingar

  • Útlendingastofnun
  • Dvalarleyfi
  • Áritanir
  • Ríkisborgararéttur
  • Alþjóðleg vernd

OPNUNARTÍMI

Mánudaga til fimmtudaga 9 - 14
Föstudaga 9 - 12

Sími: 444 0900

Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Staðsetning

Útlendingastofnun | Dalvegi 18 | 201 Kópavogi | 444 0900 | utl@utl.is

Kt. 670269-6399 | Rkn. 0515-26-410424 

Jafnlaunavottun adalmerki 2020 2023 f ljosan grunn hr monitor 2020