Foreldri fylgdarlauss flóttabarns á Íslandi á rétt á alþjóðlegri vernd með fjölskyldusameiningu ef:
- fylgdarlausa flóttabarnið fékk viðurkenningu á réttarstöðu sinni sem flóttamaður á Íslandi áður en það varð 18 ára,
- foreldrið sem sækir um fjölskyldusameiningu
- hefur farið með forsjá barnsins og
- ætlar að búa með barninu hér á landi.
Ef einungis annað foreldri fylgdarlauss flóttabarns hefur farið með forsjá þess, nýtur það eitt réttarins til alþjóðlegrar verndar hér á landi.
Foreldrar annarra flóttamanna en fylgdarlausra barna eiga ekki rétt á alþjóðlegri vernd á Íslandi en geta sótt um almennt dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar ef þeir eru 67 ára eða eldri.
RÉTTINDI
- Dvalarleyfi á grundvelli alþjóðlegrar verndar sem foreldri fylgdarlauss flóttabarns er að jafnaði veitt til fjögurra ára í senn og er endurnýjanlegt.
- Dvalarleyfið getur verið grundvöllur ótímabundins dvalarleyfis.
- Dvalarleyfinu fylgir heimild til að vinna án atvinnuleyfis.
- Dvalarleyfið veitir rétt til fjölskyldusameiningar fyrir:
- Börn umsækjanda yngri en 18 ára, ef umsækjandi hefur forsjá þeirra
- Foreldri umsækjanda 67 ára og eldri.
- Einstaklingur sem nýtur alþjóðlegrar verndar getur átt rétt á íslenskum ríkisborgararétti eftir fimm ára samfellda búsetu á Íslandi.
UMSÓKN
Umsóknir er aðeins hægt að leggja fram á pappírsformi, annað hvort í þar til gerðan póstkassa í anddyri Útlendingastofnunar að Dalvegi 18 í Kópavogi eða með því að senda umsókn í bréfpósti á sama heimilisfang. Einnig er hægt að leggja inn umsóknir hjá embættum sýslumanna utan höfuðborgarsvæðisins.
Það er á ábyrgð umsækjanda að leggja fram fullnægjandi gögn með umsókn. Ef fullnægjandi gögn berast ekki með umsókninni getur það leitt til þess að afgreiðsla umsóknar tefjist eða að umsókninni verði synjað.
Gögn sem allir umsækjendur þurfa að leggja fram:
- Umsókn um dvalarleyfi og alþjóðlega vernd.
- Umsókn þarf að vera í frumriti, vel út fyllt og undirrituð af umsækjanda.
- Passamynd (35mm x 45mm).
- Ljósrit vegabréfs.
- Ljósrit þarf að vera af síðum með eftirfarandi upplýsingum: persónuupplýsingum umsækjanda, gildistíma vegabréfs, rithandarsýnishorni, áritunum og komustimpli ef umsækjandi er kominn til landsins. Mikilvægt er að ljósrit sé skýrt, í lit og að allar umbeðnar upplýsingar komi fram.
- Athugið að ef umsækjandi er með tvö eða fleiri ríkisföng þarf að skila ljósriti úr öllum vegabréfum umsækjanda.
- Sakavottorð.
- Má leggja fram í afriti.
- Skal gefið út af æðsta yfirvaldi sem heimilt er að gefa út slíkt vottorð í búsetulandi umsækjanda.
- Má ekki vera eldra en 12 mánaða á umsóknardegi.
- Ef vottorðið er á öðru tungumáli en ensku eða Norðurlandamáli, verður því að fylgja þýðing löggilts skjalaþýðanda.
- Ef þýðandinn hefur ekki fengið löggildingu á Íslandi þarf lögformlega staðfestingu á frumrit þýðingarinnar.
- Gögn sem sýna fram á forsjá barns. Athugið að aðeins forsjárforeldrar geta sótt um dvalarleyfi fyrir barn sitt.
- Eftirfarandi gögn geta sýnt fram á hver fer með forsjá barns:
- Forsjárgögn.
- Skulu gefin út af þar til bæru stjórnvaldi, svo sem sýslumanni eða dómstólum.
- Skilyrði er að gögnin séu ekki eldri en 6 mánaða.
- Ef fleiri en einn aðili fer með forsjá barns, þarf einnig að leggja fram frumrit vottaðrar yfirlýsingar þess foreldris sem ekki er búsett á Íslandi um að það samþykki að barnið fái dvalarleyfi á Íslandi.
- Skilnaðargögn.
- Ef foreldrar barns eru lögskilin og fram kemur í skilnaðargögnum hver fari með forsjá barns, teljast þau gögn nægileg til staðfestingar á forsjá.
- Dánarvottorð.
- Ef annað foreldri barns er látið og eftirlifandi foreldri fer eitt með forsjá þess, telst staðfest afrit dánarvottorðs nægileg staðfesting á forsjá.
- Forsjárgögn.
- Ofangreind vottorð eða gögn má leggja fram í lögformlega staðfestu frumriti eða staðfestu afriti af lögformlega staðfestu frumriti.
- Ef vottorðið er á öðru tungumáli en ensku eða Norðurlandamáli, verður því að fylgja frumrit þýðingar löggilts skjalaþýðanda.
- Ef þýðandinn hefur ekki fengið löggildingu á Íslandi þarf lögformlega staðfestingu á frumrit þýðingarinnar.
- Athugið að yfirlýsing fyrir dómstólum telst ekki fullnægjandi forsjárgagn þótt hún sé útgefin af dómstólum og vottuð af lögbókanda.
- Eftirfarandi gögn geta sýnt fram á hver fer með forsjá barns:
- Umboð. Í frumriti og vottað af tveimur vottum.
- Umboð þarf ekki að berast nema umsækjandi vilji að einhver annar en hann sjálfur fái upplýsingar um vinnslu umsóknarinnar hjá Útlendingastofnun.
- Það athugist að maki þarf umboð vilji umsækjandi að maki geti fengið upplýsingar um umsókn.
Viðbótargögn sem umsækjandi getur þurft að leggja fram:
- Staðfesting á sambandi með samskiptum.
- Útlendingastofnun getur óskað eftir afriti af samskiptum milli umsækjanda og barns, til dæmis á samskiptaforritunum Viber, Facebook eða WhatsApp.
- Ekki þarf að afhenda afrit af öllum samskiptum heldur aðeins að sýna fram á að samskipti umsækjanda og barns hafi spannað tiltekið tímabil.
- Hægt er að taka skjáskot af samskiptum og senda sem viðhengi á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., prenta út og skila til Útlendingastofnunar eða skila þeim inn á USB lykli.
- Útlendingastofnun getur óskað eftir afriti af samskiptum milli umsækjanda og barns, til dæmis á samskiptaforritunum Viber, Facebook eða WhatsApp.
- Staðfesting á sambandi með ljósmyndum.
- Útlendingastofnun getur óskað eftir ljósmyndum af umsækjanda og barni saman við hátíðahöld, á ferðalögum sem og úr hversdagslífi þeirra á mismunandi tímum. Hægt er að senda myndir sem viðhengi á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða skila þeim inn á USB lykli.
- Greinargerð sem inniheldur meðal annars upplýsingar um eftirfarandi:
- Hvort umsækjandi hafi búið með barni sínu áður en þau urðu viðskila og ef svo er þá hvar (borg eða bær).
- Hvernig, hvenær og hvers vegna barnið, sem nýtur alþjóðlegrar verndar á Íslandi, varð viðskila við umsækjanda
- Hvort umsækjandi og barnið, sem nýtur alþjóðlegrar verndar á Íslandi, hafi verið í samskiptum eftir að þau urðu viðskila og ef svo er, hvernig þeim samskiptum er háttað og hvenær og hvernig samskipti komust á.
- Hvers vegna umsækjandi fylgdi ekki barni þegar það kom fylgdarlaust til Íslands og sótti um alþjóðlega vernd.
- Fjölskyldubók.
- Útlendingastofnun getur óskað eftir að með umsókn fylgi fjölskyldubók svo unnt sé að staðfesta ættartengsl aðila.
- Fjölskyldubókin skal leggja fram í lögformlega staðfestu frumriti eða staðfestu afriti af lögformlega staðfestu frumriti.
- Ef vottorðið er á öðru tungumáli en ensku eða Norðurlandamáli, verður því að fylgja þýðing löggilts skjalaþýðanda.
- Ef þýðandinn hefur ekki fengið löggildingu á Íslandi þarf lögformlega staðfestingu á frumrit þýðingarinnar.
- Athugið að yfirlýsing fyrir dómstólum telst ekki fullnægjandi þótt hún sé útgefin af dómstólum og vottuð af lögbókanda.
- Fjölskyldutengsl.
- Útlendingastofnun getur óskað eftir að fá skriflegar upplýsingar um hvort umsækjandi hafi einhver fjölskyldutengsl hér á landi, það er hvort viðkomandi eigi ættingja hér aðra en barn og hvernig þeim fjölskyldutengslum er háttað. Skriflegar upplýsingar þurfa að berast frá umsækjanda.
- Sakavottorð.
- Ef þörf þykir getur Útlendingastofnun óskað eftir að umsækjandi leggir fram sakavottorð í lögformlega staðfestu frumriti eða staðfestu afriti af lögformlega staðfestu frumriti.
- Vottorðið skal gefið út af æðsta yfirvaldi sem heimilt er að gefa út slíkt vottorð í búsetulandi umsækjanda.
- Það má ekki vera eldra en 12 mánaða á umsóknardegi.
- Ef vottorðið er á öðru tungumáli en ensku eða Norðurlandamáli, verður því að fylgja þýðing löggilts skjalaþýðanda.
- Ef þýðandinn hefur ekki fengið löggildingu á Íslandi þarf lögformlega staðfestingu á frumrit þýðingarinnar.
- Ef þýðandinn hefur ekki fengið löggildingu á Íslandi þarf lögformlega staðfestingu á frumrit þýðingarinnar.
Uppfylli umsækjandi öll skilyrði dvalarleyfis verður leyfið veitt og umsækjanda í framhaldinu send tilkynning um veitinguna.
Dvalarleyfið verður þó ekki útgefið fyrr en umsækjandi hefur mætt í myndatöku til Útlendingastofnunar eða sýslumanna utan höfuðborgarsvæðisins og gengist undir læknisskoðun. Miðað er við að umsækjandi mæti til myndatöku innan viku frá komu til landsins og gangist undir læknisskoðun innan tveggja vikna frá komu til landsins.
Útlendingastofnun synjar útgáfu dvalarleyfis uppfylli umsækjandi ekki ofan talin skilyrði. Það getur leitt til ólögmætrar dvalar og brottvísunar.
ENDURNÝJUN
Dvalarleyfi á grundvelli alþjóðlegrar verndar sem foreldri fylgdarlauss flóttabarns er að jafnaði veitt til fjögurra ára í senn og er endurnýjanlegt ef skilyrði þess eru enn uppfyllt.
Sækja þarf um endurnýjun dvalarleyfis að minnsta kosti fjórum vikum áður en gildistími leyfis rennur út.
Eftir fjögurra ára dvöl á Íslandi á dvalarleyfi á grundvelli alþjóðlegrar verndar er einnig hægt að sækja um ótímabundið dvalarleyfi.
Gögn sem þarf að leggja fram:
- Umsókn um endurnýjun dvalarleyfis.
- Umsókn þarf að vera í frumriti, vel útfyllt og undirrituð af umsækjanda.
- Ljósrit vegabréfs (þarf ekki að vera staðfest).
- Ljósrit þarf að vera af síðum með eftirfarandi upplýsingum: persónuupplýsingum umsækjanda, gildistíma vegabréfs, rithandarsýnishorni, áritunum og komustimpli ef umsækjandi er kominn til landsins. Mikilvægt er að ljósrit sé skýrt, í lit og að allar umbeðnar upplýsingar komi fram á afriti.
- Athugið að ef umsækjandi er með tvö eða fleiri ríkisföng þarf að skila ljósriti úr öllum vegabréfum umsækjanda.
Útlendingastofnun getur óskað eftir viðbótargögnum þegar sérstakar ástæður mæla með því.
SÉRSKILYRÐI
Ferðalag til heimaríkis getur leitt til afturköllunar á vernd
Einstaklingur sem fær alþjóðlega vernd með fjölskyldusameiningu við flóttamann fær sömu réttindi og skyldur og flóttamaðurinn sem hann sameinast hér á landi. Hann er skilgreindur sem flóttamaður samkvæmt íslenskum lögum og alþjóðasamningum og getur því ekki ferðast til heimaríkis/heimaríkja án þess að eiga á hættu að alþjóðleg vernd hans og þar með dvalarleyfi hér á landi verði afturkallað.
Alþjóðleg vernd er veitt á þeirri forsendu að öryggi flóttamanns sé í hættu í heimalandi. Snúi hann þangað aftur gefur það í skyn að ástandið í heimalandi hafi batnað og að flóttamaðurinn þurfi ekki lengur á alþjóðlegri vernd að halda.