• Íslenska
  • English (UK)

Sidebar

  • Heim
  • Um Útlendingastofnun
    • Útlendingastofnun
    • Fréttir
    • Greinar
    • Tölfræði
      • Tölfræði leyfasviðs
      • Tölfræði verndarsviðs
    • Ársskýrslur
    • Stefnur Útlendingastofnunar
      • Stefna Útlendingastofnunar til ársins 2023
      • Launastefna
      • Jafnlaunastefna
      • Tungumálastefna
      • Persónuverndarstefna
    • Skipurit
    • Gjaldskrá
    • Eyðublöð
    • Afgreiðslutími
    • Samstarfssamningar
    • Lög og reglugerðir
    • Algengar spurningar
      • Dvalarleyfi
      • Alþjóðleg vernd
      • Vegabréfsáritanir
      • Íslenskur ríkisborgararéttur
      • Túlkanir og þýðingar
    • Hafa samband
    • COVID-19
  • Eyðublöð
  • Afgreiðslutími
  • Tímabókanir
  • Hafa samband
  • Algengar spurningar
  • Tölfræði
    • Tölfræði leyfasviðs
    • Tölfræði verndarsviðs
  1. Heim
  2. - Barn

Dvalarleyfi fyrir börn

Dvalarleyfi fyrir börn eru veitt á grundvelli 71. greinar útlendingalaga númer 80/2016.

Í skilningi útlendingalaga er einstaklingur talinn barn ef viðkomandi er undir 18 ára aldri og ekki í hjúskap.

Dvalarleyfið er veitt barni yngra en 18 ára ef foreldri þess er búsett hér á landi og er

  • íslenskur ríkisborgari,
  • norrænn ríkisborgari, 
  • erlendur ríkisborgari með ótímabundið dvalarleyfi,
  • erlendur ríkisborgari með tímabundið dvalarleyfi
    • sem sérfræðingur,
    • sem íþróttamaður,
    • sem maki eða sambúðarmaki,
    • sem námsmaður í framhaldsnámi,
    • á grundvelli alþjóðlegrar verndar,
    • á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða
    • vegna sérstakra tengsla við landið.

Skilyrði er að barnið sé í forsjá og á framfæri þess aðila sem það leiðir rétt sinn af og að barnið muni búa hjá forsjárforeldri.  

Forsjáraðili sem ekki er líffræðilegt foreldri barns á ekki rétt á dvalarleyfi fyrir barnið nema forsjáraðili hafi jafnframt ættleitt barnið. Ættleiðingu þarf að vera lokið áður en umsókn er lögð fram og hún þarf að vera gerð í samræmi við íslensk lög. Ef einstaklingur búsettur hér á landi ætlar að ættleiða barn erlendis, þarf forsamþykki sýslumanns fyrir henni, sjá lög um ættleiðingar númer 130/1999.

Þú gætir átt rétt á dvalarleyfi sem barn ef öll eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt, ásamt fleirum

  • þú ert yngri en 18 ára,
  • átt foreldri sem búsett er hér á landi og er íslenskur eða norrænn ríkisborgari eða erlendur ríkisborgari með ótímabundið dvalarleyfi eða á grundvelli tímabundins dvalarleyfis sem talið er upp hér að ofan,
  • ert í forsjá og á framfæri foreldris þíns sem býr hér á landi,
  • forsjárforeldri, eitt eða fleiri, samþykkja að þú fáir dvalarleyfi hér á landi,
  • ert sjúkratryggð(ur) hjá íslensku tryggingafélagi (undir liðnum vátryggingafélög) eða erlendu tryggingafélagi sem hefur starfsleyfi á Íslandi (undir liðnum erlend vátryggingafélög),
  • hefur ekki afplánað refsingu erlendis frá 15 ára aldri eða verið dæmd(ur) til lengri refsingar en sem samsvarar 3 mánaða fangelsi samkvæmt íslenskum lögum,
  • ef foreldri/forsjáraðili hefur ekki á síðustu 5 árum hlotið dóm eða verið látinn sæta öryggisráðstöfunum (nema undanþága eigi við), 
  • átt vegabréf þar sem gildistími er minnst 90 dagar umfram áætlaðan gildistíma dvalarleyfis.

Þú mátt ekki

  • vera eldri en 18 ára þegar leyfið er veitt, nema ef sótt er um endurnýjun dvalarleyfis (og þá er skilyrði að þú sért í námi eða vinnu og búir hjá foreldri),
  • vera í hjúskap eða sambúð við endurnýjun dvalarleyfis,
  • vera lengur frá Íslandi en 90 daga á hverju 12 mánaða tímabili á meðan leyfið er í gildi, annars getur dvalarleyfið verið fellt niður eða afturkallað.

Umsókn um dvalarleyfi og atvinnuleyfi (ef við á) og önnur fylgigögn skulu lögð fram hjá Útlendingastofnun eða sýslumönnum utan höfuðborgarsvæðisins. Það athugist að mismunandi reglur gilda um heimild til dvalar þegar umsókn er lögð fram og á meðan hún er til vinnslu. Börn mega vera stödd á landinu þegar umsókn er lögð fram ef þau byggja rétt sinn á aðila sem talinn er upp hér að ofan nema barn námsmanns ef það er áritunarskylt. Sjá nánari upplýsingar í umfjöllun um réttindi sem fylgja leyfinu.

Ef umsækjandi uppfyllir ekki skilyrði dvalarleyfis verður því synjað og umsækjandi þarf að yfirgefa landið. Yfirgefi umsækjandi ekki landið getur það leitt til brottvísunar og endurkomubanns. Endurkomubann felur í sér bann við endurkomu á Schengen-svæðið um ákveðinn tíma eða að lágmarki 2 ár.

Það er á ábyrgð umsækjanda að sækja um endurnýjun dvalarleyfis að minnsta kosti 4 vikum áður en gildistími leyfis rennur út. Sé það gert er umsækjanda heimilt að dvelja á Íslandi á meðan umsókn um endurnýjun er til vinnslu hjá Útlendingastofnun. Sé ekki sótt um endurnýjun dvalarleyfis áður en gildistími rennur út verður farið með umsókn eins og um fyrsta leyfi sé að ræða en ekki endurnýjun. Umsókn sem berst eftir að gildistími eldra leyfis er útrunninn verður synjað ef umsækjandi hefur ekki heimild til að dvelja á landinu meðan umsókn er til vinnslu. Sjá nánar um feril umsókna og heimild til dvalar. 

Nánar um dvalarleyfi fyrir börn

Réttindi sem fylgja leyfinu

Umsókn um fyrsta leyfi

Endurnýjun


Réttindi sem fylgja leyfinu

  • Barn má vera statt á landinu þegar sótt er um dvalarleyfið og það er til vinnslu, nema barn námsmanns sem er áritunarskylt. Áritunarskyldur umsækjandi, sem staddur er erlendis þegar sótt er um dvalarleyfið, getur ekki komið til landsins fyrr en dvalarleyfi hefur verið veitt.
  • Dvalarleyfið er að jafnaði veitt til eins árs í senn en að hámarki í tvö ár. Það getur þó aldrei gilt lengur en leyfi þess sem umsækjandi leiðir rétt sinn af.
  • Heimilt er að endurnýja dvalarleyfið að hámarki í tvö ár, séu skilyrði leyfis enn uppfyllt, en þó getur leyfið aldrei gilt lengur en leyfi þess sem umsækjandi leiðir rétt sinn af.
  • Barn sem er með dvalarleyfi í gildi má vinna án atvinnuleyfis til 18 ára aldurs en er óheimilt að vinna þegar það hefur náð 18 ára aldri nema sækja um atvinnuleyfi. 
  • Dvalarleyfið getur verið grundvöllur ótímabundins dvalarleyfis.
  • Barn sem á íslenskan ríkisborgara að öðru foreldri á rétt á ríkisborgararétti hafi barnið verið búsett hér í tvö ár, að uppfylltum öðrum skilyrðum. Skilyrði er að foreldrið hafi haft íslenskan ríkisborgararétt í minnst fimm ár. Barn getur einnig fengið veittan íslenskan ríkisborgararétt samhliða veitingu ríkisborgararéttar til foreldris.

Umsókn um fyrsta leyfi

Barnið má hvorki vera orðið 18 ára þegar umsókn er lögð fram né þegar dvalarleyfi er veitt (nema um endurnýjun sé að ræða).

Með umsókn skulu fylgja öll þau gögn sem Útlendingastofnun gerir kröfu um til staðfestingar á því að skilyrði dvalarleyfis séu uppfyllt. 

Gögn sem forsjárforeldri þarf að leggja fram fyrir hönd barns

  1. Greiðslukvittun (ef greitt hefur verið fyrir umsóknina í banka). Koma þarf skýrt fram fyrir hvern er verið að greiða. Skráið nafn umsækjanda, fæðingardag og fæðingarár í tilvísun.
  2. Umsókn um dvalarleyfi. (Vinsamlegast hlaðið niður og vistið á tölvu áður en fyllt er út).
     Í frumriti, vel útfyllt og undirrituð af báðum forsjáraðilum séu þeir fleiri en einn. Mikilvægt er að greina frá dvalarstað barnsins hér á landi. Liggi heimilisfang ekki fyrir skal forsjáraðili leggja fram tilkynningu um dvalarstað eftir að barnið kemur til landsins (t.d. við myndatöku).
  3. Passamynd (35mm x 45mm).
  4. Ljósrit vegabréfs. Gildistími skal vera minnst 90 dagar umfram gildistíma dvalarleyfis. Ljósrit þarf að vera af persónusíðu og síðu með undirskrift umsækjanda, þegar þess er krafist. 
  5. Sjúkrakostnaðartrygging. Umsækjandi þarf að leggja fram staðfestingu tryggingar frá íslensku tryggingafélagi (undir liðnum vátryggingafélög) eða erlendu tryggingafélagi sem hefur starfsleyfi á Íslandi (undir liðnum erlend vátryggingafélög). Tryggingin skal gilda í 6 mánuði frá skráningu umsækjanda í þjóðskrá og vera að lágmarki 2.000.000 kr. Skráning í þjóðskrá miðast að öllu jöfnu við þá dagsetningu sem umsækjandi kemur til myndatöku hjá Útlendingastofnun eða sýslumanni vegna útgáfu dvalarskírteinis, hafi hann dvalið hér á landi samfellt frá því að myndatakan fór fram. Börn og unglingar, yngri en 18 ára, eru sjúkratryggð með foreldrum sínum eða forsjármönnum sem hafa verið skráðir með lögheimili hér á landi í að minnsta kosti sex mánuði og er því ekki þörf á að kaupa sérstaka sjúkratryggingu fyrir börn sem flytja til foreldra sinna.
  6. Framfærslugögn frá foreldri sem staðfesta trygga framfærslu barns á dvalartíma. Ef forsjárforeldri er þegar með dvalarleyfi á landinu þarf viðkomandi að sýna fram á að hafa framfleytt barninu síðustu 12 mánuði áður en sótt er um dvalarleyfi. Slík staðfesting getur til dæmis verið í formi bankayfirlits eða millifærslukvittana.
  7. Afrit af sakavottorði barns frá búseturíki (ef barn hefur náð 15 ára aldri). Sakavottorð má ekki vera eldra en 12 mánaða. Sakavottorð skulu gefin út af æðsta yfirvaldi sem heimilt er að gefa út slíkt vottorð í viðkomandi ríki.
  8. Þýðing löggilts skjalaþýðanda á sakavottorði. Á aðeins við ef erlend vottorð eru á öðru tungumáli en ensku eða Norðurlandamáli. Athugið að krafist er vottunar á þýðinguna sé hún unnin af þýðanda sem ekki hefur fengið löggildingu á Íslandi.
  9. Staðfest frumrit neðangreindra vottorða (og þýðinga þeirra, ef við á) frá heimalandi barns.

-  Krafist er vottunar á neðangreind vottorð, það er apostille vottunar eða tvöfaldrar keðjustimplunar. Aðrar vottanir geta átt við.

-  Afrit þurfa að vera stimpluð af opinberu yfirvaldi sem hefur til þess heimild.

-  Leggja þarf fram þýðingu löggilts skjalaþýðanda á vottorðum sem eru á öðru tungumáli en ensku eða Norðurlandamáli. Krafist er vottunar á þýðingum sé hún unnin af þýðanda sem ekki hefur fengið löggildingu á Íslandi, það er apostille vottunar eða tvöfaldrar keðjustimplunar. 

  1. Forsjárgögn (og þýðing, ef við á). Aðeins forsjárforeldrar geta sótt um dvalarleyfi fyrir barn sitt. Eftirfarandi gögn geta sýnt fram á hver fer með forsjá barns:

- Forsjárgögn sem gefin eru út af þar til bæru stjórnvaldi, s.s. sýslumanni eða dómstólum. Skilyrði er að gögnin séu ekki eldri en 6 mánaða. Ef fleiri en einn aðili fer með forsjá barns þarf einnig að leggja fram frumrit vottaðrar yfirlýsingar þess foreldris sem ekki er búsett á Íslandi um að það sé samþykkt því að barnið fái dvalarleyfi á Íslandi.

- Skilnaðargögn. Ef foreldrar barns eru lögskildir og fram kemur í skilnaðargögnum hver fari með forsjá barns teljast þau gögn nægileg til staðfestingar á forsjá.

- Dánarvottorð. Ef annar forsjáraðili barns er látinn og eftirlifandi forsjáraðili fer einn með forsjá þess telst staðfest afrit dánarvottorðs nægileg staðfesting á forsjá.

b. Fæðingarvottorð barns (og þýðing, ef við á).

c. Hjúskaparstöðuvottorð barns, hafi það náð 16 ára aldri (og þýðing, ef við á). Hjúskaparstöðuvottorð má ekki vera eldra en 6 mánaða.

Gögn sem er heimilt að leggja fram

  • Umboð í frumriti vottað af tveimur vottum. Umboð þarf ekki að berast nema forsjárforeldri vilji að einhver annar en hann sjálfur fái upplýsingar um vinnslu umsóknarinnar hjá Útlendingastofnun.

Það er á ábyrgð forsjáraðila að leggja fram nauðsynleg fylgigögn umsóknar. Ef fullnægjandi gögn berast ekki til Útlendingastofnunar með umsókninni getur það leitt til þess að afgreiðsla umsóknar tefjist eða að umsókninni verði synjað.

Útlendingastofnun getur óskað eftir viðbótargögnum þegar sérstakar ástæður mæla með því.

Uppfylli umsækjandi öll skilyrði dvalarleyfis verður dvalarleyfið veitt og umsækjanda í framhaldinu send tilkynning um veitinguna. Dvalarleyfið verður þó ekki útgefið fyrr en umsækjandi hefur mætt í myndatöku til Útlendingastofnunar eða sýslumanna utan höfuðborgarsvæðisins, tilkynnt um dvalarstað til Útlendingastofnunar og gengist undir læknisskoðun. Miðað er við að umsækjandi mæti til myndatöku innan við viku frá komu til landsins og leggi fram tilkynningu um dvalarstað (t.d. við myndatöku) og gangist undir læknisskoðun innan tveggja vikna frá komu til landsins.

Útlendingastofnun synjar um útgáfu dvalarleyfis uppfylli umsækjandi ekki ofantalin skilyrði. Það getur leitt til ólögmætrar dvalar og brottvísunar.

Endurnýjun

Sækja þarf um endurnýjun dvalarleyfis að minnsta kosti 4 vikum áður en gildistími leyfis rennur út. Sé það gert er umsækjanda heimilt að dvelja á Íslandi á meðan umsókn um endurnýjun er til vinnslu hjá Útlendingastofnun. Sé ekki sótt um endurnýjun dvalarleyfis áður en gildistími rennur út verður farið með umsókn eins og um fyrsta leyfi sé að ræða en ekki endurnýjun. Umsókn sem berst eftir að gildistími eldra leyfis er útrunninn verður synjað ef umsækjandi hefur ekki heimild til dvalar á landinu á meðan umsókn er til vinnslu. Sjá nánar um feril umsókna og heimild til dvalar.

Heimilt er að endurnýja dvalarleyfi fyrir barn ef skilyrði dvalarleyfis eru enn uppfyllt.

 

Gögn sem leggja þarf fram fyrir einstakling yngri en 18 ára

  1. Greiðslukvittun (ef greitt hefur verið fyrir umsóknina í banka). Koma þarf skýrt fram fyrir hvern er verið að greiða. Skráið nafn umsækjanda, fæðingardag og fæðingarár í tilvísun.
  2. Umsókn um dvalarleyfi. Í frumriti, vel útfyllt og undirrituð af báðum forsjáraðilum séu þeir fleiri en einn.
  3. Ljósrit vegabréfs. Gildistími skal vera minnst 90 dagar umfram gildistíma dvalarleyfis. Ljósrit þarf að vera af persónusíðu og síðu með undirskrift umsækjanda.

 

Gögn sem leggja þarf fram fyrir umsækjanda sem er orðinn 18 ára

Heimilt er að endurnýja dvalarleyfið þrátt fyrir að barnið hafi náð 18 ára aldri en þá er skilyrði að barnið stundi nám eða störf hér á landi, það sé búsett hjá foreldri og sé hvorki í hjúskap né sambúð.

  1. Greiðslukvittun (ef greitt hefur verið fyrir umsóknina í banka). Koma þarf skýrt fram fyrir hvern er verið að greiða. Skráið nafn umsækjanda, fæðingardag og fæðingarár í tilvísun.
  2. Umsókn um dvalarleyfi. (Vinsamlegast hlaðið niður og vistið á tölvu áður en fyllt er út). Í frumriti, vel útfyllt og undirrituð af umsækjanda.
  3. Ljósrit vegabréfs. Gildistími skal vera minnst 90 dagar umfram gildistíma dvalarleyfis. Ljósrit þarf að vera af persónusíðu og síðu með undirskrift umsækjanda.
  4. Framfærsla. Umsækjandi þarf að sýna fram á sjálfstæða framfærslu ef hann stundar vinnu og er ekki í námi. Umsækjanda sem er í námi er heimilt að vera á framfæri foreldris.
  5. Staðfesting á skólavist, ef við á. Ef umsækjandi stundar nám þarf að sýna fram á að hann sé skráður í viðurkennt nám.
  6. Umsókn um atvinnuleyfi vegna fjölskyldusameiningar og ráðningarsamningur, ef við á. Í frumriti, undirrituð bæði af umsækjanda og atvinnurekanda og staðfest af viðeigandi stéttarfélagi. Þetta á einnig við ef umsækjandi hyggst stunda vinnu með námi hér á landi.

Gögn sem er heimilt að leggja fram

  • Umboð í frumriti vottað af tveimur vottum. Umboð þarf ekki að berast nema umsækjandi vilji að einhver annar en hann sjálfur fái upplýsingar um vinnslu umsóknarinnar hjá Útlendingastofnun.

Það er á ábyrgð forsjáraðila eða umsækjanda eldri en 18 ára að leggja fram nauðsynleg fylgigögn umsóknar. Ef fullnægjandi gögn berast ekki til Útlendingastofnunar með umsókninni getur það leitt til þess að afgreiðsla umsóknar tefjist eða að umsókninni verði synjað. Útlendingastofnun getur óskað eftir viðbótargögnum þegar sérstakar ástæður mæla með því.

  • Hverjir þurfa dvalarleyfi?
  • Ferill umsókna
    • Útgáfustaðir D-áritana
  • Afgreiðslutími og umsóknir í vinnslu
  • Langtímavegabréfsáritun
  • Langtímavegabréfsáritun fyrir fólk í fjarvinnu og aðstandendur þess
  • Fjölskyldusameining
  • - Maki eða sambúðarmaki
  • - Barn
  • - Foreldri 67 ára og eldri
  • - Foreldri barns yngra en 18 ára
  • Atvinnuleyfi
    • Flýtimeðferð
  • Nám
    • Endurnýjun og námsárangur
  • Vistráðning / au-pair
  • Vinnudvöl fyrir ungt fólk
  • Sjálfboðaliðar
  • Trúboðar
  • Lögmætur tilgangur
  • Sérstök tengsl við Ísland
  • Ríkisborgarar EES/EFTA og aðstandendur þeirra
    • EES og EFTA ríkin
  • Ótímabundið dvalarleyfi
  • Réttindi
  • Grunnskilyrði
  • Gagnakröfur
    • FBI sakavottorð
  • Heimild til dvalar
  • Synjun umsóknar um dvalarleyfi
  • Afturköllun dvalarleyfis
  • Algengar spurningar
  • Brottvísun og endurkomubann

Tenglar

  • Dómsmálaráðuneytið
  • Kærunefnd útlendingamála
  • New in Iceland
  • Fjölmenningarsetur
  • Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna
  • Mannréttindaskrifstofa
  • Vinnumálastofnun
  • Þjóðskrá
  • Persónuvernd

Upplýsingar

  • Útlendingastofnun
  • Dvalarleyfi
  • Áritanir
  • Ríkisborgararéttur
  • Alþjóðleg vernd

OPNUNARTÍMI

Mánudaga til fimmtudaga 9 - 14
Föstudaga 9 - 12

Sími: 444 0900

Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Staðsetning

Útlendingastofnun | Dalvegi 18 | 201 Kópavogi | 444 0900 | utl@utl.is

Kt. 670269-6399 | Rkn. 0515-26-410424 

Jafnlaunavottun adalmerki 2020 2023 f ljosan grunn hr monitor 2020