Almennt
Gagnakröfur
Atvinnuleyfi
Námsmenn
Fjölskyldusameining
Ótímabundið dvalarleyfi
Vistráðning/Au Pair
Almennt
Gagnakröfur
Það þýðir að skjalið hefur verið lögformlega staðfest og að það hafi gildi hér á landi. Það eru tvær viðurkenndar leiðir til að fá frumrit vottorða staðfest. Hvor leiðin er farin ræðst af því í hvaða landi vottorðið var gefið út, þ.e. hvort viðkomandi land sé aðili að Haag samningnum.
Apostille vottun er gerð í útgáfulandi skjalsins og þarf því að koma frumriti vottorðsins til stjórnvalds sem veitir slíka vottun í útgáfulandinu. Aðeins er hægt að fá apostille vottun í þeim ríkjum sem eru aðilar að Haag samningnum um afnám áskilnaðar um staðfestingu erlendra opinberra skjala.
Keðjustimplun (einnig kallað tvöföld staðfesting) er notuð í löndum þar sem ekki er hægt að fá apostille vottun. Það þýðir að vottorðið þarf tvo stimpla til að geta talist lögformlega staðfest, annan frá utanríkisráðuneyti þess lands sem gaf vottorðið út og hinn frá sendiskrifstofu Íslands gagnvart útgáfulandinu.
Til að fá slíka stimplun þarf fyrst að senda frumskjalið til utanríkisráðuneytis þess lands sem gaf út skjalið. Viðkomandi ráðuneyti staðfestir skjalið og sendir það áfram til sendiráðs Íslands gagnvart útgáfulandinu eða umsækjandi sér sjálfur um að koma skjalinu til sendiráðsins. Sendiráð Íslands gagnvart útgáfulandinu staðfestir að lokum að fyrri stimpillinn sé réttur.
Annars vegar getur þú sjálf/ur nálgast skattframtölin á heimasíðu RSK og er sú þjónusta gjaldfrjáls. Þú ferð inn á Þjónustuvefinn, og skráir þig inn með veflykli ríkisskattstjóra. Undir Yfirlit smellir þú á Staðfest afrit framtals, hakar við þau framtöl sem þú vilt nálgast og smellir á sækja afrit. Skattframtöl sendir þú svo á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu RSK. Upplýsingar og aðstoð er einnig gefin í síma þjónustuvers RSK (442 1000) alla virka daga á milli kl. 9.00 og 15.30.
Hin leiðin er að þú farir til Ríkisskattstjóra (RSK) og óskir eftir staðfestu afriti skattframtala. Þá færðu skattframtölin afhent útprentuð og stimpluð (fullnægjandi stimpill er „Rétt endurrit staðfestir“). Fyrir þá þjónustu þarf að greiða 1.000 kr. fyrir einstaklinga en 1.500 kr. fyrir þá sem eru samskattaðir.
Atvinnuleyfi
Námsmenn
Það athugist að framlengja þarf leyfi eftir fyrstu önn (6 mán) og þá þarf að leggja fram ný gögn til staðfestingar á framfærslunni. Þessi skjöl verða að vera í frumriti og staðfest með undirskrift og stimpli útgefanda.
Við síðari endurnýjun þarf umsækjandi að hafa lokið viðunandi námsárangri þar sem þess er krafist. Fer það eftir reglum viðkomandi háskóla hvað telst viðunandi námsárangur.
Ef ekki er hægt að sýna fram á skráningu í fullt nám eitt ár fram í tímann vegna þess að ekki hefur verið opnað fyrir skráningu (t.d. þegar nám hefst í janúar og lýkur í desember), mun Útlendingastofnun óska eftir upplýsingum um áframhaldandi skráningu í nám þegar þær upplýsingar liggja fyrir hjá viðkomandi skóla. Umsækjandi telst skráður í nám þegar hann hefur greitt skóla- eða skráningargjöld og er skráður í nám skv. staðfestingu frá viðkomandi skóla. Ef umsækjandi er ekki skráður í áframhaldandi nám eftir að fyrri önninni er lokið verður dvalarleyfi afturkallað.
Fjölskyldusameining
Nánustu aðstandendur í skilningi útlendingalaga eru maki, sambúðarmaki, börn viðkomandi yngri en 18 ára á hans framfæri og í hans forsjá, ættmenni hans eða maka í beinan legg eldri en 66 ára og á þeirra framfæri (foreldri, afi, amma, langamma, langafi osfrv.).
Í undantekningartilvikum getur barn eldra en 18 ára sem sækir um í fyrsta skipti fengið dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið. Sjónarmið fyrir veitingu slíkra leyfa er að finna hér.
Sambúðarmaki íslensks ríkisborgara getur sótt um atvinnuleyfi en hefur ekki heimild til að vinna fyrr en atvinnuleyfi hefur verið veitt.
Barn undir 18 ára aldri sem er með leyfi fyrir aðstandanda hefur heimild til að vinna án sérstaks atvinnuleyfis til 18 ára aldurs. Ef ætlunin er að vinna eftir 18 ára aldur þarf það að sækja um atvinnuleyfi.
Aðstandandi útlendings með dvalarleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar eða hefur búsetuleyfi getur sótt um atvinnuleyfi. Þetta á við um maka, sambúðarmaka og ættmenni 67 ára og eldri. Viðkomandi er óheimilt að starfa á Íslandi fyrr en atvinnuleyfi hefur verið veitt.
Maki:
Maki hefur verið giftur íslenskum ríkisborgara, búið með honum hér á landi og haft dvalarleyfi samfellt í þrjú ár eftir stofnun hjúskapar.
Sambúðarmaki:
Sambúðarmaki hefur verið í skráðri sambúð með íslenskum ríkisborgara, búið með honum hér á landi og haft dvalarleyfi samfellt í fimm ár.
Barn:
Barn sem á íslenskan ríkisborgara að foreldri ef hann hefur haft fasta búsetu og dvalarleyfi hér á landi samfellt í tvö ár og foreldrið haft íslenskan ríkisborgararétt í a.m.k. fimm ár. Ekki skiptir máli hversu gamall viðkomandi er, hann getur verið jafnt lögráða sem ólögráða. Það skiptir ekki máli hvernig dvalarleyfi viðkomandi var með, bara að hann hafi verið hér í tvö ár á dvalarleyfi og foreldrið hafi haft ríkisborgararétt í fimm ár.
Eða:
Útlendingur sem er lögráða og á íslenska ríkisborgara að foreldri og hefur haft fasta búsetu og dvalarleyfi hér á landi í samfellt í fimm ár. Ekki skiptir máli hversu lengi foreldrið hefur haft ríkisborgararétt, bara að hann sé til staðar og útlendingurinn sjálfur hafi dvalist hér löglega í fimm ár.
Staðfestingin er í formi korts sem viðkomandi getur sótt um hjá Útlendingastofnun/sýslumönnum. Kort er pantað og sent heim til umsækjanda en kortin gilda í fimm ár frá útgáfudegi þó leyfið sjálft gildi ótímabundið.
Ótímabundið dvalarleyfi
Vistráðning/Au Pair