Almennt um umsóknir
Búsetuskilyrði og leyfi
Staðfesting vottorða
Skjalaþýðing
Staðfest afrit
Framfærsla og skattframtöl
Íslenskupróf
Sakaferill og sakavottorð
Almennt um umsóknir
Þú þarft að nálgast eyðublað fyrir umboð á heimasíðu Útlendingastofnunar. Eyðublaðið fyllir þú út og gefur til kynna hver skuli hafa umboðið, og færð tvo votta að undirskrift þinni.
Eyðublaðinu þarft þú síðan að skila til Útlendingastofnunar.
Eyðublaðinu þarft þú síðan að skila til Útlendingastofnunar.
Það þarf ekki að hafa umboðsmann á Íslandi en það er heimilt.
Samkvæmt 11. gr. laga um mannanöfn nr. 45/1996 mátt þú halda fullu nafni þínu óbreyttu við veitingu íslensks ríkisfangs. Það er þó heimilt að óska eftir nafnbreytingu þegar sótt er um íslenskan ríkisborgararétt. Meginreglan er sú að nafnbreytingar eru aðeins heimilaðar einu sinni. Þau eiginnöfn, millinöfn og/eða kenninöfn sem tekin eru upp þurfa að vera í samræmi við ákvæði laga um mannanöfn.
Ísland heimilar tvöfaldan ríkisborgararétt. Það hvort þú missir erlent ríkisfang þitt ræðst af því hvort það ríki sem þú hefur ríkisborgararétt í heimili tvöfaldan ríkisborgararétt eða ekki.
Þau lög sem voru í gildi við fæðingu einstaklingsins skera úr um hvort hann eigi eða hafi átt rétt á íslenskum ríkisborgararétti frá fæðingu. Sjá nánar hér.
Ef þú hefur lagt fram öll fylgigögn á fullnægjandi máta með fyrri umsókn þá þarftu ekki að leggja fram öll fylgigögn aftur. Ný gögn sem að leggja þarf fram eru:
- Umsóknareyðublað.
- Vottorð frá Þjóðskrá sem heitir Lögheimilissaga án heimilisfanga, en lönd tilgreind.
- Vottorð frá sveitarfélagi varðandi framfærslustyrk sl. þrjú ár (vottorðið má ekki vera eldra en 30 daga þegar þú leggur fram umsókn).
- Yfirlýsingu frá innheimtumanni ríkissjóðs um að þú sért skuldlaus við ríkissjóð (vottorðið má ekki vera eldra en 30 daga þegar þú leggur fram umsókn).
- Þrjá nýjustu launaseðla eða aðra staðfestingu á framfærslu.
- Nýjustu staðfestu afrit skattframtala, ef við á.
Þú þarft að bæta nafni og kennitölu barnsins við á umsóknina (sjá s. 3). Annað hvort getur þú bætt barninu við umsóknina sem þú hefur lagt inn með því að koma í afgreiðslu Útlendingastofnunar og óska eftir því, eða þú getur fyllt út nýja umsókn þar sem nafn og kennitala barnsins kemur fram og sent hana til Útlendingastofnunar. Ef annað foreldri fer með forsjá barns þurfa forsjárgögn að fylgja umsókn, en ef báðir foreldrar fara með forsjá þá þurfa þeir báðir að veita samþykki sitt með undirritun á umsókn.
Með umsókn barns þarf að fylgja staðfesting á forsjá þess. Yfirvöld í heimaríki þurfa að upplýsa og staðfesta hver fer með forsjá barns. Gögnin þurfa að berast í staðfestu afriti ásamt þýðingu sem unnin er af löggiltum skjalaþýðanda (ef við á). Forsjárgögn geta verið yfirlýsing þar til bærs stjórnvalds á því að ákveðinn aðili fari með forsjá. Ef foreldrar barns eru skilin og fram kemur í skilnaðargögnum hver fari með forsjá barns teljast þau gögn nægileg til staðfestingar á forsjá. Leggja þarf fram staðfest afrit af skilnaðargögnum ásamt þýðingu löggilts skjalaþýðanda (ef við á), og þurfa skilnaðargögn að vera gefin út eða staðfest af þar til bærum yfirvöldum. Það athugist að í sumum tilfellum eru forsjárgögn til hjá Útlendingastofnun vegna umsókna um dvalarleyfi. Útlendingastofnun getur óskað eftir staðfestingu frá þar til bærum yfirvöldum um að þau séu enn í gildi.
Búsetuskilyrði og leyfi
Miðað er við lögheimilisskráningu hér á landi samkvæmt Þjóðskrá Íslands, fasta búsetu og samfellda löglega dvöl á Íslandi síðustu ár áður en umsókn er lögð fram.
Hægt er að veita undanþágu frá skilyrði um samfellda dvöl ef þú hefur verið erlendis allt að einu ári samtals á þeim tíma sem þú verður að uppfylla skv. lögunum, en þó allt að tveimur árum vegna tímabundinnar atvinnu erlendis eða óviðráðanlegra aðstæðna (t.d. vegna veikinda þinna eða nákomins ættingja) og allt að þremur árum ef þú hefur verið í námi erlendis. Ef þú telur þig falla undir undanþágu, þá verður þú að leggja fram gögn því til stuðnings (t.d. gögn varðandi veikindi, ráðningarsamning eða vottorð frá skóla).
Búseta telst samfelld hér á landi dveljist þú ekki lengur en 90 daga samtals erlendis á hverju 12 mánaða tímabili. Ef samfelld dvöl erlendis á tímabilinu er lengri en 90 dagar dregst hún öll frá búsetutímanum.
Þú verður að uppfylla skilyrði fyrir ótímabundnu dvalarleyfi og hafa slíkt leyfi útgefið af Útlendingastofnun þegar þú sækir um íslenskan ríkisborgararétt, nema þú sért undanþeginn skyldu til að hafa dvalarleyfi hér á landi. Sjá nánar hér.
Já, það er nauðsynlegt að endurnýja dvalarleyfi sé það að renna út, þrátt fyrir að sótt hafi verið um íslenskan ríkisborgararétt.
Staðfesting vottorða
Það þýðir að skjalið hefur verið lögformlega staðfest og að það hafi gildi hér á landi. Það eru tvær viðurkenndar leiðir til að fá frumrit vottorða staðfest. Hvor leiðin er farin ræðst af því í hvaða landi vottorðið var gefið út, þ.e. hvort viðkomandi land sé aðili að Haag samningnum.
Ef viðkomandi land sem gefur vottorðið út er aðili að Haag samningnum er svokölluð „apostille“ vottun notuð. Til að fá slíka vottun þarf að koma frumriti vottorðsins til þess aðila sem sér um vottunina í útgáfulandinu. Upplýsingar um hvaða lönd eru aðilar að Hagsamningnum og hvaða aðilar sjá um vottunina má finna hér.
Hins vegar er svokölluð tvöföld staðfesting. Þá þarf að senda frumrit vottorðsins til utanríkisráðuneytis í því landi sem vottorðið var gefið út. Ráðuneytið staðfestir skjalið og sendir það áfram til sendiráðs viðkomandi ríkis hér á landi eða næsta sendiráðs (hafi viðkomandi ríki ekki sendiráð hér á landi). Upplýsingar um erlend sendiráð gagnvart Íslandi má finna hér.
Ef viðkomandi land sem gefur vottorðið út er aðili að Haag samningnum er svokölluð „apostille“ vottun notuð. Til að fá slíka vottun þarf að koma frumriti vottorðsins til þess aðila sem sér um vottunina í útgáfulandinu. Upplýsingar um hvaða lönd eru aðilar að Hagsamningnum og hvaða aðilar sjá um vottunina má finna hér.
Hins vegar er svokölluð tvöföld staðfesting. Þá þarf að senda frumrit vottorðsins til utanríkisráðuneytis í því landi sem vottorðið var gefið út. Ráðuneytið staðfestir skjalið og sendir það áfram til sendiráðs viðkomandi ríkis hér á landi eða næsta sendiráðs (hafi viðkomandi ríki ekki sendiráð hér á landi). Upplýsingar um erlend sendiráð gagnvart Íslandi má finna hér.
Skjalaþýðing
Upplýsingar um löggilta skjalaþýðendur á Íslandi má finna á heimasíðu sýslumanna.
Ef tiltekið tungumál er ekki á lista á heimasíðu sýslumanna, þá eru löggiltir skjalaþýðendur í því tungumáli ekki til á Íslandi og þá þarft þú að leita eftir þýðingu löggilts skjalaþýðanda erlendis. Það er heimilt að leggja fram þýðingu yfir á ensku, dönsku, norsku og sænsku.
Staðfest afrit
Með staðfestu afriti er átt við að afrit sé tekið af frumriti vottorðs og það staðfest af stjórnvaldi sem hefur heimild til að staðfesta skjöl.
Opinbert stjórnvald getur tekið staðfest afrit af gögnum. Athugið að frumrit vottorða þurfa að vera staðfest með ,,apostille“vottun eða tvöfaldri staðfestingu áður en staðfest afrit er tekið af gögnunum.
Þú mátt leggja fram staðfest afrit fæðingarvottorða, hjúskaparvottorða, hjúskaparstöðuvottorða, sambúðarvottorða, skilnaðargagna, forsjárgagna og dánarvottorða. Frumritin þurfa að vera staðfest af opinberu stjórnvaldi („apostille“ vottun eða tvöföld staðfesting) áður en afrit er tekið og það síðan staðfest af opinberu stjórnvaldi. Að auki má leggja fram vottorð sem þýdd eru af löggiltum skjalaþýðanda í staðfestu afriti. Athugið að sakavottorð þarf alltaf að vera lagt fram í frumriti.
Framfærsla og skattframtöl
Þú getur lagt fram önnur gögn sem sýna fram á fullnægjandi framfærslu. Ef þú ert í hjúskap þá getur þú lagt fram launaseðla maka þíns, þar sem hjón hafa gagnkvæma framfærsluskyldu. Einnig er hægt að leggja fram upplýsingar um bankainnistæður eða fastar reglulegar greiðslur sem sýna fram á fullnægjandi framfærslu (t.d. fæðingarorlofsgreiðslur, atvinnuleysisbætur eða námslán).
Það þurfa að líða þrjú ár frá því að þú fékkst framfærslustyrk frá sveitarfélagi þar til þú getur sótt um íslenskan ríkisborgararétt.
Þú getur nálgast staðfest afrit skattframtals á tvennan hátt.
Annars vegar getur þú sjálf/ur nálgast skattframtölin á heimasíðu RSK og er sú þjónusta gjaldfrjáls. Þú ferð inn á Þjónustuvefinn, og skráir þig inn með veflykli ríkisskattstjóra. Undir Yfirlit smellir þú á Staðfest afrit framtals, hakar við þau framtöl sem þú vilt nálgast og smellir á sækja afrit. Skattframtöl sendir þú svo á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu RSK. Upplýsingar og aðstoð er einnig gefin í síma þjónustuvers RSK (442 1000) alla virka daga á milli kl. 9.00 og 15.30.
Hin leiðin er að þú farir til Ríkisskattstjóra (RSK) og óskir eftir staðfestu afriti skattframtala. Þá færðu skattframtölin afhent útprentuð og stimpluð (fullnægjandi stimpill er „Rétt endurrit staðfestir“). Fyrir þá þjónustu þarf að greiða 1.000 kr. fyrir einstaklinga en 1.500 kr. fyrir þá sem eru samskattaðir.
Annars vegar getur þú sjálf/ur nálgast skattframtölin á heimasíðu RSK og er sú þjónusta gjaldfrjáls. Þú ferð inn á Þjónustuvefinn, og skráir þig inn með veflykli ríkisskattstjóra. Undir Yfirlit smellir þú á Staðfest afrit framtals, hakar við þau framtöl sem þú vilt nálgast og smellir á sækja afrit. Skattframtöl sendir þú svo á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu RSK. Upplýsingar og aðstoð er einnig gefin í síma þjónustuvers RSK (442 1000) alla virka daga á milli kl. 9.00 og 15.30.
Hin leiðin er að þú farir til Ríkisskattstjóra (RSK) og óskir eftir staðfestu afriti skattframtala. Þá færðu skattframtölin afhent útprentuð og stimpluð (fullnægjandi stimpill er „Rétt endurrit staðfestir“). Fyrir þá þjónustu þarf að greiða 1.000 kr. fyrir einstaklinga en 1.500 kr. fyrir þá sem eru samskattaðir.
Íslenskupróf
Allar upplýsingar um íslenskupróf fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt má finna á heimasíðu Menntamálastofnunar.
Útlendingastofnun er heimilt að veita umsækjenda um íslenskan ríkisborgararétt undanþágu frá skilyrðinu um að hafa staðist próf í íslensku ef talið er að ósanngjarnt sé að gera þá kröfu á umsækjanda. Það getur meðal annars átt við ef:
• umsækjandi hefur náð 65 ára aldri og hefur átt lögheimili hér á landi síðustu 7 ár áður en umsókn er lögð fram;
• ef umsækjandi er í íslenskum grunnskóla eða undir grunnskólaaldri;
• ef umsækjandi getur staðfest með læknisvottorði eða öðrum viðeigandi vottorðum sérfræðings á viðkomandi sviði að honum sé ekki unnt að gangast undir próf af alvarlegum líkamlegum eða andlegum ástæðum;
• ef umsækjandi getur staðfest með viðhlítandi vottorði frá íslenskum skóla að hann hafi færni sem samsvarar þeim kröfum sem gerðar eru í reglugerð þessari.
Umsækjendur sem telja sig uppfylla undanþáguskilyrði verða að sýna fram á gögn því til stuðnings.
• umsækjandi hefur náð 65 ára aldri og hefur átt lögheimili hér á landi síðustu 7 ár áður en umsókn er lögð fram;
• ef umsækjandi er í íslenskum grunnskóla eða undir grunnskólaaldri;
• ef umsækjandi getur staðfest með læknisvottorði eða öðrum viðeigandi vottorðum sérfræðings á viðkomandi sviði að honum sé ekki unnt að gangast undir próf af alvarlegum líkamlegum eða andlegum ástæðum;
• ef umsækjandi getur staðfest með viðhlítandi vottorði frá íslenskum skóla að hann hafi færni sem samsvarar þeim kröfum sem gerðar eru í reglugerð þessari.
Umsækjendur sem telja sig uppfylla undanþáguskilyrði verða að sýna fram á gögn því til stuðnings.
Sakaferill og sakavottorð
Sakhæfisaldur á Íslandi er 15 ár. Ef þú hefur verið 15 ára eða eldri þegar lögheimili þitt var fyrst skráð á Íslandi, þá þarft þú að leggja fram sakavottorð frá heimalandi.
Útlendingastofnun er ekki heimilt að veita íslenskan ríkisborgararétt ef umsækjandi hefur hérlendis eða erlendis sætt sektum eða fangelsisrefsingum eða á ólokin mál í refsivörslukerfinu. Útlendingastofnun er þó heimilt að veita ríkisborgararétt að liðnum ákveðnum biðtíma hafi sekt verið greidd að fullu eða refsing fullnustuð með öðrum hætti og aðrar upplýsingar um umsækjanda mæla ekki gegn því. Fresturinn miðast við dagsetningu kæru og er mismunandi langur eftir fjárhæð sektar eða fangelsisrefsingar. Nánari upplýsingar má finna hér.