Maki og börn flóttamanns, sem og foreldrar og systkini fylgdarlauss flóttabarns, eiga rétt á alþjóðlegri vernd og dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar við flóttamann hér á landi.
Fái einstaklingur veitta alþjóðlega vernd vegna fjölskyldusameiningar við flóttamann fær hann sömu réttindi og skyldur og flóttamaðurinn sem hann sameinast hér á landi. Hann er skilgreindur sem flóttamaður samkvæmt íslenskum lögum og alþjóðasamningum og getur því ekki ferðast til heimaríkis/heimaríkja án þess að eiga á hættu að alþjóðleg vernd hans og þar með dvalarleyfi hér á landi verði afturkallað.
Að öðrum kosti geta nánustu aðstandendur flóttamanna á Íslandi sótt um almennt dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar án alþjóðlegrar verndar.
Aðrir fjölskyldumeðlimir eða ættingjar, svo sem fullorðin systkini, frænkur eða frændur, eiga ekki rétt á fjölskyldusameiningu við flóttamann.
Rétturinn til fjölskyldusameiningar flóttamanna nær ekki til aðstandenda einstaklinga sem fengu útgefið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða í tengslum við umsókn sína um alþjóðlega vernd. Nánustu aðstandendur þeirra geta sótt um almennt dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar.
Umsóknir um dvalarleyfi og alþjóðlega vernd
Alþjóðleg vernd fyrir maka flóttamanns
Alþjóðleg vernd fyrir barn flóttamanns
Alþjóðleg vernd fyrir systkini fylgdarlauss flóttabarns
Alþjóðleg vernd fyrir foreldri fylgdarlauss flóttabarns
Umsóknir um dvalarleyfi án alþjóðlegrar verndar
Fjölskyldusameining fyrir maka