• Íslenska
  • English (UK)

Sidebar

  • Heim
  • Um Útlendingastofnun
    • Útlendingastofnun
    • Skipurit
    • Fréttir
    • Greinar
    • Tölfræði
      • Tölfræði leyfasviðs
      • Tölfræði verndarsviðs
    • Ársskýrslur
    • Gjaldskrá
    • Eyðublöð
    • Afgreiðslutími
    • Samstarfssamningar
    • Lög og reglugerðir
    • Algengar spurningar
    • Hafa samband
  • Eyðublöð
  • Afgreiðslutími
  • Algengar spurningar
  • Hafa samband
  • Lög og reglugerðir
  • Tölfræði
    • Tölfræði leyfasviðs
    • Tölfræði verndarsviðs
  1. Heim
  2. Um Útlendingastofnun
  3. Greinar

Flóttamannahugtakið og aðstæður í Albaníu

Details
20 Okt. 2015

Flóttamanna- og hæliskerfið er neyðarkerfi, ætlað fólki sem óttast um líf sitt og frelsi. Það sem af er þessu ári hefur Útlendingastofnun veitt 55 manns hæli eða aðra alþjóðlega vernd og árið 2014 voru slíkar veitingar 43 talsins. Þarna eru ekki meðtalin útgefin dvalarleyfi til kvótaflóttafólks en slík leyfi skipta tugum.

Til þess að eiga rétt á alþjóðlegri vernd, því að teljast flóttafólk og eiga rétt á hæli að lögum og samkvæmt alþjóðasáttmálum þarf fólk að vera í einhvers konar hættu og eiga ekki möguleika á viðunandi vernd og úrræðum í heimalandi sínu. Þetta leiðir bæði af flóttamannasáttmála Sameinuðu þjóðanna og íslenskum lögum sem sett eru á grundvelli hans.

Efnahagslegar aðstæður fela ekki í sér aðsteðjandi hættu, um það eru alþjóðasáttmálar og lög skýr. Því geta slíkar aðstæður ekki verið grundvöllur verndar. Réttarframkvæmd um heim allan endurspeglar þetta. Hér er, eins og áður segir, um að ræða neyðarkerfi fyrir fólk í hættu en ekki úrræði til búferlaflutninga vegna bágra kjara.

Nánar um hæli og alþjóðlega vernd

Albanía er friðsælt lýðræðisríki
 
Á undanförnum árum hafa hælisleitendur frá Albaníu verið afar áberandi á Íslandi en fyrirliggjandi upplýsingar og mannréttindaskýrslur eru samhljóða um að Albanía sé friðsælt lýðræðisríki þar sem hvorki er stríðsástand né ógnarstjórn. Mannréttindi eru almennt virt og eftirfylgni við glæpi og afbrot er góð þrátt fyrir að enn sé umbóta þörf á sumum sviðum. Albönsk yfirvöld eru fær um að vernda borgara sína og veita þeim aðstoð.

Í mörgum málum ber fólk því ekki við að það sé í neinni hættu og sækir um hæli sem flóttafólk vegna þess að það vantar atvinnu eða býr við slök lífskjör. Telji fólk sig í hættu eru lögregla og yfirvöld í Albaníu í langflestum tilfellum fullfær um að veita viðeigandi aðstoð.
 
Í ljósi þessa og atvika í hverju máli er stór hluti umsókna albanskra ríkisborgara sem tekin hefur verið afstaða til talinn bersýnilega tilhæfulaus. Sömu sögu er að segja annars staðar í Evrópu þar sem umsóknum albanskra ríkisborgara um alþjóðlega vernd er synjað í vel yfir 90% tilfella. Ýmist þarf fólk ekki á vernd að halda eða yfirvöld í Albaníu eru fullfær um að veita þá aðstoð sem nauðsynleg er vegna aðstæðna þeirra.

Séu þær aðstæður uppi að albanskur ríkisborgari sé í hættu í heimalandi sínu og eigi ekki möguleika á vernd í þar er honum eða henni veitt alþjóðleg vernd hér á landi eins og lög og alþjóðasáttmálar mæla fyrir um. Rétt er að taka fram að hvert mál er rannsakað sérstaklega, bæði varðandi persónulegar aðstæður viðkomandi heima fyrir og almennar aðstæður þar.

Eins og áður segir geta efnahagslegar aðstæður fólks ekki verið grundvöllur verndar á borð við stöðu flóttamanns. Þá staðfesta skýrslur og upplýsingar um Albaníu að þar sé fyrir hendi skilvirkt atvinnuleysis- og bótakerfi auk almennra sjúkratrygginga.

Njóta sama réttar til dvalarleyfa og aðrir borgarar utan EES

Albanir hafa sömu möguleika á að sækja um og fá dvalarleyfi hér á landi og aðrar ríkisborgarar ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins. Um slíkar umsóknir gilda, hér á landi eins og víðast hvar annars staðar, lög og reglur sem verður að fylgja og hvað þetta varðar verður Útlendingastofnun að gæta jafnræðis. Ekki er hægt að komast í kringum þessar reglur með því að sækja um hæli sem flóttamaður.

Undanfarin ár hafa yfir 90% allra dvalarleyfisumsókna verið samþykktar hjá Útlendingastofnun. Á fjórða þúsund umsóknir um dvalarleyfi berast stofnuninni á hverju ári en dvalarleyfi sem grundvallast á atvinnu hér á landi eru háð því að Vinnumálastofnun veiti atvinnuleyfi.

Frekari upplýsingar um dvalarleyfi á Íslandi

Síða 8 af 8
  • Fyrsta
  • Fyrri
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • Næsta
  • Síðasta
  • Útlendingastofnun
  • Skipurit
  • Fréttir
  • Greinar
  • Tölfræði
    • Tölfræði leyfasviðs
    • Tölfræði verndarsviðs
  • Ársskýrslur
  • Gjaldskrá
  • Eyðublöð
  • Afgreiðslutími
  • Samstarfssamningar
  • Lög og reglugerðir
  • Algengar spurningar
  • Hafa samband

Tenglar

  • Dómsmálaráðuneytið
  • Kærunefnd útlendingamála
  • Rauði krossinn
  • Fjölmenningarsetur
  • Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna
  • Mannréttindaskrifstofa
  • Vinnumálastofnun
  • Þjóðskrá
  • Persónuvernd

Upplýsingar

  • Útlendingastofnun
  • Dvalarleyfi
  • Áritanir
  • Ríkisborgararéttur
  • Alþjóðleg vernd

OPNUNARTÍMI

Mánudaga til fimmtudaga 9 - 14
Föstudaga 9 - 12

Sími: 444 0900

Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Staðsetning

Útlendingastofnun | Dalvegi 18 | 201 Kópavogi | Sími: 444 0900 | Netfang: utl@utl.is