Samantekt á umbótaverkefni Flóttamannastofnunar og Útlendingastofnunar
Lokaútgáfa skýrslu um umbótastarf hjá Útlendingastofnun í samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna á árunum 2013 til 2016 er nú aðgengileg á vefsíðu Útlendingastofnunar. Ber skýrslan heitið Rising to the Challenge: Improving the Asylum Procedure in Iceland.
Var lokaútgáfa skýrslunnar birt á heimilda- og upplýsingavef Flóttamannastofnunar, RefWorld, í lok júní sl. en bráðabirgðaútgáfa var gefin út þegar niðurstöður samstarfsins voru kynntar í Reykjavík hinn 26. apríl sl. Ekki er í grundvallaratriðum munur á útgáfunum eða niðurstöðum verkefnisins sem þar eru kynntar en nokkrar leiðréttingar voru gerðar á tölulegum upplýsingum auk þess sem lokið var við umbrot.