Útlendingastofnun hefur síðan í haust unnið að innleiðingu nýrra laga um útlendinga (nr. 80/2016) sem taka gildi 1. janúar 2017. Lögin hafa í för með sér ýmsar breytingar, meðal annars á skilyrðum einstakra dvalarleyfa, gagnakröfum og réttindum umsækjenda.
Leiðbeiningar og eyðublöð á heimasíðu Útlendingastofnunar verða ekki uppfærðar að fullu við gildistökuna en gert er ráð fyrir að allar helstu upplýsingar verði komnar á vefinn í lok janúar. Einstaklingar sem hyggjast leggja fram umsókn um dvalarleyfi eftir 1. janúar 2017 þurfa því að fylgjast vel með upplýsingum sem fram koma á heimasíðu varðandi hverja tegund leyfis. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.