Búsetuleyfi

Búsetuleyfi felur í sér ótímabundinn rétt til dvalar á Íslandi. Skilyrði er að umsækjandi hafi dvalist á Íslandi í samfellt fjögur ár á sama grundvelli, þ.e. samfellt á sama dvalarleyfi sem veitir rétt til búsetuleyfis. Umsækjandi þarf að hafa haft t.d. dvalarleyfi fyrir sérfræðing í fjögur ár og má ekki hafa skipt um leyfagrundvöll á þeim tíma til að uppfylla þetta skilyrði.
 

Búsetuleyfi þarf að sækja um að minnsta kosti mánuði áður en núgildandi dvalarleyfi rennur út.  Hægt er að lesa nánar um skilyrði búsetuleyfis hér og þau réttindi sem leyfið veitir hér.
 

Fái umsækjandi veitt búsetuleyfi má nálgast upplýsingar um réttindi sem fylgja því hér.
Fái umsækjandi ekki veitt leyfi má nálgast upplýsingar um kærufrest og fleira hér.
 

Athugið að umfjöllun um búsetuleyfi fyrir barn er neðar á síðunni.
 

Ýmsar upplýsingar:

Almenn umfjöllun um dvalarleyfi

Grunnskilyrði dvalarleyfis

Sérskilyrði dvalarleyfis

Upplýsingar um feril umsóknar og afgreiðslutíma

Afgreiðslugjald, umsókn er ekki tekin til afgreiðslu fyrr en greitt hefur verið fyrir hana.

Réttindi

Algengar spurningar
 

Forsendur fyrir útgáfu búsetuleyfis er að umsækjandi uppfylli grunnskilyrði og sérskilyrði.

Mæta þarf í eigin persónu í afgreiðslu Útlendingastofnunar eða til sýslumanns. Tekin er mynd af umsækjanda þegar hann sækir um búsetuleyfi og ber honum að hafa vegabréf sitt meðferðis.
 

Gögn sem þarf að leggja fram:

 1. Gátlisti búsetuleyfis fyrir 18 ára og eldri. Prenta þarf listann út og hafa til hliðsjónar við öflun gagna.  Vinsamlegast látið listann fylgja með umsókn.
 2. Umsókn um búsetuleyfi, í frumriti, vel útfyllt og undirrituð af umsækjanda.
 3. Ljósrit vegabréfs (þarf ekki að vera staðfest). Vegabréf þarf að vera í gildi. Ljósrit þarf að vera af persónusíðu og síðu með  undirskrift umsækjanda.
 4. Staðfest afrit af skattframtölum síðustu fjögurra ára.
 5. Vottorð um námskeið eða kunnáttu í íslensku. Vottorðið þarf að vera í frumriti. Umsækjandi þarf að hafa lokið 150 stundum í íslensku eða tekið stöðupróf í íslensku hjá viðurkenndum skóla.
 6. Framfærsla. Framfærsla umsækjanda þarf að vera trygg á dvalartíma, sjá hér. Ef umsækjandi er að vinna og ætlar að halda áfram að vinna þarf að leggja fram ráðningarsamning og umsókn um óbundið atvinnuleyfi sem fylgir umsókn.
   

Gögn sem er heimilt að leggja fram:

 • Umboð í frumriti vottað af tveimur vottum. ATH. Umboð þarf ekki að berast nema umsækjandi vilji að einhver annar en hann sjálfur fái upplýsingar um vinnslu umsóknarinnar hjá Útlendingastofnun.
   

Það er á ábyrgð umsækjanda að leggja fram þau gögn sem eru á listanum. Ef öll gögn eru ekki lögð fram til Útlendingastofnunar með umsókninni leiðir það til þess að afgreiðslan tefst eða umsókninni verður synjað. Útlendingastofnun getur óskað eftir viðbótargögnum þegar sérstakar ástæður mæla með því.
 

Búsetuleyfi fyrir barn

Barn sem fæðist á Íslandi getur fengið búsetuleyfi samkvæmt umsókn hafi foreldri þess búsetuleyfi.
 

Barn sem fær útgefið búsetuleyfi má vinna án sérstaks atvinnuleyfis.
 

Forsendur fyrir útgáfu búsetuleyfis er að umsækjandi uppfylli grunnskilyrði og sérskilyrði.

Mæta þarf í eigin persónu í afgreiðslu Útlendingastofnunar eða til sýslumanns. Tekin er mynd af umsækjanda þegar hann sækir um búsetuleyfi og ber honum að hafa vegabréf sitt meðferðis.
 

Gögn sem þarf að leggja fram:

 1. Gátlisti búsetuleyfis fyrir barn.  Prenta þarf listann út og hafa til hliðsjónar við öflun gagna.  Vinsamlegast látið listann fylgja með umsókn.
 2. Umsókn um búsetuleyfi, í frumriti, vel útfyllt og undirrituð af forsjáraðilum.
 3. Ljósrit gilds vegabréfs (þarf ekki að vera staðfest). Ljósrit þarf að vera af persónusíðu og síðu með  undirskrift umsækjanda.
   

Gögn sem er heimilt að leggja fram:

 • Umboð í frumriti vottað af tveimur vottum. ATH. Umboð þarf ekki að berast nema forsjáraðili/aðilar vilji að einhver annar en hann sjálfur fái upplýsingar um vinnslu umsóknarinnar hjá Útlendingastofnun.
   

Það er á ábyrgð umsækjanda að leggja fram þau gögn sem eru á listanum. Ef öll gögn eru ekki lögð fram til Útlendingastofnunar með umsókninni leiðir það til þess að afgreiðslan tefst eða umsókninni verður synjað. Útlendingastofnun getur óskað eftir viðbótargögnum þegar sérstakar ástæður mæla með því.